Jón Sigurðsson. „Nú er hér kominn Egill. Hefir hann ekki leitað brotthlaups“

From WikiSaga
Revision as of 09:15, 29 August 2016 by Andri (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search
  • Author: Jón Sigurðsson
  • Title: „Nú er hér kominn Egill. Hefir hann ekki leitað brotthlaups“. Tilraun til að greina meginstef í Egilssögu.
  • Published in: Skírnir 174 (Fall)
  • Year: 2000
  • Pages: 321-48
  • E-text:
  • Reference: Jón Sigurðsson. "„Nú er hér kominn Egill. Hefir hann ekki leitað brotthlaups“. Tilraun til að greina meginstef í Egilssögu." Skírnir 174 (Fall 2000): 321–48.

  • Key words: characterization (persónusköpun)


Annotation

Egils saga is a tale of struggle which describes both its hero’s outer struggles with others as well as the inner struggles taking place in the hero’s soul. Jón Sigurðsson discerns three spheres of conflict in the saga: the first pertains to family succession and courage; the second to subject, king and human worth; and the third to Egil’s disposition, integrity and brilliance as a poet. The way the character of Egil develops from an unruly youngster in youth and into a chivalrous man and hero by the end of his life is traced. Although Egil’s responses to various matters seem drastic to modern readers, they are justifiable in that he fights against all kinds of treachery and deceit and always has the rights of his family in mind. A key aspect of Egil’s characterisation is that he is peaceful so long as others are not assailing him or his rights.

Lýsing

Egils saga er baráttusaga sem lýsir í senn ytri baráttu söguhetjunnar við aðra og innri baráttu í sál hennar. Jón greinir þrjú átakasvið sögunnar: hið fyrsta varðar erfðarétt fjölskyldu og drengskap, annað varðar þegn, konung og manngildi og þriðja varðar skapferli Egils, heiðarleika og snilld í skáldskap. Rakið er hvernig persóna Egils þróast úr óstýrilátum unglingi í æsku og í góðan dreng og hetju undir lok ævinnar. Enda þótt nútímamönnum virðist viðbrögð Egils í hinum ýmsu málum harkaleg séu þau réttlætanleg því hann berjist gegn alls kyns svikum og undirferli og hafi ætíð rétt fjölskyldu sinnar í huga. Lykilatriðið við persónusköpun Egils er að hann sé friðsamur meðan aðrir ráðist ekki á hann eða réttindi hans.

See also

References

Chapter 57: Ber þá Egill upp mál sín og krefur Önund skiptis um arf Bjarnar: „Atferli og kröfur Egils voru nauðsyn til að staðfesta samfélagslega stöðu hans sjálfs og fjölskyldu hans og afkomenda, enda þurfti táknrænar staðfestingar á skjallausum tímum. Og þessar táknrænu staðfestingar sem orð fóru af og voru vottaðar vitnum voru mikilvæg undirstaða mannvirðingar, mannhelgi og þeirrar samfélagsstöðu sem ættin, fjölskyldan og einstaklingurinn nutu. Egill er í raun ekki aðeins að berjast fyrir rétti sínum heldur er hann ekki síður að krefjast staðfestingar á samfélagsstöðu eiginkonu sinnar og framtíðarstöðu og framtíðarrétti afkomendanna. “ (s. 331-32)

Links

  • Written by: Álfdís Þorleifsdóttir
  • English translation: Jane Appleton