Egla, 82

From WikiSaga
Revision as of 09:15, 9 November 2017 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 82

Of Thorstein Egil's son

Thorstein Egil's son when he grew up was a most handsome man, white-haired, bright-faced. Tall he was and strong, yet not so much so as his father. Thorstein was wise, gentle, quite of temper, calm above other men. Egil loved him little; nor was Thorstein affectionate with his father; but Asgerdr and Thorstein loved each other dearly. Egil was now beginning to age much.

One summer Thorstein rode to the Thing, but Egil sat at home. Before Thorstein left home he and Asgerdr managed to take from Egil's chest without his knowledge the silken robe given him by Arinbjorn, and Thorstein took it to the Thing. But when he wore it at the Thing it trailed behind him, and became soiled at the hem as they were going to the hill of laws. And when he came home, Asgerdr put the robe in the chest where it was before. Long after, when Egil opened his chest, he found that the robe was spoilt, and questioned Asgerdr how that had come about. She told him the truth. Then Egil sang:

'Him who from me inherits[1]
I hold no worthy heir.[2]
A son deceives me living,
Deceit I call[3] his deed.
Well might he, wave-horse-rider,
Wait but awhile, till me
Sea-skimming shipmen cover
With shroud of piled stones.'

Thorstein married Jofridr, daughter of Gunnar son of Hlif: her mother was Helga daughter of Olaf Feilan, sister of Thord Gellir. Jofridr had before been wife of Thorod the son of Tongue-Odd.

Soon after this Asgerdr died.[4] After her death Egil gave up his housekeeping to Thorstein, and went south to Moss-fell to Grim, his son-in-law, for he loved Thordis[5] his step-daughter most of all who were then living. One summer a ship came out and put into Loam Bay, steered by a man named Thormod. He was a Norwegian, a house-carle of Thorstein Thora's son. He was to take with him a shield, which Thorstein had sent to Egil Skallagrimsson: it was a valuable treasure. Thormod brought Egil the shield, and he received it with thanks. In the following winter Egil composed a poem about the gift of the shield: it is called Buckler-poem, and this is the beginning:

'List to the stream of lay
From long-haired[6] Odin flowing,
Thane of a king, and bid
Thy folk due silence keep.
For thee, sea-raven's ruler,
Rained from the eagle's beak
Full oft shall shower of song
In Horda's shore be heard.'

Thorstein Egil's son dwelt at Borg. He had two illegitimate sons, Hrifla and Hrafn. But after his marriage he and Jofridr had ten children. Helga the fair was their daughter, she about whom quarrelled Skald-Hrafn and Gunnlaug Wormstongue. Grim was their eldest son, the second Skuli, the third Thorgeir, the fourth Kollsvein, the fifth Hjorleif, the sixth Hall, the seventh Egil, the eighth Thord. The other daughter was Thora, who was married to Thormod Kleppjarn's son. From Thorstein's children sprang a large progeny, and many great men. They are called Myra-men, all those that sprang from Skallagrim.

References

  1. from me inherits: "Ihr inhalt wie ihre für den ausdruck jeder empfindungen ganz besonders glückliche und prägnante skaldische form zeigen, dass sie mehr als eine flüchtige augenblicksstimmung oder eine vorübergehende gefühlsaufwallung des großen skalden darstellen. Ein dreifacher schwerer vorwurf liegt für Thorstein darin. Er ist in Egils augen untüchtig, er ist unwahr, er ist pietätlos. Die beiden ersten vorwürfe werden durch den besonders verletzenden wortlaut unterstrichen. statt 'sohn' sagt der dichter 'erbwart des des erbes', um die function, für die Thorstein versagt, stark hervorzuheben." Niedner, Felix. Egils Sonatorrek (p. 217).
  2. I hold no worthy heir: "Da keine parallele zu einer form áttka = áttaka bekannt ist, wäre in zeile 2 der lesart eigi statt til der vorzug zu geben; letzteres wort scheint wie die auffällige form arfa statt arfs durch die ähnliche verszeile in cap. 88 (arfa Geirs til þarfar) bewirkt zu sein. Ich lese somit: áttak erfinytja / arfs mér eigi þarfan. Ein ähnlicher pleonasmus wie erfi-nyti arfs findet sich öfters, so z. b. há-degi dags." Falk, Hjalmar. Bemerkungen zu den Lausavísur der Egils saga (pp. 365-6).
  3. deceit I call: "Orðin eru köld, glæpurinn virðist lítill en dómurinn er harður. Egill segist hafa eignast arfa í lífanda lífi, og með því að nota tækni dunhendunnar á einum stað í vísunni leggur hann áherslu á aðalefnið: svikið-svik. Þetta eru síðustu orð Egils um börn sín í sögunni, og þess vegna er vísan sérstaklega mikilvæg. Hún er í hrópandi ósamræmi við Sonatorrek. Egill sem hafði barist fyrir rétti arfans í Noregi, afneitar syni sínum í lok sögunnar, fer frá óðali sínu og suður í Mosfellsdal." Guðrún Nordal. Egill, Snorri og höfundurinn (p. 9).
  4. Asgerdr died: "Egil reacts to Asgerd's death with laconic stoicism, made all the more inscrutable by being reported in indirect speech: we are told only that he hands over his estate to his surviving son, Thorstein, taking up residence with Thordis. This celebrated skald and devoted husband, capable of funnelling the most profound emotion into a breathtaking verbal torrent, chooses not to mourn his lifelong love in verse." Falk, Oren. *Konutorrek: A Husband’s Lament (p. 133).
  5. he loved Thordis: "Hvergi er sterkar að orði kveðið beinlínis í sögunni um það, að Egill hafi elskað Ásgerði en einmitt með þessum mjög svo hófsömu orðum: „...hann unni mest Þórdísi, stjúpdóttur sinni, þeirra manna, er þá voru á lífi“, þ.e. þegar Ásgerður var látin. Þessi úrdráttur veldur því, að frásögnin verður miklu áhrifameiri í allri sinni hlédrægni en ella, og er ástarsaga Egils eitt besta dæmið um þetta listræna stílbragð í Íslendingasögum." Eysteinn Þorvaldsson. Hugleiðingar um ástarsögu Egils (p. 24).
  6. long-haired: "F. Jónsson explains fallhaddr, 'with falling, down hanging, long hair' as an epithet of the old Óðinn. Maybe it was originally called fallhatts, which would correspond to Síðhǫttr." Detter, Ferdinand. Die Lausavísur der Egils saga (p. 27).

Kafli 82

Af Þorsteini Egilssyni

Þorsteinn, son Egils, þá er hann óx upp, var allra manna fríðastur sýnum, hvítur á hár og bjartur álitum. Hann var mikill og sterkur og þó ekki eftir því sem faðir hans. Þorsteinn var vitur maður og kyrrlátur, hógvær, stilltur manna best. Egill unni honum lítið. Þorsteini var og ekki við hann ástúðigt en þau Ásgerður og Þorsteinn unnust mikið. Egill tók þá að eldast mjög.

Það var eitthvert sumar er Þorsteinn reið til alþingis en Egill sat þá heima. En áður Þorsteinn færi heiman stilltu þau Ásgerður um og tóku úr kistu Egils silkislæður Arinbjarnarnauta og hafði Þorsteinn til þings. Og er hann hafði á þinginu þá voru honum dragsíðar og urðu saurgar neðan þá er þeir voru í Lögbergsgöngu. Og er hann kom heim þá hirti Ásgerður slæðurnar þar sem áður voru. En mjög miklu síðar þá er Egill lauk upp kistu sína þá fann hann að spillt var slæðunum og leitaði þá máls um við Ásgerði hverju það gegndi. Hún sagði þá hið sanna til. Þá kvað Egill:

Áttka eg erfinytja,[1]
arfa mér til þarfan.[2]
Mig hefir sonr of svikið,
svik tel eg[3] í því, kvikvan.
Vel mætti þess vatna
viggríðandi bíða
er hafskíða hlæðu
hljótendur of mig grjóti.

Þorsteinn fékk Jófríðar dóttur Gunnars Hlífarsonar. Móðir hennar var Helga dóttir Ólafs feilans, systir Þórðar gellis. Jófríði hafði átt fyrr Þóroddur son Tungu-Odds.

Litlu eftir þetta andaðist Ásgerður. [4] Eftir það brá Egill búi og seldi í hendur Þorsteini en Egill fór þá suður til Mosfells til Gríms mágs síns því að hann unni mest Þórdísi[5] stjúpdóttur sinni þeirra manna er þá voru á lífi.

Það var eitt sumar að skip kom út í Leiruvogi og stýrði sá maður er Þormóður hét. Hann var norrænn og húskarl Þorsteins Þórusonar. Hann hafði með að fara skjöld er Þorsteinn hafði sent Agli Skalla-Grímssyni og var það ágætagripur. Þormóður færði Agli skjöldinn en hann tók við þakksamlega. Eftir um veturinn orti Egill drápu um skjaldargjöfina er kölluð er Berudrápa og er þetta upphaf að:

Heyri fúrs á forsa
fallhadds[6] vinar stalla,
hyggi þegn til þagnar
þinn lýðr konungr, mína.
Oft skal arnar kjafta
örð góð of tröð Hörða,
hrafnstýrandi hræra
hregna, mín of fregnast.

