Smyth, Alfred P.. Scandinavian York and Dublin

From WikiSaga
Revision as of 09:42, 9 November 2017 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search
  • Author: Smyth, Alfred P.
  • Title: Scandinavian York and Dublin. The history and archaeology of two related Viking kingdoms
  • Place, Publisher: Dublin: Templekieran Press
  • Year: 1975
  • E-text:
  • Reference: Smyth, Alfred P. Scandinavian York and Dublin. The history and archaeology of two related Viking kingdoms. Dublin: Templekieran Press, 1975.

  • Key words:


Annotation

Text missing

Lýsing

Bókin fjallar um norrænu konungdæmin í Dyflinni og Jórvík. Vísað er til þeirra kafla Íslendingasagnanna sem fjalla um atburði sem eru tengdir við veru norrænna manna á Bretlandseyjum. Örlög persóna sagnanna fléttast stundum saman við sögu annarra landa. Sérstaklega er höfundum sagnanna umhugað um málefni Bretlandseyja og Noregs vegna uppruna landnámsmanna á Íslandi. Melkorka er til dæmis persóna í Laxdæla sögu sem er af írskum uppruna. Smyth vísar sérstaklega til Egils sögu. Þar segir að Egill fari til Englands til að ganga í þjónustu Aðalsteins konungs og taki þátt í orrustu gegn Ólafi konungi. Orrustuvöllurinn er nefnd Vínheiði í Egils sögu, en með því að rýna í lýsinguna á kringumstæðum orrustunnar telur Smyth að hægt sér að greina að hér sé verið að vísa í sögulegu orrustu við Brunanburh árið 937, þrátt fyrir að það sé ekki hægt að sanna að Egill hafi tekið þátt í orrustunni í raun og veru. Smyth segir að mörg mótíf í lýsingu orrustunnar séu líka í enskum heimildum frá síðari öldum, sem er til marks um enska arfsögn sem var ekki bara skráð í enskum heimildum heldur barst hún líka til Íslands þar sem hún endaði með að vera skráð í Egils sögu. Síðar í sögunni er talað um aðra Englandsferð Egils þegar skip hans strandaði við Humru-mynni (Humber) vegna ofsaveðurs, í nágrenni við Jórvík, þar sem Eiríkur blóðöx hélt sína hirð. Skáldgáfa Egils og hjálp Arinbjörns lögðust á eitt við að fá Eirík konung til að þyrma lífi Egils. Í samanburði við Vínheiði (Brunanburh) er þessi árekstur Egils við Eirík konung í Jórvík frekar vafasamur frá sögulegum sjónarhóli. Smyth telur til dæmis að Höfuðlausn, sem er kvæðið sem Egill flutti, sé ekki mjög lofsamlegt í garð konungs. Það er erfitt að trúa að konungi þyki kvæðið vera viðeigandi í aðstæðunum.


See also

References

Chapter 50: bæði Bretar og Skotar og Írar: „Egils saga shows a knowledge of tenth-century English politics that can scarcely have been invented by an Icelandic compiler of c. 1200“ (p. 168).

Chapter 52: Þurfti þann stað að vanda: „It does suggest, however, that Icelandic accounts of Vinheidr derive ultimately from a medieval Danelaw tradition and we may be dealing here with yet another example of the English origin of much Icelandic saga material relating to the British isles“ (p. 75).

Links

  • Written by: Carlos Sánchez Valcuende
  • English translation: