Egla, 77: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
(Created page with "{{Egla_TOC}} ==Chapter 1== ==Kafli 1== <ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)</ref> ==References== <references /> ==Links== [[Category:Eg...")
 
No edit summary
Line 3: Line 3:




==Chapter 1==
==Chapter 77==
 
==Kafli 77==
 
'''Þeir Egill drápu hálfan þriðja tug manna'''
 
Egill fór til þess er hann kom til Álfs og var þar um nótt í góðum beinleika. Eftir um morguninn stóð hann upp fyrir dag, bjóst þá til ferðar. Og er þeir sátu yfir dagverði þá kom þar Álfur bóndi. Hann mælti: „Snemma búist þér Egill en hitt mundi mitt ráð að hrapa ekki ferðinni, sjást heldur fyrir því að eg ætla að menn muni settir fyrir yður á skóginn. Eg hefi ekki menn til að fá þér til fylgdar svo að þér sé styrkur að en það vil eg bjóða að þú dveljist hér með mér þar til er eg kann það segja þér að fært mun um skóginn.“
 
Egill segir: „Það mun ekki nema hégómi einn. Mun eg fara veg minn sem eg hefi áður ætlað.“
 
Þeir Egill bjuggust til farar en Álfur latti og bað hann aftur fara ef hann yrði var við að vegurinn væri troðinn, sagði að þar hefði engi maður farið yfir skóginn austan síðan er Egill fór austur „nema þessir hafi farið er mér er von að yður vilji finna.“
 
„Hvað ætlar þú hversu margir þeir muni vera ef svo er sem þér segið? Ekki erum vér uppnæmir þótt nokkur sé liðsmunur.“
 
Hann segir: „Eg var farinn fram til skógarins og húskarlar mínir með mér og komum við á mannafar og lá sú slóð fram á skóginn og mundu þeir hafa verið margir saman. En ef þú trúir eigi því er eg segi þér þá far þangað og sjá slóðina en snú aftur ef þér sýnist sem eg segi þér.“
 
Egill fór sína leið. Og er þeir komu á veginn þann er á skóginn lá þá sáu þeir þar bæði manna spor og hrossa. Þá mæltu förunautar Egils að þeir skyldu aftur hverfa.
 
„Fara munum vér,“ sagði Egill, „þykir mér það ekki undarlegt þótt menn hafi farið um Eiðaskóg því að það er alþýðuleið.“
 
Síðan fóru þeir og hélst ferillinn, og var þá fjöldi spora, og er þeir koma þar er leiðir skildi þá skildi og slóðina og var þá jafnmikil í hvorn stað.
 
Þá mælti Egill: „Nú þykir mér vera mega að Álfur hafi satt sagt. Skulum vér nú búast um svo sem oss sé von að fundur vor muni verða.“
 
Síðan kasta þeir Egill af sér skikkjum og öllum lausaklæðum. Leggja þeir það í sleða. Egill hafði haft í sleða sínum bastlínu mjög mikla því að það er siður manna er aka langar leiðir og hafa með sér lausataugar ef að reiða þarf að gera. Egill tók hellustein mikinn og lagði fyrir brjóst sér og kviðinn. Síðan rábenti hann þar að tauginni og vafði henni sívafi og bjó svo allt upp um herðarnar.
 
Eiðaskógur er á þann veg að mörk er stór allt að byggðinni hvorritveggju en um miðjan skóginn er víða smáviði og kjörr en sumstaðar skóglaust með öllu.
 
Þeir Egill sneru leið hina skemmri er yfir hálsinn lá. Allir höfðu þeir skjöldu og hjálma og höggvopn og lagvopn. Egill fór fyrir. Og er þeir fóru að hálsinum þá var þar undir niðri skógur en skóglaust uppi á klifinu.
 
En er þeir voru komnir upp í klifið þá hljópu sjö menn úr skóginum og upp í kleifina eftir þeim og skutu að þeim. Þeir Egill snerust við og stóðu þeir jafnfram um þvera götuna. Þá komu aðrir menn ofan að þeim á hamarinn og grýttu þeir þaðan á þá og var þeim það miklu hættara.
 
