Egla, 54

From WikiSaga
Revision as of 12:34, 9 June 2016 by Barbora (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 54

The fall of Thorolf

King Athelstan[1] had passed the night before in the town whereof mention was made above, and there he heard rumour that there had been fighting on the heath. At once he and all the host made ready and marched northwards to the heath. There they learnt all the tidings clearly, how that battle had gone. Then the brothers Thorolf and Egil came to meet the king. He thanked them much for their brave advance, and the victory they had won; he promised them his hearty friendship. They all remained together for the night.

No sooner did day dawn than Athelstan waked up his army. He held conference with his captains, and told them how his forces should be arranged. His own division he first arranged, and in the van thereof he set those companies that were the smartest.

Then he said that Egil should command these: 'But Thorolf,' said he, 'shall be with his own men and such others as I add thereto. This force shall be opposed to that part of the enemy which is loose and not in set array, for the Scots are ever loose in array; they run to and fro, and dash forward here and there. Often they prove dangerous if men be not wary, but they are unsteady in the field if boldly faced.'

Egil answered the king: 'I will not that I and Thorolf be parted in the battle; rather to me it seems well that we two be placed there where is like to be most need and hardest fighting.'

Thorolf said, 'Leave we the king to rule where he will place us, serve we him as he likes best. I will, if you wish it, change places with you.'

Egil said, 'Brother, you will have your way; but this separation I shall often rue.'

After this they formed in the divisions as the king had arranged, and the standards were raised. The king's division stood on the plain towards the river; Thorolf's division moved on the higher ground beside the wood. King Olaf drew up his forces when he saw king Athelstan had done so. He also made two divisions; and his own standard, and the division that himself commanded, he opposed to king Athelstan and his division. Either had a large army, there was no difference on the score of numbers. But king Olaf's second division moved near the wood against the force under Thorolf. The commanders thereof were Scotch earls, the men mostly Scots; and it was a great multitude.

And now the armies closed, and soon the battle waxed fierce. Thorolf pressed eagerly forward, causing his standard to be borne onwards along the woodside; he thought to go so far forward as to turn upon the Scotch king's division behind their shields. His own men held their shields before them; they trusted to the wood which was on their right to cover that side. So far in advance went Thorolf that few of his men were before him. But just when he was least on his guard, out leapt from the wood earl Adils and his followers. They thrust at Thorolf at once with many halberds, and there by the wood he fell.[2] But Thorfid, who bore the standard, drew back to where the men stood thicker. Adils now attacked them, and a fierce contest was there. The Scots shouted a shout of victory, as having slain the enemy's chieftain.

This shout when Egil heard, and saw Thorolf's standard going back, he felt sure that Thorolf himself would not be with it. So he bounded thither over the space between the two divisions. Full soon learnt he the tidings of what was done, when he came to his men. Then did he keenly spur them on to the charge, himself foremost in the van. He had in his hand his sword Adder. Forward Egil pressed, and hewed on either hand of him, felling many men. Thorfid bore the standard close after him, behind the standard followed the rest. Right sharp was the conflict there. Egil went forward till he met earl Adils. Few blows did they exchange ere earl Adils fell, and many men around him. But after the earl's death his followers fled. Egil and his force pursued, and slew all whom they overtook; no need there to beg quarter. Nor stood those Scotch earls long, when they saw the others their fellows fly; but at once they took to their heels.

Whereupon Egil and his men made for where king Olaf's division was, and coming on them behind their shields soon wrought great havoc. The division wavered, and broke up. Many of king Olaf's men then fled, and the Norsemen shouted a shout of victory.

But when king Athelstan perceived king Olaf's division beginning to break, he then spurred on his force, and bade his standard advance. A fierce onset was made, so that king Olaf's force recoiled, and there was a great slaughter. King Olaf fell there, and the greater part of the force which he had had, for of those who turned to fly all who were overtaken were slain. Thus king Athelstan gained a signal victory.

References

  1. King Athelstan: "While entirely deprecating any conclusions as to the authority of Ingulf, in whose writings this English tradition is preserved, or insistence on the accuracy of the Egils saga, it would seem that with two independent accounts of an English battle corresponding so strangely as to preclude the idea of independent invention, we have at least primâ-facie case for considering the two as referring to the identical historical event, if not also the leader whose sword turned the fortunes of the battle." Whistler, Chas. W.. Brunanburh and Vinheith in Ingulf‘s Chronicle and Egil’s Saga (p. 67).
  2. by the wood he fell: "Egils saga is perfectly clear in its composition". The only innovation ... is a departure from the one-climax principle in favor of a dual structure with two climaxes, Thórólfr’s death and Egill’s break with Erik." Andersson, Theodore M.. The Icelandic Family Saga, (p. 109).

Kafli 54

Fall Þórólfs

Aðalsteinn konungur[1] hafði verið áður hina næstu nótt í borg þeirri er fyrr var frá sagt og þar spurði hann að bardagi hafði verið á heiðinni, bjóst þá þegar og allur herinn og sótti norður á heiðina, spurði þá öll tíðindi glögglega hvernig orusta sú hafði farið. Komu þá til fundar við konung þeir bræður Þórólfur og Egill. Þakkaði hann þeim vel framgöngu sína og sigur þann er þeir höfðu unnið, hét þeim vináttu sinni fullkominni. Dvöldust þeir þar allir samt um nóttina.

Aðalsteinn konungur vakti upp her sinn þegar um morguninn árdegis. Hann átti tal við höfðingja sína og sagði hver skipun vera skyldi fyrir liði hans. Skipaði hann fylking sína fyrst og þá setti hann í brjósti þeirrar fylkingar sveitir þær er snarpastar voru. Þá mælti hann að fyrir því liði skyldi vera Egill. „En Þórólfur,“ sagði hann, „skal vera með liði sínu og öðru því liði er eg set þar. Skal sú vera önnur fylking í liði voru er hann skal vera höfðingi fyrir því að Skotar eru jafnan lausir í fylkingu, hlaupa þeir til og frá og koma í ýmsum stöðum fram. Verða þeir oft skeinusamir ef menn varast eigi en eru lausir á velli ef við þeim er horft.“

Egill svaraði konungi: „Ekki vil eg að við Þórólfur skiljumst í orustu en vel þykir mér að okkur sé þar skipað er mest þykir þurfa og harðast er fyrir.“

Þórólfur mælti: „Látum við konung ráða hvað hann vill okkur skipa. Veitum honum svo að honum líki. Mun eg vera heldur ef þú vilt þar er þér er skipað.“

Egill segir: „Þér munuð nú ráða en þessa skiptis mun eg oft iðrast.“

Gengu menn þá í fylkingar svo sem konungur hafði skipað og voru sett upp merki. Stóð konungs fylking á víðlendið til árinnar en Þórólfs fylking fór hið efra með skóginum.

Ólafur konungur tók þá að fylkja liði sínu þá er hann sá að Aðalsteinn hafði fylkt. Hann gerði og tvær fylkingar og lét hann fara sitt merki og þá fylking er hann réð sjálfur fyrir móti Aðalsteini konungi og hans fylking. Höfðu þá hvorirtveggju her svo mikinn að engi var munur hvorir fjölmennri voru, en önnur fylking Ólafs konungs fór nær skóginum móti liði því er Þórólfur réð fyrir. Voru þar höfðingjar jarlar skoskir. Voru það Skotar flest og var það fjölmenni mikið.

Síðan gengust á fylkingar og varð þar brátt orusta mikil. Þórólfur sótti fram hart og lét bera merki sitt fram með skóginum og ætlaði þar svo fram að ganga að hann kæmi í opna skjöldu konungs fylkinginni. Höfðu þeir skjölduna fyrir sér en skógurinn var til hægra vegs. Létu þeir hann þar hlífa. Þórólfur gekk svo fram að fáir voru menn hans fyrir honum en þá er hann varði minnst þá hlaupa þar úr skóginum Aðils jarl og sveit sú er honum fylgdi, lögðu þegar mörgum kesjum senn á Þórólfi og féll hann þar við skóginn[2] en Þorfinnur er merkið bar hopaði aftur þar er liðið stóð þykkra en Aðils sótti þá að þeim og var þar þá orusta mikil. Æptu Skotar þá siguróp er þeir höfðu felldan höfðingjann.

En er Egill heyrði óp það og sá að merki Þórólfs fór á hæl þá þóttist hann vita að Þórólfur mundi eigi sjálfur fylgja. Síðan hleypur hann til þangað fram í milli fylkinganna. Hann varð skjótt var þeirra tíðinda er þar voru orðin þegar hann fann sína menn. Hann eggjar þá liðið mjög til framgöngu. Var hann fremstur í brjóstinu. Hann hafði sverðið Naður í hendi. Hann sótti þá fram og hjó til beggja handa og felldi marga menn. Þorfinnur bar merkið þegar eftir honum en annað lið fylgdi merkinu. Var þar hin snarpasta orusta. Egill gekk fram til þess er hann mætti Aðisli jarli. Áttust þeir fá högg við áður Aðils jarl féll og margt manna um hann en eftir fall hans þá flýði lið það er honum hafði fylgt. En Egill og hans lið fylgdu þeim og drápu allt það er þeir náðu því að ekki þurfti þá griða að biðja. En jarlar þeir hinir skosku stóðu þá ekki lengi þegar er þeir sáu að aðrir flýðu þeirra félagar, tóku þegar á rás undan.

En þeir Egill stefndu þá þar til er var konungs fylkingin og komu þá í opna skjöldu og gerðu þar brátt mikið mannfall. Riðlaðist þá fylkingin og losnaði öll. Flýðu þá margir af Ólafs mönnum en víkingar æptu þá siguróp. En er Aðalsteinn konungur þóttist finna að rofna tók fylking Ólafs konungs þá eggjaði hann lið sitt og lét fram bera merki, gerði þá atgöngu harða svo að hrökk fyrir lið Ólafs og gerðist allmikið mannfall. Féll þar Ólafur konungur og mestur hluti liðs þess er Ólafur hafði haft því að þeir er á flótta snerust voru allir drepnir er náð varð. Fékk Aðalsteinn konungur þar allmikinn sigur.



Tilvísanir

  1. Aðalsteinn konungur: "While entirely deprecating any conclusions as to the authority of Ingulf, in whose writings this English tradition is preserved, or insistence on the accuracy of the Egils saga, it would seem that with two independent accounts of an English battle corresponding so strangely as to preclude the idea of independent invention, we have at least primâ-facie case for considering the two as referring to the identical historical event, if not also the leader whose sword turned the fortunes of the battle." Whistler, Chas. W.. Brunanburh and Vinheith in Ingulf‘s Chronicle and Egil’s Saga (s. 67).
  2. féll hann þar við skóginn: "Egils saga is perfectly clear in its composition". The only innovation ... is a departure from the one-climax principle in favor of a dual structure with two climaxes, Thórólfr’s death and Egill’s break with Erik." Andersson, Theodore M.. The Icelandic Family Saga, (s. 109).

Links