Egla, 71

From WikiSaga
Revision as of 11:35, 23 May 2016 by Barbora (talk | contribs)
Jump to navigationJump to search


Chapter 71

Of Arinbjorn's harrying

Arinbjorn stayed at home on his estate that winter, but in the next spring he let it be known that he meant to go a-freebooting. Arinbjorn had good choice of ships. He made ready in the spring three war-ships, all large, and he had three hundred men. His house-carles he had on his own ship, which was excellently equipt; he had also with him many landowners' sons. Egil settled to go with him; he steered a ship, and with him went many of the comrades whom he brought from Iceland. But the merchant-ship which he brought from Iceland he caused to be moved eastwards to Vik, getting some men there to dispose of the cargo.

But Arinbjorn and Egil with the war-ships held a southward course along the coast; then took their force still southwards to Saxland, where they harried in the summer and got wealth. As autumn came on they came back northward harrying, and lay off Friesland. One night when the weather was calm they went up a large river-mouth, where was bad harbourage, and the ebb of the tide was great. There up on land were wide flats with woods hard by. The fields were soaked because there had been much rain. They resolved to go up there, and left behind a third of their force to guard the ships. They followed up the river, keeping between it and the woods. Soon they came to a hamlet where dwelt several peasants. The people ran out of the hamlet into the fields, such as could do so, when they perceived the enemy, but the freebooters pursued them. Then they came to a second village, and a third; all the people fled before them. The land was level, flat fields everywhere, intersected by dykes full of water. By these the corn-lands or meadows were enclosed; in some places large stakes were set, and over the dyke, where men should go, were bridges and planks laid. The country folk fled to the forest. But when the freebooters had gone far into the settled parts, the Frisians gathered them in the woods, and when they had assembled three hundred men, they went against the freebooters resolved to give them battle. There was then some hard fighting; but the end was that the Frisians fled and the freebooters pursued the fugitives. The peasants that escaped were scattered far and wide, and so were their pursuers. Thus it happened that on either side few kept together.

Egil was hotly pursuing, and a few with him, after a numerous company that fled. The Frisians came to a dyke, over which they went, and then drew away the bridge. Then came up Egil and his men on the other bank. Egil at once went at the dyke and leapt it, but it was no leap for other men, and no one tried it. But when the Frisians saw that but one man was following, they turned back and attacked him, but he defended himself well, and used the dyke to cover him behind so that they could not attack him on all sides. Eleven men set on him, but the end of their encounter was that he slew them all. After that Egil pushed out the bridge over the dyke, and crossed it back again. He then saw that all his people had turned back to the ships. He was then near the wood, and he now went along the wood towards the ships so that he had the choice of the wood if he needed its shelter. The freebooters had brought down to the shore much booty and cattle. And when they came to the ships, some slaughtered the cattle, some carried out the plunder to the ships, some stood higher up and formed a shield-burgh; for the Frisians were come down in great force and were shooting at them, being also in battle array. And when Egil came down and saw how matters stood, he ran at full speed right at the throng. His halberd he held before him grasped in both hands, and slung his shield behind his back. He thrust forward his halberd, and all before him started aside, and so gat he a passage right through their ranks. Thus he dashed down to his men, who looked on him as recovered from the dead.

Then they went on ship-board, and loosed from land. They sailed then to Denmark. And when they came to Lima-firth and lay at Hals, Arinbjorn held a meeting of his men, and laid before them his plans. 'Now will I,' said he, 'go seek Eric's sons with such force as will follow me. I have now learnt that the brothers are in Denmark here, and maintain a large following, and spend the summers in harrying, but for the winters abide here in Denmark. I now give leave to all to go to Norway who would rather do that than follow me. For you, Egil, methinks, the best counsel is that, as soon as we part, you return to Norway, and then on with all speed to Iceland.'

Then the men separated to their several ships. Those who wished to go back to Norway joined Egil, but by far the larger part of the force followed Arinbjorn. Arinbjorn and Egil parted in love and friendship. Arinbjorn went to seek Eric's sons, and joined the company of Harold Gray-fell his foster-son, and was with him henceforth so long as they both lived.

Egil went northwards to Vik, and into Osloar-firth. There was his merchant ship which he had caused to be moved thither in the spring. There were also his cargo and the men who had gone with the ship. Thorstein Thora's son came to seek Egil, and asked him and such men as he would bring to stay with him that winter. Egil accepted the offer, had his ship set up and the cargo safely bestowed. Of his followers some got quarters there, some went to their several homes in the north. Egil in a company of ten or twelve went to Thorstein's, and remained there for the winter an honoured guest.

References


Kafli 71

Arinbjörn var þenna vetur heima að búum sínum en eftir um vorið lýsti hann yfir því að hann ætlar að fara í víking. Arinbjörn hafði skipakost góðan. Bjó hann um vorið þrjú langskip og öll stór. Hann hafði þrjú hundruð manna. Hafði hann húskarla á skipi sínu og var það allvel skipað. Hann hafði og marga bóndasonu með sér. Egill réðst til farar með honum. Stýrði hann skipi og fór með honum margt af föruneyti því er hann hafði haft með sér af Íslandi. En kaupskip það er Egill hafði haft af Íslandi lét hann flytja austur í Vík. Fékk hann þar manna til að fara með varnað sinn. En þeir Arinbjörn og Egill héldu langskipunum suður með landi. Síðan stefndu þeir liðinu suður til Saxlands og herjuðu þar um sumarið og fengu sér fé. En er hausta tók herjuðu þeir norður aftur og lágu við Frísland.

