Maurer, Konrad von. Zwei Rechtsfälle in der Eigla

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
  • Author: Maurer, Konrad von
  • Title: Zwei Rechtsfälle in der Eigla
  • Published in: Sitzungsberichten der philos. -philol. und der historie. und der histor. Classe der k. bayer
  • Place, Publisher:
  • Year: 1895
  • Pages: 65-124
  • E-text:
  • Reference: Maurer, Konrad von. "Zwei Rechtsfälle in der Eigla." Sitzungsberichten der philos. -philol. und der historie. und der histor. Classe der k. bayer (1895): 65-124.

  • Key words:


Annotation

Lýsing

Í ritgerð sinni gerir Maurer tvo þætti úr Egils sögu að umtalsefni sem honum þykir varpa nokkru ljósi á sifja- og erfðarétt í Noregi á miðöldum; annars vegar er þar um að ræða erfðakröfu Hildiríðarsona á hendur Þórólfi Kveldúlfssyni og hins vegar um erfðakröfu Ásgerðar Bjarnardóttur sem Egill Skallagrímsson sækir fyrir hönd konu sinnar gegn Berg-Önundi og síðar bróður Önundar, Atla hinum skamma. Hvort tveggja málið hverfist um það hvort meint frillubörn eru réttborin til arfs eftir föður sinn og því nauðsynlega um það hver var frilluborinn að lögum og hver ekki. Maurer rökstyður í ítarlegu máli að Hildiríðarsynir hafi verið frillubörn miðað við norskan rétt og að erfðafjárkrafa þeirra á hendur Þórólfi Kveldúlfssyni hafi ekki staðist lög. Frásögn Egils sögu um það segir Maurer að samræmist mjög vel öllum réttarsögulegum heimildum. Seinna málið lýtur að kröfu Egils Skallagrímssonar fyrir hönd Ásgerðar Bjarnardóttur, eiginkonu sinnar, um föðurarf á hendur bræðrunum Berg-Önundi og síðar Atla hinum skamma. Þeir segja Þóru hlaðhönd, móður Ásgerðar, hafa verið tekna frillutaki og að Ásgerður sé „þýborin“, enda fædd í útlegð foreldra sinna. Maurer bendir á að foreldrar Ásgerðar hafi síðar gengið í hjónaband að réttum lögum, ólíkt foreldrum Hildiríðarsona, og að Ásgerður hafi því sannarlega verið arfgeng eftir föður sinn. Maurer gerir allan málarekstur Egils og fráleitar ásakanir bræðranna á hendur Ásgerði að umtalsefni og telur dæmi um eitt af fernu eða allt í senn; viðleitni Egluhöfundar til að draga fram ofstopa og ósanngirni bræðranna; litla þekkingu söguritara á norskum rétti; viðleitni hans til að hraða frásögn sinni; eða seinni tíma innskot. Ljóst sé að ýmislegt í frásögn Eglu af erfðamálum Ásgerðar sé málum blandið og samræmist illa eða ekki þeim réttarsögulegu heimildum sem varðveist hafa.

See also

References

Links

  • Written by:
  • Icelandic/English translation: