Gurjewitsch, Aaron J.. Egill Skalla-Grímsson. Skalde und Werwolf
- Author: Gurjewitsch, Aaron J.
- Title: Egill Skalla-Grímsson. Skalde und Werwolf
- Published in: Individuum im Europäischen Mittelalter
- Place, Publisher: München: Beck
- Year: 1994
- Pages: 83-99
- E-text: google.books
- Reference: Gurjewitsch, Aaron J. "Egill Skalla-Grímsson. Skalde und Werwolf." Das Individuum im Europäischen Mittelalter. München: Beck, 1994, pp. 83-99.
- Key words:
Annotation
Lýsing
Gurjewitsch rannsakar persónuleika Egils sem skálds og viðtökur skáldskapar hans eins og þau koma fram í Egils sögu. Hann er meðvitaður um þá snúnu staðreynd að sagan gerist á 10. öld en skrifuð á 13. öld. Sagan og vísurnar lýsa frá innra og ytra sjónarhorni margþættum persónuleika Egils sem virðist vera mótsagnakenndur. Vegna erfðaþátta bera eðli og útlit hans einkenni varúlfs, jötuns og berserks en hann reynist annars vegar vera djöfullegt, miskunnarlaust og grimmt illmenni og á hinn bóginn tilfinningaríkt og gáfað skáld. Reyndar er Egill laus við innri togstreitu einstaklingsins samkvæmt lýsingum guðfræðinga og heimspekinga 12. og 13. aldar en hann hagar sér með árangursríkum hætti í samræmi við gildiskerfi víkingasamfélagsins og er alltaf samkvæmur sjálfum sér. Hann skarar að vísu fram úr í samfélaginu og samferðafólkið tekur eftir því að Egill er óvenjulegur. Hann er samt stöðugt nátengdur við fjölskyldu sína og neyðist, samkvæmt heiðinni heimssýn, meira að segja að vera djöfullegur og í tengslum við Útgarð af því að hann er mikið skáld og þeir hæfileikar koma upprunalega frá jötnum.
See also
References
Links
- Written by: Elisabeth Haug
- English translation: