Egla, 30

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
The printable version is no longer supported and may have rendering errors. Please update your browser bookmarks and please use the default browser print function instead.


Chapter 30

Of the coming out of Yngvar

King Harold Fair-hair took for his own all those lands that Kveldulf and Skallagrim had left behind in Norway, and all their other property that he could lay hands on. He also sought diligently after those men who had been in the counsels or confidence or in any way helpers of Skallagrim and his folk in the deeds which they wrought before Skallagrim went abroad out of the land. And so far stretched the enmity of the king against father and son, that he bore hatred against their kith and kin, or any whom he knew to have been their dear friends. Some suffered punishment from him, many fled away and sought refuge, some within the land, some out of the land altogether. Yngvar Skallagrim's wife's father was one of these men aforesaid. This rede did he take, that he turned all his wealth that he could into movables, then gat him a sea-going ship and a crew thereto, and made ready to go to Iceland, for he had heard that Skallagrim had taken up his abode there, and there would be no lack of choice land there with Skallagrim. So when they were ready and a fair wind blew, he sailed out to sea, and his voyage sped well. He came to Iceland on the south coast, and held on westwards past Reykja-ness, and sailed into Borgar-firth, and entering Long-river went up it even to the Falls. There they put out they ship's lading.

But when Skallagrim heard of Yngvar's coming, he at once went to meet him and bade him to his house with as many men as he would. Yngvar accepted this offer. The ship was drawn up, and Yngvar went to Borg with many men, and stayed that winter with Skallagrim. In the spring Skallagrim offered him choice land. He gave Yngvar the farm which he had on Swan-ness, and land inwards to Mud-brook and outwards to Strome-firth. Thereupon Yngvar went out to this farm and took possession, and he was a most able man and a wealthy. Skallagrim then built a house on Ship-ness, and this he kept for a long time thereafter.

Skallagrim was a good iron-smith, and in winter wrought much in red iron ore. He had a smithy set up some way out from Borg, close by the sea, at a place now called Raufar-ness. The woods he thought were not too far from thence. But since he could find no stone there so hard or smooth as he thought good for hammering iron on (for there are no beach pebbles, the seashore being all fine sand), one evening, when other were gone to sleep, Skallagrim went to the sea, and pushed out an eight-oared boat he had, and rowed out to the Midfirth islands. There he dropped an anchor from the bows of the boat, then stepped overboard, and dived down to the bottom, and brought up a large stone, and lifted it into the boat. Then he himself climbed into the boat and rowed to land, and carried the stone to the smithy and laid it down before the smithy door, and thenceforth he hammered iron on it. That stone lies there yet, and much slag beside it; and the marks of the hammering may be seen on its upper face, and it is a surf-worn boulder, unlike the other stones that are there. Four men nowadays could not lift a larger mass. Skallagrim worked hard at smithying, but his house-carles grumbled thereat, and thought it over early rising. Then Skallagrim composed this stave:

'Who wins wealth by iron
Right early must rise:[1]
Of the sea's breezy brother
Wind-holders need blast.
On furnace-gold glowing
My stout hammer rings,
While heat-feeding bellows
A whistling storm stir.'

References

  1. Right early must rise: "Hann er að karpa við húskarlana, sem vilja sofa út á morgnana." Böðvar Guðmundsson. Ljóðrýni: Jarðbundin gamansemi bóndamanns (p. 36).

Kafli 30

Útkoma Yngvars

Haraldur konungur hinn hárfagri lagði eigu sína á jarðir þær allar er þeir Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur höfðu eftir átt í Noregi og allt það fé annað er hann náði. Hann leitaði og mjög eftir mönnum þeim er verið höfðu í ráðum og vitorðum eða nokkurum tilbeina með þeim Skalla-Grími um verk þau er þeir unnu áður Skalla-Grímur fór úr landi á brott, og svo kom sá fjandskapur er konungi var á þeim feðgum að hann hataðist við frændur þeirra eða aðra nauðleytamenn eða þá menn er hann vissi að þeim höfðu allkærir verið í vináttu. Sættu sumir af honum refsingum og margir flýðu undan og leituðu sér hælis, sumir innan lands en sumir flýðu með öllu af landi á brott.

Yngvar mágur Skalla-Gríms var einn af þessum mönnum er nú var frá sagt. Tók hann það ráð að hann varði fé sínu svo sem hann mátti í lausaeyri og fékk sér hafskip, réð þar menn til og bjó ferð sína til Íslands því að hann hafði þá spurt að Skalla-Grímur hafði tekið þar staðfestu og eigi mundi þar skorta landakosti með Skalla-Grími. En er þeir voru búnir og byr gaf þá sigldi hann í haf og greiddist ferð hans vel. Kom hann til Íslands fyrir sunnan landið og hélt vestur fyrir Reykjanes og sigldi inn á Borgarfjörð og hélt inn í Langá og upp allt til foss, báru þar farm af skipinu.

En er Skalla-Grímur spurði aðkomu Yngvars þá fór hann þegar á fund hans og bauð honum til sín með svo mörgum mönnum sem hann vildi. Yngvar þekktist það. Var skipið upp sett en Yngvar fór til Borgar með marga menn og var þann vetur með Skalla-Grími. En að vori bauð Skalla-Grímur honum landakosti. Hann gaf Yngvari bú það er hann átti á Álftanesi og land inn til Leirulækjar og út til Straumfjarðar. Síðan fór hann til útbús þess og tók þar við og var hann hinn nýtasti maður og hafði auð fjár. Skalla-Grímur gerði þá bú í Knarrarnesi og átti þar bú lengi síðan.

Skalla-Grímur var járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrin. Hann lét gera smiðju með sjónum mjög langt út frá Borg þar sem heitir Raufarnes. Þótti honum skógar þar fjarlægir. En er hann fékk þar engan stein þann er svo væri harður eða sléttur að honum þætti gott að lýja járn við — því að þar er ekki malargrjót, eru þar smáir sandar allt með sæ — var það eitt kveld þá er aðrir menn fóru að sofa að Skalla-Grímur gekk til sjóvar og hratt fram skipi áttæru er hann átti og reri út til Miðfjarðareyja, lét þá hlaupa niður stjóra fyrir stafn á skipinu. Síðan steig hann fyrir borð og kafaði og hafði upp með sér stein og færði upp í skipið. Síðan fór hann sjálfur upp í skipið og reri til lands og bar steininn til smiðju sinnar og lagði niður fyrir smiðjudyrum og lúði þar síðan járn við. Liggur sá steinn þar enn og mikið sindur hjá og sér það á steininum að hann er barður ofan og það er brimsorfið grjót og ekki því grjóti líkt öðru er þar er og munu nú ekki meira hefja fjórir menn.

Skalla-Grímur sótti fast smiðjuverkið en húskarlar hans vönduðu um og þótti snemma risið. Þá orti hann vísu þessa:

Mjög verðr ár, sá er aura,
ísarns meiðr að rísa,[1]
voðir vidda bróður
veðrleggjar skal kveðja.
Gjalla læt ég á gulli
geisla njóts, meðan þjóta,
heitu, hrærikytjur,
hreggs vindfrekar, sleggjur.



Tilvísanir

  1. ísarns meiðr að rísa: "Hann er að karpa við húskarlana, sem vilja sofa út á morgnana." Böðvar Guðmundsson. Ljóðrýni: Jarðbundin gamansemi bóndamanns (p. 36).

Links