Þá mælti Egill: „Nú skuluð þér fara á hæli undan í kleifina og hlífast sem þér megið en eg mun leita upp á bergið.“
 
Þeir gerðu svo. Og er Egill kom upp úr klifinu þá voru þar fyrir átta menn og gengu allir senn að honum og sóttu hann. En ekki er að segja frá höggva viðskiptum, svo lauk að hann felldi þá alla. Síðan gekk hann á bergið fram og bar ofan grjót og stóð þar ekki við. Lágu þar eftir þrír hinir vermsku en fjórir komust í skóginn og voru þeir sárir og barðir.
 
Síðan tóku þeir Egill hesta sína og fóru fram á leið til þess er þeir komu yfir hálsinn. En þeir hinir vermsku er undan höfðu komist gerðu njósn félögum sínum þeim er við fenin voru. Stefndu þeir þá fram hina neðri leiðina og svo fram fyrir þá Egil á veginn.
 
Þá sagði Úlfur félögum sínum: „Nú skulum vér fara að ráðum við þá, stilla svo til að þeir nái eigi að renna. Hér er þannig til farið,“ segir hann, „að leiðin liggur fram með hálsinum en feninu víkur að upp og er þar hamar fyrir ofan en brautin liggur þar fram í milli og er eigi breiðari en götubreidd. Skulu sumir fara fram um hamarinn og taka við þeim ef þeir vilja fram en sumir skulu leynast hér í skóginum og hlaupa síðan á bak þeim er þeir koma fram um. Gætum svo til að engi komist undan.“
 
Þeir gerðu svo sem Úlfur mælti. Fór Úlfur fram um bergið og tíu menn með honum.
 
Þeir Egill fara sína leið og vissu ekki til þessar ráðagerðar fyrr en þeir komu í einstigið. Þá hljópu þar menn á bak þeim og báru þegar vopn á þá. Þeir Egill snerust í móti og vörðust. Nú drífa og menn að þeim, þeir er verið höfðu fyrir framan hamarinn, og er Egill sá það snerist hann í mót þeim. Var þar skammt höggva í millum og felldi Egill þar suma í götunni en sumir hurfu aftur þar er jafnlendið var meira. Egill sótti þá eftir þeim. Þar féll Úlfur og að lyktum drap Egill þar einn ellefu menn. Síðan sótti hann þar til er förunautar hans vörðu götuna fyrir átta mönnum. Voru þar hvorirtveggju sárir. Og er Egill kom til þá flýðu þegar hinir vermsku en skógurinn var við sjálft. Komust þar undan fimm og allir sárir mjög en þrír féllu þar.
 
Egill hafði mörg sár og engi stór. Fóru þeir nú sína leið. Hann batt sár förunauta sinna og voru engi banvæn. Settust þeir þá í sleða og óku það er eftir var dagsins.
 
En þeir hinir vermsku er undan komust tóku hesta sína og drógust austur af skóginum til byggða. Voru þá bundin sár þeirra. Fá þeir sér föruneyti til þess er þeir komu á fund jarls og segja honum sínar ófarar. Þeir segja að hvortveggi Úlfur er fallinn og dauðir voru hálfur þriðji tugur manna „en fimm einir komust undan með lífi og þó þeir allir sárir og barðir.“
 
Jarl spurði hvað þá væri tíðinda um Egil og hans förunauta.
 
Þeir svöruðu: „Ógerla vissum vér hversu mjög þeir voru sárir en ærið djarflega sóttu þeir að oss. Þá er vér vorum átta en þeir fjórir, þá flýðum vér. Komust fimm á skóginn en þrír létust en eigi sáum vér annað en þeir Egill væru þá spánnýir.“
 
Jarl sagði að þeirra ferð var orðin hin versta „mundi eg kunna því að vér hefðum mannalát mikið ef þér hefðuð drepið þá Norðmennina en nú er þeir koma vestur af skóginum og segja þessi tíðindi Noregskonungi þá eigum vér af honum von hinna mestu afarkosta.“
 


