Egla, 85

From WikiSaga
Revision as of 17:37, 31 October 2018 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 85

Of Egil and Aunund Sjoni

The next day Egil Skallagrimsson went to the Thing-brink, and with him Thorstein and all their party. Thither came also Aunund and Steinar, Tongue-Odd and Einar, and company. And when the law pleadings were finished, then stood up Egil and spoke thus: 'Are Steinar and Aunund, father and son, present, so that they can hear my words?' Aunund answered that they were.

'Then will I,' said Egil, 'deliver my judgment[1] between Steinar and Thorstein. I begin the cause with this: Grim my father came to this island, and took to him here all the land of Myrar and the district round about, and chose him a homestead at Borg, and assigned a parcel of land thereto, but gave to his friends choice of land outside that same, in which they have since settled. To Ani he gave a homestead at Anabrekka, where Aunund and Steinar have hitherto dwelt. We all know this, Steinar, what are the landmarks between Borg and Anabrekka, that the chief one is Hafs-brook. Now therefore not from ignorance, Steinar, did you act in grazing on Thorstein's land, for you, Steinar, and you, Aunund, might know that Ani received the land of my father Grim:[2] but you encroached on his land, thinking that he would be so degenerate as tamely to submit to your robbery. But Thorstein slew two thralls of yours. Now it is evident to all that these died for their ill-deeds, and are therefore unatonable, nay, even had they been free men, yet had they been unatonable, no fine could have been claimed for them. But as for you, Steinar, seeing that you devised to rob my son Thorstein of his property which he took with my authority, and I took by inheritance after my father, you shall therefore lose your land at Anabrekka, and have no payment for the same. And further, you shall have neither homestead nor lodgment here in the district south of Long-river. And you must quit Anabrekka before flitting days are past; else may you, immediately after flitting days, be slain with impunity by any who wish to help Thorstein, if you refuse to go away or break any of these terms that I have pronounced for you."

But when Egil sat down, then Thorstein named witnesses to his decision.

Then spoke Aunund Sjoni: "Twill be said, Egil, that this judgment which you have given and pronounced is very crooked.[3] And what I have to say is this: hitherto I have done all I could to prevent strife, but henceforth I shall not spare to do what I can to harm Thorstein.' 'This I forebode,' said Egil, 'that the longer our quarrel lasts, the worse will be the fortune of you and your son. I thought you must have known, Aunund, that I have held mine own[4] before men quite as great as are you and your son. But for Odd and Einar, who have so eagerly thrust themselves into this cause, they have reaped therefrom due honour.'

References

  1. Then will I,' said Egil, 'deliver my judgment: "Úr frásögninni af því hvernig Egill kemur og styður Þorstein í deilum hans við Steinar Sjónason má lesa eins konar ádrátt Snorra um að hann muni standa með Órækju, yngri syni sínum, jafnvel þótt stundum hafi áður slegið í brýnu þeirra í millum." Torfi H. Tulinius. Sagan og höfundurinn (p. 209).
  2. received the land of my father Grim: "The Mýramenn retain a sort of moral title to the land and the right to retract what they once bestowed (...). The Mýramenn are a historical entitiy, coeval with the centralized monarchy in Norway and therefore coentitled. In historical terms at least, the conflict between the Mýramenn and the Norwegian crown is a confrontation of equals." Andersson, Theodore M.. The Politics of Snorri Sturluson (p. 76).
  3. is very crooked: "Old age and decrepitude have not cost Egil his tenacity and he summons up all his old legal wizardry to protect Thorstein’s interests when Thorstein himself proves incapable." Poole, Russell. Introduction (p. 8).
  4. I have held mine own: "Skáldið og vígamaðurinn Egill Skallagrímsson er einhver skýrasti Óðinsgervingur sem við eigum í miðaldaritum okkar. Það er undirstrikað í sögunni með því að láta hann leika guðinn í síðustu þingdeilu sem hann á í." Heimir Pálsson. Óðinn, Þór og Egill (p. 119).

Kafli 85

Af Egli og Önundi sjóna

Egill Skalla-Grímsson gekk í þingbrekku um daginn eftir og með honum Þorsteinn og allur flokkur þeirra. Þar kom þá og Önundur og Steinar. Tungu-Oddur var og þar kominn og þeir Einar.

Og er menn höfðu þar mælt lögmálum sínum þá stóð Egill upp og mælti svo: „Hvort eru þeir Steinar og Önundur feðgar hér svo að þeir megi skilja mál mitt?“

Önundur segir að þeir voru þar.

„Þá vil eg lúka upp sættargerð[1] milli þeirra Steinars og Þorsteins. Hef eg þar upp það mál er Grímur faðir minn kom hingað til lands og nam hér lönd öll um Mýrar og víða hérað og tók sér bústað að Borg og ætlaði þar landeign til en gaf vinum sínum landakosti þar út í frá svo sem þeir byggðu síðan. Hann gaf Ána bústað að Ánabrekku þar sem Önundur og Steinar hafa hér til búið. Vitum vér það allir Steinar hvar landamerki eru milli Borgar og Ánabrekku, að þar ræður Háfslækur. Nú var eigi það Steinar að þú gerðir það óvitandi að beita land Þorsteins og lagðir undir þig eign hans og ætlaðir að hann mundi vera svo mikill ættleri að hann mundi vera vilja ræningi þinn, því að þú Steinar og þið Önundur megið það vita að Áni þá land að Grími föður mínum,[2] en Þorsteinn drap fyrir þér þræla tvo. Nú er það öllum mönnum auðsýnt að þeir hafa fallið á verkum sínum og eru þeir óbótamenn og að heldur þótt þeir væru frjálsir menn þá væru þeir þó óbótamenn. En fyrir það Steinar er þú hugðist ræna mundu Þorstein son minn landeign sinni, þeirri er hann tók með mínu ráði og eg tók í arf eftir föður minn, þar fyrir skaltu láta laust þitt land að Ánabrekku og hafa eigi fyrir fé. Það skal og fylgja að þú skalt eigi hafa bústað né vistafar hér í héraði fyrir sunnan Langá og vera brottu frá Ánabrekku áður fardagar séu liðnir en falla óheilagur fyrir öllum þeim mönnum er Þorsteini vilja lið veita þegar eftir fardaga ef þú vilt eigi brott fara eða nokkurn hlut eigi halda þann er eg hefi á lagt við þig.“

En er Egill settist niður þá nefndi Þorsteinn votta að gerð hans.

Þá mælti Önundur sjóni: „Það mun mál manna Egill að gerð sjá er þú hefir gert og upp sagt sé heldur skökk.[3] Nú er það frá mér að segja að eg hefi allan mig við lagt að skirra vandræðum þeirra en héðan af skal eg ekki af spara það er eg má gera til óþurftar Þorsteini.“

„Hitt mun eg ætla,“ segir Egill, „að hlutur ykkar feðga mun æ því verri er deildir vorar standa lengur. Hugði eg Önundur að þú mundir það vita að eg hefi haldið hlut mínum[4] fyrir þvílíkum svo mönnum sem þið eruð feðgar. En Oddur og Einar er dregist hafa svo mjög til þessa máls hafa hér af fengið skapnaðar virðing.“



Tilvísanir

  1. Þá vil eg lúka upp sættargerð: "Úr frásögninni af því hvernig Egill kemur og styður Þorstein í deilum hans við Steinar Sjónason má lesa eins konar ádrátt Snorra um að hann muni standa með Órækju, yngri syni sínum, jafnvel þótt stundum hafi áður slegið í brýnu þeirra í millum." Torfi H. Tulinius. Sagan og höfundurinn (s. 209).
  2. þá land að Grími föður mínum: "The Mýramenn retain a sort of moral title to the land and the right to retract what they once bestowed (...). The Mýramenn are a historical entitiy, coeval with the centralized monarchy in Norway and therefore coentitled. In historical terms at least, the conflict between the Mýramenn and the Norwegian crown is a confrontation of equals." Andersson, Theodore M.. The Politics of Snorri Sturluson (s. 76).
  3. sé heldur skökk: "Old age and decrepitude have not cost Egil his tenacity and he summons up all his old legal wizardry to protect Thorstein’s interests when Thorstein himself proves incapable." Poole, Russell. Introduction (s. 8).
  4. eg hefi haldið hlut mínum: "Skáldið og vígamaðurinn Egill Skallagrímsson er einhver skýrasti Óðinsgervingur sem við eigum í miðaldaritum okkar. Það er undirstrikað í sögunni með því að láta hann leika guðinn í síðustu þingdeilu sem hann á í." Heimir Pálsson. Óðinn, Þór og Egill (s. 119).

Links