Þorsteinn Egilsson bjó að Borg. Hann átti tvo laungetna sonu, Hriflu og Hrafn, en síðan hann kvongaðist áttu þau Jófríður tíu börn. Helga hin fagra var þeirra dóttir, er þeir deildu um Skáld-Hrafn og Gunnlaugur ormstunga. Grímur var elstur sona þeirra, annar Skúli, þriðji Þorgeir, fjórði Kollsveinn, fimmti Hjörleifur, sétti Halli, sjöundi Egill, átti Þórður. Þóra hét dóttir þeirra er átti Þormóður Kleppjárnsson. Frá börnum Þorsteins er komin kynslóð mikil og margt stórmenni. Það er kallað Mýramannakyn allt það er frá Skalla-Grími er komið.

Tilvísanir

  1. Áttka eg erfinytja: "Ihr inhalt wie ihre für den ausdruck jeder empfindungen ganz besonders glückliche und prägnante skaldische form zeigen, dass sie mehr als eine flüchtige augenblicksstimmung oder eine vorübergehende gefühlsaufwallung des großen skalden darstellen. Ein dreifacher schwerer vorwurf liegt für Thorstein darin. Er ist in Egils augen untüchtig, er ist unwahr, er ist pietätlos. Die beiden ersten vorwürfe werden durch den besonders verletzenden wortlaut unterstrichen. statt 'sohn' sagt der dichter 'erbwart des des erbes', um die function, für die Thorstein versagt, stark hervorzuheben." Niedner, Felix. Egils Sonatorrek (s. 217).
  2. arfa mér til þarfan: "Da keine parallele zu einer form áttka = áttaka bekannt ist, wäre in zeile 2 der lesart eigi statt til der vorzug zu geben; letzteres wort scheint wie die auffällige form arfa statt arfs durch die ähnliche verszeile in cap. 88 (arfa Geirs til þarfar) bewirkt zu sein. Ich lese somit: áttak erfinytja / arfs mér eigi þarfan. Ein ähnlicher pleonasmus wie erfi-nyti arfs findet sich öfters, so z. b. há-degi dags." Falk, Hjalmar. Bemerkungen zu den Lausavísur der Egils saga (s. 365-6).
  3. svik tel eg: "Orðin eru köld, glæpurinn virðist lítill en dómurinn er harður. Egill segist hafa eignast arfa í lífanda lífi, og með því að nota tækni dunhendunnar á einum stað í vísunni leggur hann áherslu á aðalefnið: svikið-svik. Þetta eru síðustu orð Egils um börn sín í sögunni, og þess vegna er vísan sérstaklega mikilvæg. Hún er í hrópandi ósamræmi við Sonatorrek. Egill sem hafði barist fyrir rétti arfans í Noregi, afneitar syni sínum í lok sögunnar, fer frá óðali sínu og suður í Mosfellsdal." Guðrún Nordal. Egill, Snorri og höfundurinn (s. 9).
  4. andaðist Ásgerður: "Egil reacts to Asgerd's death with laconic stoicism, made all the more inscrutable by being reported in indirect speech: we are told only that he hands over his estate to his surviving son, Thorstein, taking up residence with Thordis. This celebrated skald and devoted husband, capable of funnelling the most profound emotion into a breathtaking verbal torrent, chooses not to mourn his lifelong love in verse." Falk, Oren. *Konutorrek: A Husband’s Lament (s. 133).
  5. unni mest Þórdísi: "Hvergi er sterkar að orði kveðið beinlínis í sögunni um það, að Egill hafi elskað Ásgerði en einmitt með þessum mjög svo hófsömu orðum: „...hann unni mest Þórdísi, stjúpdóttur sinni, þeirra manna, er þá voru á lífi“, þ.e. þegar Ásgerður var látin. Þessi úrdráttur veldur því, að frásögnin verður miklu áhrifameiri í allri sinni hlédrægni en ella, og er ástarsaga Egils eitt besta dæmið um þetta listræna stílbragð í Íslendingasögum." Eysteinn Þorvaldsson. Hugleiðingar um ástarsögu Egils (s. 24).
  6. fallhadds: "F. Jónsson explains fallhaddr, 'with falling, down hanging, long hair' as an epithet of the old Óðinn. Maybe it was originally called fallhatts, which would correspond to Síðhǫttr." Detter, Ferdinand. Die Lausavísur der Egils saga (s. 27).

Links