==Kafli 1==


<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>
<ref>REFERENCE TEXT(Fræðigrein:[[PAGE NAME|DISPLAY AS]] OTHER INFO)</ref>

Revision as of 15:23, 8 November 2011


Chapter 77

Kafli 77

Þeir Egill drápu hálfan þriðja tug manna

Egill fór til þess er hann kom til Álfs og var þar um nótt í góðum beinleika. Eftir um morguninn stóð hann upp fyrir dag, bjóst þá til ferðar. Og er þeir sátu yfir dagverði þá kom þar Álfur bóndi. Hann mælti: „Snemma búist þér Egill en hitt mundi mitt ráð að hrapa ekki ferðinni, sjást heldur fyrir því að eg ætla að menn muni settir fyrir yður á skóginn. Eg hefi ekki menn til að fá þér til fylgdar svo að þér sé styrkur að en það vil eg bjóða að þú dveljist hér með mér þar til er eg kann það segja þér að fært mun um skóginn.“

Egill segir: „Það mun ekki nema hégómi einn. Mun eg fara veg minn sem eg hefi áður ætlað.“

Þeir Egill bjuggust til farar en Álfur latti og bað hann aftur fara ef hann yrði var við að vegurinn væri troðinn, sagði að þar hefði engi maður farið yfir skóginn austan síðan er Egill fór austur „nema þessir hafi farið er mér er von að yður vilji finna.“

„Hvað ætlar þú hversu margir þeir muni vera ef svo er sem þér segið? Ekki erum vér uppnæmir þótt nokkur sé liðsmunur.“

Hann segir: „Eg var farinn fram til skógarins og húskarlar mínir með mér og komum við á mannafar og lá sú slóð fram á skóginn og mundu þeir hafa verið margir saman. En ef þú trúir eigi því er eg segi þér þá far þangað og sjá slóðina en snú aftur ef þér sýnist sem eg segi þér.“

Egill fór sína leið. Og er þeir komu á veginn þann er á skóginn lá þá sáu þeir þar bæði manna spor og hrossa. Þá mæltu förunautar Egils að þeir skyldu aftur hverfa.

„Fara munum vér,“ sagði Egill, „þykir mér það ekki undarlegt þótt menn hafi farið um Eiðaskóg því að það er alþýðuleið.“

Síðan fóru þeir og hélst ferillinn, og var þá fjöldi spora, og er þeir koma þar er leiðir skildi þá skildi og slóðina og var þá jafnmikil í hvorn stað.

Þá mælti Egill: „Nú þykir mér vera mega að Álfur hafi satt sagt. Skulum vér nú búast um svo sem oss sé von að fundur vor muni verða.“

Síðan kasta þeir Egill af sér skikkjum og öllum lausaklæðum. Leggja þeir það í sleða. Egill hafði haft í sleða sínum bastlínu mjög mikla því að það er siður manna er aka langar leiðir og hafa með sér lausataugar ef að reiða þarf að gera. Egill tók hellustein mikinn og lagði fyrir brjóst sér og kviðinn. Síðan rábenti hann þar að tauginni og vafði henni sívafi og bjó svo allt upp um herðarnar.

Eiðaskógur er á þann veg að mörk er stór allt að byggðinni hvorritveggju en um miðjan skóginn er víða smáviði og kjörr en sumstaðar skóglaust með öllu.

Þeir Egill sneru leið hina skemmri er yfir hálsinn lá. Allir höfðu þeir skjöldu og hjálma og höggvopn og lagvopn. Egill fór fyrir. Og er þeir fóru að hálsinum þá var þar undir niðri skógur en skóglaust uppi á klifinu.

En er þeir voru komnir upp í klifið þá hljópu sjö menn úr skóginum og upp í kleifina eftir þeim og skutu að þeim. Þeir Egill snerust við og stóðu þeir jafnfram um þvera götuna. Þá komu aðrir menn ofan að þeim á hamarinn og grýttu þeir þaðan á þá og var þeim það miklu hættara.

