Jón Helgason. Höfuðlausnarhjal

From WikiSaga
Revision as of 12:12, 6 February 2012 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
Jump to navigationJump to search
  • Author: Jón Helgason
  • Title: Höfuðlausnarhjal
  • Published in: Einarsbók. Afmæliskveðja til Einars Ól. Sveinssonar. 12. desember 1969. Eds. Bjarni Guðnason, Halldór Halldórsson, Jónas Kristjánsson
  • Place, Publisher: Reykjavík: Nokkrir vinir
  • Year: 1969
  • Pages: 156-76
  • E-text:
  • Reference: Jón Helgason. "Höfuðlausnarhjal." Einarsbók. Afmæliskveðja til Einars Ól. Sveinssonar. 12. desember 1969, pp. 156–76. Eds. Bjarni Guðnason, Halldór Halldórsson, Jónas Kristjánsson. Reykjavík: Nokkrir vinir, 1969.

  • Key words: style, poetry, authorship, dating, intertextuality (stíll, kveðskapur, höfundur, aldur, textatengsl)


Annotation

Lýsing

Jón Helgason efast um sannleiksgildi frásagnarinnar af Jórvíkurför Egils, einkum að Egill hafi sjálfur ort Höfuðlausn. Í raun telur Jón fæst af kveðskap Egils vera eftir hann sjálfan, nema helst Arinbjarnarkviða og Sonatorrek. Margt hafi getað skolast til á þeim þrem öldum sem liðu frá því að Egill var uppi og þar til sagan var skrifuð. Það sést m.a. á ýmsum hljóð- og málbreytingum sem séu of unglegar til að þær hafi getað staðið saman í hendingum. Höfuðástæða þess að Jón telur að Höfuðlausn sé ekki eftir Egil er að þar eru /ƒ/ og /ø/ látin ríma saman. Jafnframt telur hann kvæðið vera stælingu á Geisla Einars Skúlasonar sem var uppi tveimur öldum á eftir Agli en ekki á hinn veginn, eins og flestir hafa talið. Ef Arinbjarnarkviða er eftir Egil mætti gera ráð fyrir að Egill hafi í raun siglt til Jórvíkur en Jón telur að kvæðið segi öðruvísi frá atburðunum í Jórvík en sagan sjálf. Það hafi hugsanlega verið ort á síðari hluta 12. aldar af sagnamanni sem hafi fundist það vanta inn í frásagnir af Jórvíkurferð Egils. Þegar sagan var skrifuð á 13. öld hafi kvæðið ekki verið tekið með, en því bætt við í seinni gerðum.

See also

References

Links

  • Written by: Álfdís Þorleifsdóttir
  • English translation: