Karl Gunnarsson. Skoll og Hati í Egils sögu

From WikiSaga
Revision as of 14:01, 21 February 2012 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
Jump to navigationJump to search
The printable version is no longer supported and may have rendering errors. Please update your browser bookmarks and please use the default browser print function instead.
  • Author: Karl Gunnarsson
  • Title: Skoll og Hati í Egils sögu
  • Published in: Lesbók Morgunblaðsins March 18
  • Place, Publisher: n/a
  • Year: 1995
  • Pages: 4-5
  • E-text: timarit.is
  • Reference: Karl Gunnarsson. "Skoll og Hati í Egils sögu." Lesbók Morgunblaðsins March 18, 1995, pp. 4–5.

  • Key words: intertextuality, natural sciences (textatengsl, náttúrufræði)


Annotation

Lýsing

Í greininni er unnið með kenningar Einars Pálssonar um allegóríska túlkun á Egils sögu. Titil greinarinnar er sóttur í tólfta kafla Gylfaginningar þar sem sagt er frá úlfum tveim sem bera þessi nöfn og munu gleypa sól og mána. Náttúrulega skýringu á þessum goðsögum telur Karl vera þá að oft má merkja díla eða „geislabaug“ í kringum tungl og sól. Karl skoðar úlfaminnin sem finna má í sögunni, þar með talið úlfseðlið í ætt Egils, og setur í samhengi við goðsögur. Hefnd Kveld-Úlfs og Skalla-Gríms eftir Þórólf tekur hann sem dæmi um þetta. Þeir feðgar séu þar í gerfi tortímenda sólar og mána. Svipað minni megi finna í frásögninni af því þegar Skalla-Grímur drepur Þorgerði brák en hún kallast á við frásögnina af exinni sem Eiríkur blóðöx sendi Skalla-Grími. Báðar enda í sjónum og fá þau eftirmál: „svá at hon kom ekki upp síðan“.

See also

References

Links

  • Written by: Álfdís Þorleifsdóttir
  • English translation: