Egla, 46

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
The printable version is no longer supported and may have rendering errors. Please update your browser bookmarks and please use the default browser print function instead.


Chapter 46

Of Thorolf's and Egil's harrying

Thorolf and Egil stayed that winter with Thorir, and were made much of. But in spring they got ready a large war-ship and gathered men thereto, and in summer they went the eastern way and harried; there won they much wealth and had many battles. They held on even to Courland, and made a peace for half a month with the men of the land and traded with them. But when this was ended, then they took to harrying, and put in at divers places. One day they put in at the mouth of a large river, where was an extensive forest upon land. They resolved to go up the country, dividing their force into companies of twelve. They went through the wood, and it was not long before they came to peopled parts. There they plundered and slew men, but the people fled, till at last there was no resistance. But as the day wore on, Thorolf had the blast sounded to recall his men down to the shore. Then each turned back from where they were into the wood. But when Thorolf mustered his force, Egil and his company had not come down; and the darkness of night was closing in, so that they could not, as they thought, look for him.

Now Egil and his twelve had gone through a wood and then saw wide plains and tillage. Hard by them stood a house. For this they made, and when they came there they ran into the house, but could see no one there. They took all the loose chattels that they came upon. There were many rooms, so this took them a long time. But when they came out and away from the house, an armed force was there between them and the wood, and this attacked them. High palings ran from the house to the wood; to these Egil bade them keep close, that they might not be come at from all sides. They did so. Egil went first, then the rest, one behind the other, so near that none could come between.

The Courlanders attacked them vigorously, but mostly with spears and javelins, not coming to close quarters. Egil's party going forward along the fence did not find out till too late that another line of palings ran along on the other side, the space between narrowing till there was a bend and all progress barred. The Courlanders pursued after them into this pen, while some set on them from without, thrusting javelins and swords through the palings, while others cast clothes on their weapons. Egil's party were wounded, and after that taken, and all bound, and so brought home to the farmhouse.

The owner of that farm was a powerful and wealthy man; he had a son grown up. Now they debated what they should do with their prisoners. The goodman said that he thought this were best counsel, to kill them one on the heels of another. His son said that the darkness of night was now closing in, and no sport was thus gotten by their torture; he bade them be let bide till the morning. So they were thrust into a room and strongly bound. Egil was bound hand and foot to a post. Then the room was strongly locked, and the Courlanders went into the dining-hall, ate, drank, and were merry.

Egil strained and worked at the post till he loosed it up from the floor. Then the post fell, and Egil slipped himself off it. Next he loosed his hands with his teeth. But when his hands were loose, he loosed therewith the bonds from his feet. And then he freed his comrades; but when they were all loosed they searched round for the likeliest place to get out. The room was made with walls of large wooden beams, but at one end thereof was a smooth planking. At this they dashed and broke it through. They had now come into another room; this too had walls of wooden beams. Then they heard men's voices below under their feet. Searching about they found a trapdoor in the floor, which they opened. Thereunder was a deep vault; down in it they heard men's voices. Then asked Egil what men were these. He who answered named himself Aki. Would he like to come up, asked Egil. Aki answered, they would like it much.

Then Egil and his comrades lowered into the vault the rope with which they had been bound, and drew up thence three men. Aki said that these were his two sons, and they were Danes, who had been made prisoners of war last summer.

'I was,' he said, 'well treated through the winter, and had the chief care of the goodman's property; but the lads were enslaved and had a hard lot. In spring we made up our minds to run away, but were retaken. Then we were cast into this vault.'

'You must know all about the plan of this house,' said Egil; 'where have we the best hope to get out?'

Aki said that there was another plank partition: 'Break you up that, you will then come into a corn-store, whereout you may go as you will.'

Egil's men did so; they broke up the planking, came into the granary, and thence out. It was pitch dark.

Then said Egil's comrades that they should hasten to the wood. But Egil said to Aki, 'If you know the house here, you can show us the way to some plunder.'

Aki said there was no lack of chattels. 'Here is a large loft in which the goodman sleeps; therein is no stint of weapons.'

Egil bade them go to that loft. But when they came to the staircase head they saw that the loft was open. A light was inside, and servants, who were making the beds. Egil bade some stay outside and watch that none came out. Egil ran into the loft, seized weapons, of which there was no lack. They slew all the men that were in there, and they armed themselves fully. Aki went to a trapdoor in the floor and opened it, telling them that they should go down by this to the store-room below. They got a light and went thither. It was the goodman's treasury; there were many costly things, and much silver. There the men took them each a load and carried it out. Egil took under his arm a large mead-cask,[1] and bare it so.

But when they came to the wood, then Egil stopped, and he said:

'This our going is all wrong, and not warlike. We have stolen the goodman's property without his knowing thereof.[2] Never ought that shame to be ours. Go we back to the house, and let him know what hath befallen.'

All spoke against that, saying they would make for the ship.

Egil set down the mead-cask, then ran off, and sped him to the house. But when he came there, he saw that serving-lads were coming out of the kitchen with dishes and bearing them to the dining-hall. In the kitchen (he saw) was a large fire and kettles thereon. Thither he went. Great beams had been brought home and lighted, as was the custom there, by setting fire to the beam-end and so burning it lengthwise. Egil seized a beam, carried it to the dining-hall, and thrust the burning end under the eaves, and so into the birch bark of the roof, which soon caught fire. Some fagot-wood lay hard by; this Egil brought and piled before the hall-door. This quickly caught fire. But those who sate drinking within did not find it out till the flame burst in round the roof. Then they rushed to the door; but there was no easy way out, both by reason of the fagot-wood, and because Egil kept the door, and slew most who strove to pass out either in the doorway or outside.

The goodman asked who had the care of the fire.

Egil answered, 'He has now the care of the fire whom you yester-even had thought least likely; nor will you wish to bake you hotter than I shall kindle; you shall have soft bath before soft bed, such as you meant to give to me and my comrades. Here now is that same Egil whom you bound hand and foot to the post in that room you shut so carefully. I will repay you your hospitality as you deserve.'

At this the goodman thought to steal out in the dark, but Egil was near, and dealt him his death-blow, as he did to many others. Brief moment was it ere the hall so burned that it fell in. Most of those who were within perished.

But Egil went back to the wood, where he found his comrades, and they all went together to the ship. Egil said he would have the mead-cask which he carried as his own special prize; it proved to be full of silver. Thorolf and his men were overjoyed when Egil came down. They put out from land as soon as day dawned; Aki and his two sons were with Egil's following. They sailed in the summer, now far spent, to Denmark, where they lay in wait for merchant-ships, and plundered when they got the chance.

References

  1. mead-cask: Probably refers to a little box or casket and not a mead-cask.Evans, David A.H.. Four Philological Notes (p. 356)
  2. We have stolen the goodman's property without his knowing thereof: "What is significant in the passage is that the verb ræna 'to rob', used up to this point to describe the open activity of plundering, is suddenly replaced by the verb stela 'to steal', implying a shameful activity that compromises the perpetrator. There is clearly a fundamental difference in Egill's mind between an open seizure and a clandestine theft of which the owner is un-aware. A more forthright approach to larceny is required to assuage Egill's conscience." Andersson, Theodore M. The Thief in Beowulf. (p. 498).

Kafli 46

Þórólfur og Egill bjuggu um sumarið langskip og fengu manna til og fóru um sumarið í Austurveg og herjuðu þar. Fengu þeir of fjár og áttu orustur margar og héldu um sumarið í Kúrland og lágu þar við land um hríð. Þeir lögðu við landsmenn hálfs mánaðar frið og höfðu kaupstefnu við þá. En er friði var lokið þá tóku þeir að herja. En landsmenn höfðu þá fyrir safnast á landinu. Þeir Þórólfur lögðu að í ýmsum stöðum þar sem þeim þótti vænst.

Einn dag lögðu þeir að við árós nokkurn og var þar mörk mikil þegar á landið upp. Þeir réðu þar til uppgöngu. Liði var skipt í sundur og tólf menn saman í sveit. Þeir gengu yfir skóginn og var það ekki langt áður þar tók byggðin til og var þá heldur þunnbýlt fyrst. Víkingar tóku þegar að ræna og drepa menn en liðið flýði allt undan. Gengu þar skógar milli byggðanna. En er þeir fengu enga viðtöku þá dreifðu þeir liðinu og fóru þá sveitum. En er leið á daginn þá lét Þórólfur blása liðinu til ofangöngu. Sneru menn þá aftur á skóginn hvar sem þeir voru staddir. En svo framt mátti kanna liðið sem þeir komu til skipanna. En er þeir rannsökuðu þá var Egill eigi ofan kominn og sveit hans. En þá tók að myrkva af nótt og þóttust þeir þá ekki leita mega.

Egill hafði þá gengið yfir skóg nokkurn og tólf menn með honum og sá þá sléttur miklar og byggð víða. Bær mikill stóð nær þeim og eigi langt frá skóginum. Þeir stefndu til bæjarins. En er þeir komu þar hljópu þeir inn í hús, urðu þar ekki við menn varir en tóku þar fé allt það er laust var. Þar voru mörg hús að kanna og dvaldist þeim heldur. En er þeir komu út og sneru frá bænum þá var lið komið milli þeirra og skógarins og sótti það móti þeim.

Skíðgarður var hár frá bænum til skógarins. Mælti Egill að þeir skyldu þar fara fram sem eigi mætti öllum megin að þeim ganga. Þeir gerðu svo. Gekk Egill fyrstur en síðan hver svo nær öðrum að ekki mátti skilja þá. Kúrir skutu að þeim en gengu ekki í höggorustu við þá. Þeir Egill fundu eigi fyrr, er þeir gengu með garðinum, en garður gekk á aðra hönd þeim og gerðist þar mjótt í milli þar til er lykkja varð á og mátti eigi fram komast. Kúrir sóttu eftir þeim í kvína en sumir sóttu utan að og lögðu spjótum og sverðum í gegnum garðana en sumir báru klæði á vopn þeirra. Urðu þeir sárir og því næst handteknir og allir bundnir, leiddir svo heim til bæjarins.

Maður sá er bæ þann átti var ríkur og auðigur. Hann átti son roskinn. Síðan var um rætt hvað við þá skyldi gera. Sagði bóndi að honum þótti það ráð að drepinn væri hver á fætur öðrum. Bóndason sagði að þá gerði myrkt af nótt og mætti þá enga skemmtan af hafa að kvelja þá. Bað hann láta bíða morguns. Var þeim þá skotið í hús eitt og bundnir rammlega. Egill var bundinn við staf einn, bæði hendur og fætur. Síðan var húsið læst rammlega en Kúrir gengu inn í stofu og mötuðust og voru allkátir og drukku. Egill færðist við og treysti stafinn til þess er upp losnaði úr gólfinu. Síðan féll stafurinn. Smeygðist Egill þá af stafnum. Síðan leysti hann hendur sínar með tönnum. En er hendur hans voru lausar leysti hann bönd af fótum sér. Síðan leysti hann félaga sína.

En er þeir voru allir lausir leituðust þeir um í húsin hvar líkast var út að komast. Húsið var gert að veggjum af timburstokkum stórum en í annan enda hússins var skjaldþili flatt. Hljópu þeir þar að og brutu þilið. Var þar hús annað er þeir komu í. Voru þar og timburveggir um.

Þá heyrðu þeir mannamál undir fætur sér niður. Leituðust þeir þá um og fundu hurð í gólfinu. Luku þeir þar upp. Var þar undir gröf djúp. Heyrðu þeir þangað mannamál. Síðan spurði Egill hvað manna þar væri. Sá nefndist Áki er við hann mælti. Egill spurði ef hann vildi upp úr gröfinni. Áki segir að þeir vildu það gjarna. Síðan létu þeir Egill síga festi ofan í gröfina, þá er þeir voru bundnir með, og drógu þar upp þrjá menn.

Áki sagði að það voru synir hans tveir og þeir voru menn danskir, höfðu þar orðið herteknir hið fyrra sumar. „Var eg,“ sagði hann, „vel haldinn í vetur. Hafði eg mjög fjárvarðveislur búanda en sveinarnir voru þjáðir og undu þeir illa. Í vor réðum vér til og hlupum á brott og urðum síðan fundnir. Vorum vér þá hér settir í gröf þessa.“

„Þér mun hér kunnigt um húsaskipan,“ segir Egill, „hvar er oss vænst á brott að komast?“

Áki sagði að þar var annað skjaldþili „brjótið þér það upp. Munuð þér þá koma fram í kornhlöðu en þar má út ganga sem vill.“

Þeir Egill gerðu svo, brutu upp þilið, gengu síðan í hlöðuna og þaðan út. Niðamyrkur var á. Þá mæltu þeir förunautar að þeir skyldu skunda á skóginn.