Einhverja nótt þá er veður var kyrrt lögðu þeir upp í móðu eina þar er illt var til hafna og útfiri mikil. Þar voru á land upp sléttur miklar og skammt til skógar. Þar voru vellir blautir því að regn höfðu verið mikil.

Þar réðu þeir til uppgöngu og létu eftir þriðjung liðs að gæta skipa. Þeir gengu upp með ánni, milli og skógarins. Þá varð brátt fyrir þeim þorp eitt og byggðu þar margir bændur. Liðið rann úr þorpinu á landið þar er mátti þegar er vart varð við herinn en víkingar sóttu eftir þeim. Var þá síðan annað þorp og hið þriðja. Liðið flýði allt það er því kom við. Þar var jafnlendi og sléttur miklar. Díki voru skorin víða um landið og stóð í vatn. Höfðu þeir lukt um akra sína og eng en í sumum stöðum voru settir staurar stórir yfir díkin þar er fara skyldi. Voru brúar og lagðir yfir viðir. Landsfólkið flýði í mörkina.

En er víkingar voru komnir langt í byggðina þá söfnuðust Frísir saman í skóginum og er þeir höfðu aukin þrjú hundruð manna þá stefna þeir í móti víkingum og ráða til orustu við þá. Varð þar harður bardagi en svo lauk að Frísir flýðu en víkingar ráku flóttann. Dreifðist bæjarliðið víðs vegar, það er undan fór. Gerðu þeir og svo er eftir fóru. Kom þá svo að fáir fóru hvorir saman.

Egill sótti þá hart eftir þeim og fáir menn með honum en mjög margir fóru undan. Komu Frísir þar að er díki var fyrir þeim og fóru þar yfir. Síðan tóku þeir af bryggjuna. Þá koma þeir Egill að öðrum megin. Réð Egill þegar til og hljóp yfir díkið en það var ekki annarra manna hlaup enda réð og engi til. Og er Frísir sáu það þá sækja þeir að honum en hann varðist. Þá sóttu að honum ellefu menn en svo lauk þeirra viðskiptum að hann felldi þá alla. Eftir það skaut Egill yfir brúnni og fór þá aftur yfir díkið. Sá hann þá að lið þeirra allt hafði snúið til skipanna. Hann var þá staddur nær skóginum. Síðan fór Egill fram með skóginum og svo til skipanna að hann átti kost skógarins ef hann þyrfti.

Víkingar höfðu haft mikið herfang ofan og strandhögg og er þeir komu til skipanna hjuggu sumir búféið, sumir fluttu út á skipin fén þeirra, sumir stóðu fyrir ofan í skjaldborg því að Frísir voru ofan komnir og höfðu mikið lið og skutu á þá. Höfðu Frísir þá aðra fylking. Og er Egill kom ofan og hann sá hvað títt var þá rann hann að sem snarast þar sem múginn stóð. Hafði hann kesjuna fyrir sér og tók hana tveim höndum en kastaði skildinum á bak sér. Hann lagði fram kesjunni og stökk frá allt það er fyrir stóð og gafst honum svo rúm fram í gegnum fylkingina. Sótti hann svo ofan til manna sinna. Þóttust þeir hafa hann úr helju heimtan.

Ganga þeir síðan á skip sín og héldu brott frá landi. Sigldu þeir þá til Danmerkur. Og er þeir koma til Limafjarðar og lágu að Hálsi þá átti Arinbjörn húsþing við lið sitt og sagði mönnum fyrirætlan sína: „Nú mun eg,“ segir hann, „leita á fund Eiríkssona við lið það er mér vill fylgja. Eg hefi nú spurt að þeir bræður eru hér í Danmörku og halda sveitir stórar og eru á sumrum í hernaði en sitja á vetrum hér í Danmörk. Vil eg nú gefa leyfi öllum mönnum að fara til Noregs þeim er það vilja heldur en fylgja mér. Sýnist mér það ráð Egill að þú snúir aftur til Noregs og leitir enn sem bráðast til Íslands út þegar við skiljumst.“

Síðan skiptust menn á skipunum. Réðust þeir til Egils er aftur vildu fara til Noregs en hitt var meiri hluti liðs miklu er fylgdi Arinbirni. Skildust þeir Arinbjörn og Egill með blíðu og vináttu. Fór Arinbjörn á fund Eiríkssona og í sveit með Haraldi gráfeld fóstursyni sínum og var síðan með honum meðan þeir lifðu báðir.

Egill fór norður í Víkina og hélt inn í Óslóarfjörð. Var þar fyrir kaupskip hans það er hann hafði látið flytja suður um vorið. Þar var og varnaður hans og sveitungar þeir er með skipinu höfðu farið.

Þorsteinn Þóruson kom á fund Egils og bauð honum með sér að vera um veturinn og þeim mönnum er hann vildi með sér hafa. Egill þekktist það, lét upp setja skip sín og færa varnað til staðar. En lið það er honum fylgdi vistaðist þar sumt en sumir fóru norður í land þar er þeir áttu heimili. Egill fer til Þorsteins og voru þar saman tíu eða tólf. Var Egill þar um veturinn í góðum fagnaði.


Tilvísanir

Links