Bergljót Soffía Kristjánsdóttir. Primum caput: um höfuð Egils Skalla-Grímssonar

From WikiSaga
Revision as of 08:10, 30 November 2011 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
Jump to navigationJump to search
  • Author: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
  • Title: Primum caput: um höfuð Egils Skalla-Grímssonar, John frá Salisbury o.fl.
  • Published in: Skáldskaparmál 4
  • Place, Publisher: n/a
  • Year: 1997
  • Pages: 74-96
  • E-text:
  • Reference: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir. "Primum caput: um höfuð Egils Skalla-Grímssonar, John frá Salisbury o.fl." Skáldskaparmál 4 (1997): 74-96.

  • Key words: poetry, philosophy, intertextuality (stjórnspeki, kveðskapur, heimspeki, textatengsl)


Annotation

Lýsing

„Höfuð“ er fyrirferðarmikið í Egils sögu og hér er það minni skoðað út frá hugmyndum 12. og 13. aldar manna. Hinn nýi samfélagsskilningur 12. aldar segir Bergljót að komi vel fram í Eglu og þar megi greina hugmyndatengsl við erlend verk, t.d. Policraticus eftir John frá Salisbury. Sagan færi sér þó einnig í nyt norræna sagna- og kvæðahefð, vísi m.a. í ragnarök þar sem úlfar gleypi sól og mána. Kveld-Úlfur og afkomendur hans sem standa uppi í hárinu á Noregskonungum séu í þeim skilningi nokkurs konar úlfar sem ógni konungdæminu. Höfuð þeirra feðga (skalli og hattur) koma mjög við sögu þegar þeir fara á konungsfund og virðist með orðaleikjum vísa á goðsöguna um Skoll og Hata. Vargsnáttúran býr í höfði ættarinnar og lýsir sér í árásargirnd þeirra, útliti og málsnilld sem beint er gegn konungnum sem þeir „gleypa“ í vissum skilningi. Þetta telur Bergljót að sé nátengt táknmáli sem þróist á svipuðum tíma í Evrópu og hún bendir á að í Arinbjarnarkviðu, sem beri þess merki að vera lært 13. aldarverk, sé mikil áhersla lögð á höfuð bæði Egils og konungs.

See also

References

Ítarefni: Bls. 76: Ferð Skalla-Gríms á konungs fund 25. kafli: “Úlfsnáttúra Skalla-Grims er nú t.d. tengd höfði hans með samspili tvenndarinnar ‘skalli’ og ‘úlfúð’.”

Bls. 79: Englandsferð Egils 60. kafli: Sjá kafla 25 aftur er hið ljóta höfuð á konungs fundi sem sigrar konung með orðsnilld sinni. Úlfurinn kemur hér helst fram í hatti Egils: „Sem úlfsnafn merkir „Hatti“ líklega ‘sá höttótti’, en þegar það er fært yfir á ‘mann-úlf’ gefur það tilefni til merkingarinnar ‘maður með hatt eða hött’.“

Bls. 92: Höfuð Egils 62. kafli: Höfuð Egils og hans ættar stendur að vissu leyti til jafns við höfuð Noregskonunga því hún hefur yfir skáldskap og göldrum að ráða. Það má beita konungum bæði til þægðar og óþægðar: „Milli höfuðs Egils og höfuðs konungsins, má bæði sjá hrosshöfuð og kvæðið höfuðlausn.“


Links

  • Written by: Álfdís Þorleifsdóttir
  • English translation: