Bragi Halldórsson. Áttundi maðurinn við Markarfljót

From WikiSaga
Jump to: navigation, search
 • Author: Bragi Halldórsson
 • Title: Áttundi maðurinn við Markarfljót
 • Published in: Jarteinabók Jóns Böðvarssonar. Afmælisrit helgað Jóni Böðvarssyni sextugum 2. maí 1990
 • Editors: Jón F. Hjartarson, Ólafur S. Ásgeirsson
 • Place, Publisher: Reykjavík: Iðnskólaútgáfan – Iðnú
 • Year: 1990
 • Pages: 183-189
 • E-text:
 • Reference: Bragi Halldórsson. "Áttundi maðurinn við Markarfljót." Jarteinabók Jóns Böðvarssonar. Afmælisrit helgað Jóni Böðvarssyni sextugum 2. maí 1990, pp. 183-189. Editors: Jón F. Hjartarson, Ólafur S. Ásgeirsson. Reykjavík: Iðnskólaútgáfan – Iðnú, 1990.

 • Key words: structure, narrative technique, bygging, frásagnaraðferð


Contents

Annotation

Parallels and repetitions are prominent in the structure of Njáls saga, e.g. in scenes and wordings of conversations. This leads to associations in the minds of the readers about the continuation of the story, for example with the killings of the farmhands. Bragi Halldórsson points out that it is repeated four times in Njáls saga that Thrainn Sigfusson had eight men with him when he was killed at the Markarfljot river, but only seven are named in the saga. According to Bragi's theory, the eighth man was Thrainn's young son Höskuld. This would make Mord's slanders more believable and Skarphedin's doubts about Hoskuld's forgiveness more understandable. Hoskuld refuses to go to Skaftafell and escape his enemies, and utters almost the exact same words as his father when claiming that he is not afraid of his enemies. Thus he falls honourably like Gunnarr from Hlidarendi and not a martyr.

Lýsing

Hliðstæður og endurtekningar eru áberandi í byggingu Njálu, m.a. í sviðsetningum og orðalagi í samtölum. Slíkt vekur hugrenningatengsl hjá lesendum um framhaldið, sbr. húskarlavígin. Bragi Halldórsson bendir á að endurtekið er fjórum sinnum í Njálu að Þráinn Sigfússon hafi verið við áttunda mann er hann var veginn við Markarfljót en aðeins sjö þessara manna eru nafngreindir. Tilgáta Braga er að áttundi maðurinn hafi verið barnungur sonur Þráins, Höskuldur. Við þetta verður rógur Marðar trúverðugri og efi Skarphéðins um fyrirgefningu Höskulds skiljanlegur. Höskuldur neitar að flytja í Skaftafell og flýja óvini sína og viðhefur nær sömu orð og faðir hans er hann sagðist ekki hræðast óvini sína. Höskuldur fellur því með sæmd í anda Gunnars á Hlíðarenda en ekki sem píslarvottur.

See also

References

Chapter 92: Þeir voru átta: MISSING reference to Bragi's main theory.

Chapter 94: Höskuldur er frumvaxta: "Af lýsingunni kemur glöggt í ljós að hann er nánast lifandi eftirmynd Gunnars frænda síns á Hlíðarenda. Það kann að skýra þá ofurást sem Njáll leggur á þennan fósturson sinn. Sennilegra er þó að Njáll ætli sér að uppræta hina heiðnu skyldu um að sonur hefni föður" (p. 187-188).

Links

 • Written by: María Björk Kristjánsdóttir
 • English translation: Zuzana Stankovitsová
Personal tools