Þá mælti Egill: „Nú skuluð þér fara á hæli undan í kleifina og hlífast sem þér megið en eg mun leita upp á bergið.“

Þeir gerðu svo. Og er Egill kom upp úr klifinu þá voru þar fyrir átta menn og gengu allir senn að honum og sóttu hann. En ekki er að segja frá höggva viðskiptum, svo lauk að hann felldi þá alla. Síðan gekk hann á bergið fram og bar ofan grjót og stóð þar ekki við. Lágu þar eftir þrír hinir vermsku en fjórir komust í skóginn og voru þeir sárir og barðir.

Síðan tóku þeir Egill hesta sína og fóru fram á leið til þess er þeir komu yfir hálsinn. En þeir hinir vermsku er undan höfðu komist gerðu njósn félögum sínum þeim er við fenin voru. Stefndu þeir þá fram hina neðri leiðina og svo fram fyrir þá Egil á veginn.

Þá sagði Úlfur félögum sínum: „Nú skulum vér fara að ráðum við þá, stilla svo til að þeir nái eigi að renna. Hér er þannig til farið,“ segir hann, „að leiðin liggur fram með hálsinum en feninu víkur að upp og er þar hamar fyrir ofan en brautin liggur þar fram í milli og er eigi breiðari en götubreidd. Skulu sumir fara fram um hamarinn og taka við þeim ef þeir vilja fram en sumir skulu leynast hér í skóginum og hlaupa síðan á bak þeim er þeir koma fram um. Gætum svo til að engi komist undan.“

Þeir gerðu svo sem Úlfur mælti. Fór Úlfur fram um bergið og tíu menn með honum.

Þeir Egill fara sína leið og vissu ekki til þessar ráðagerðar fyrr en þeir komu í einstigið. Þá hljópu þar menn á bak þeim og báru þegar vopn á þá. Þeir Egill snerust í móti og vörðust. Nú drífa og menn að þeim, þeir er verið höfðu fyrir framan hamarinn, og er Egill sá það snerist hann í mót þeim. Var þar skammt höggva í millum og felldi Egill þar suma í götunni en sumir hurfu aftur þar er jafnlendið var meira. Egill sótti þá eftir þeim. Þar féll Úlfur og að lyktum drap Egill þar einn ellefu menn. Síðan sótti hann þar til er förunautar hans vörðu götuna fyrir átta mönnum. Voru þar hvorirtveggju sárir. Og er Egill kom til þá flýðu þegar hinir vermsku en skógurinn var við sjálft. Komust þar undan fimm og allir sárir mjög en þrír féllu þar.

Egill hafði mörg sár og engi stór. Fóru þeir nú sína leið. Hann batt sár förunauta sinna og voru engi banvæn. Settust þeir þá í sleða og óku það er eftir var dagsins.

En þeir hinir vermsku er undan komust tóku hesta sína og drógust austur af skóginum til byggða. Voru þá bundin sár þeirra. Fá þeir sér föruneyti til þess er þeir komu á fund jarls og segja honum sínar ófarar. Þeir segja að hvortveggi Úlfur er fallinn og dauðir voru hálfur þriðji tugur manna „en fimm einir komust undan með lífi og þó þeir allir sárir og barðir.“

Jarl spurði hvað þá væri tíðinda um Egil og hans förunauta.

Þeir svöruðu: „Ógerla vissum vér hversu mjög þeir voru sárir en ærið djarflega sóttu þeir að oss. Þá er vér vorum átta en þeir fjórir, þá flýðum vér. Komust fimm á skóginn en þrír létust en eigi sáum vér annað en þeir Egill væru þá spánnýir.“

Jarl sagði að þeirra ferð var orðin hin versta „mundi eg kunna því að vér hefðum mannalát mikið ef þér hefðuð drepið þá Norðmennina en nú er þeir koma vestur af skóginum og segja þessi tíðindi Noregskonungi þá eigum vér af honum von hinna mestu afarkosta.“


[1]

References

  1. REFERENCE TEXT(Fræðigrein:DISPLAY AS OTHER INFO)

Links