Egill mælti við Áka: „Ef þér eru hér kunnig híbýli þá muntu vísa oss til féfanga nokkurra.“

Áki segir að eigi mundi þar skorta lausafé „hér er loft mikið er bóndi sefur í. Þar skortir eigi vopn inni.“

Egill bað þá þangað fara til loftsins. En er þeir komu upp í riðið þá sáu þeir að loftið var opið. Var þar ljós inni og þjónustumenn og bjuggu rekkjur manna. Egill bað þá suma úti vera og gæta að engi kæmist út. Egill hljóp inn í loftið, greip þar vopn, því að þau skorti þar eigi inni, drápu þar menn alla þá er þar voru inni. Þeir tóku sér allir alvæpni. Áki gekk til þar er hlemmur var í gólfþilinu og lauk upp, mælti að þeir skyldu þar ofan ganga í undirskemmuna. Þeir tóku sér ljós og gengu þangað. Voru þar féhirslur bónda og gripir góðir og silfur mikið. Tóku menn sér þar byrðar og báru út. Egill tók undir hönd sér mjöðdrekku[1] eina vel mikla og bar undir hendi sér. Fóru þeir þá til skógar.

En er þeir komu í skóginn þá nam Egill stað og mælti: „Þessi ferð er allill og eigi hermannleg. Vér höfum stolið fé bónda svo að hann veit ekki til. [2] Skal oss aldregi þá skömm henda. Förum nú aftur til bæjarins og látum þá vita hvað títt er.“

Allir mæltu því í mót, sögðu að þeir vildu fara til skips. Egill setur niður mjöðdrekkuna. Síðan hefur hann á rás og rann til bæjarins. En er hann kom heim til bæjarins þá sá hann að þjónustusveinar gengu frá eldaskála með skutildiska og báru inn í stofuna. Egill sá að í eldahúsinu var eldur mikill og katlar yfir. Gekk hann þangað til. Þar höfðu verið stokkar stórir fluttir heim og svo eldar gervir sem þar er siðvenja til, að eldinn skal leggja í stokksendann og brennur svo stokkurinn. Egill greip upp stokkinn og bar heim til stofunnar og skaut þeim endanum er logaði upp undir ufsina og svo upp í næfrina. Eldurinn las skjótt tróðviðinn. En þeir er við drykkjuna sátu fundu eigi fyrr en loginn stóð inn um ræfrið. Hljópu menn þá til dyranna en þar var ekki greiðfært út, bæði fyrir viðunum, svo það að Egill varði dyrnar. Felldi hann menn bæði í dyrunum og úti fyrir dyrunum. En það var svipstund ein áður stofan brann svo að hún féll ofan. Týndist þar lið allt er þar var inni en Egill gekk aftur til skógarins, fann þar förunauta sína. Fara þá allir saman til skips. Sagði Egill að mjöðdrekku þá vill hann hafa að afnámsfé, er hann fór með, en hún var reyndar full af silfri.

Þeir Þórólfur urðu allfegnir er Egill kom ofan. Héldu þeir þá þegar frá landi er morgnaði. Áki og þeir feðgar voru í sveit Egils. Þeir sigldu um sumarið er á leið til Danmarkar og lágu þar enn fyrir á kaupskipum og rændu þar er þeir komust við.

Tilvísanir

  1. mjöðdrekka: Probably refers to a little box or casket and not a mead-cask. Evans, David A.H.. Four Philological Notes (s. 356)
  2. Vér höfum stolið fé bónda svo að hann veit ekki til: "What is significant in the passage is that the verb ræna 'to rob', used up to this point to describe the open activity of plundering, is suddenly replaced by the verb stela 'to steal', implying a shameful activity that compromises the perpetrator. There is clearly a fundamental difference in Egill's mind between an open seizure and a clandestine theft of which the owner is un-aware. A more forthright approach to larceny is required to assuage Egill's conscience." Andersson, Theodore M. The Thief in Beowulf. (s. 498).

Links