Njála, 038

From WikiSaga
Revision as of 14:11, 27 May 2016 by Barbora (talk | contribs) (→‎Chapter 38)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search


Chapter 38

Next spring Njal said to Atli, "I wish that thou wouldst change thy abode to the east firths, so that Hallgerda may not put an end to thy life?"

"I am not afraid of that," says Atli, "and I will willingly stay at home if I have the choice."

"Still that is less wise," says Njal.

"I think it better to lose my life in thy house than to change my master; but this I will beg of thee, if I am slain, that a thrall's price shall not be paid for me."

"Thou shalt be atoned for as a free man; but perhaps Bergthora will make thee a promise which she will fulfil, that revenge, man for man, shall be taken for thee."

Then he made up his mind to be a hired servant there.

Now it must be told of Hallgerda that she sent a man west to Bearfirth, to fetch Brynjolf the Unruly, her kinsman. He was a base son of Swan, and he was one of the worst of men. Gunnar knew nothing about it. Hallgerda said he was well fitted to be a grieve. So Brynjolf came from the west, and Gunnar asked what he was to do there? He said he was going to stay there.

"Thou wilt not better our household," says Gunnar, "after what has been told me of thee, but I will not turn away any of Hallgerda's kinsmen, whom she wishes to be with her."

Gunnar said little, but was not unkind to him, and so things went on till the Thing. Gunnar rides to the Thing and Kolskegg rides too, and when they came to the Thing they and Njal met, for he and his sons were at the Thing, and all went well with Gunnar and them.

Bergthora said to Atli, "Go thou up into Thorolfsfell and work there a week."

So he went up thither, and was there on the sly, and burnt charcoal in the wood.

Hallgerda said to Brynjolf, "I have been told Atli is not at home, and he must be winning work on Thorolfsfell."

"What thinkest thou likeliest that he is working at," says he.

"At something in the wood," she says.

"What shall I do to him?" he asks.

"Thou shalt kill him," says she.

He was rather slow in answering her, and Hallgerda said, "'Twould grow less in Thiostolf's eyes to kill Atli if he were alive."

"Thou shalt have no need to goad me on much more," he says, and then he seized his weapons, and takes his horse and mounts, and rides to Thorolfsfell. There he saw a great reek of coalsmoke east of the homestead, so he rides thither, and gets off his horse and ties him up, but he goes where the smoke was thickest. Then he sees where the charcoal pit is, and a man stands by it. He saw that he had thrust his spear in the ground by him. Brynjolf goes along with the smoke right up to him, but he was eager at his work, and saw him not. Brynjolf gave him a stroke on the head with his axe, and he turned so quick round that Brynjolf loosed his hold of the axe, and Atli grasped the spear, and hurled it after him. Then Brynjolf cast himself down on the ground, but the spear flew away over him.

"Lucky for thee that I was not ready for thee," says Atli, "but now Hallgerda will be well pleased, for thou wilt tell her of my death; but it is a comfort to know that thou wilt have the same fate soon; but come now take thy axe which has been here."

He answered him never a word, nor did he take the axe before he was dead. Then he rode up to the house on Thorolfsfell, and told of the slaying, and after that rode home and told Hallgerda. She sent men to Bergthorsknoll, and let them tell Bergthora that now Kol's slaying was paid for.

After that Hallgerda sent a man to the Thing to tell Gunnar of Atli's killing.

Gunnar stood up, and Kolskegg with him, and Kolskegg said, "Unthrifty will Hallgerda's kinsmen be to thee."

Then they go to see Njal, and Gunnar said, "I have to tell thee of Atli's killing." He told him also who slew him, and went on, "And now I will bid thee atonement for the deed, and thou shalt make the award thyself."

Njal said, "We two have always meant never to come to strife about anything; but still I cannot make him out a thrall."

Gunnar said that was all right, and stretched out his hand.

Njal named his witnesses, and they made peace on those terms.

Skarphedinn said, "Hallgerda does not[1] let our housecarles die of old age."

Gunnar said, "Thy mother will take care that blow goes for blow between the houses."

"Ay, ay," says Njal, "there will be enough of that work."

After that Njal fixed the price at a hundred in silver, but Gunnar paid it down at once. Many who stood by said that the award was high; Gunnar got wroth, and said that a full atonement was often paid for those who were no brisker men than Atli.

With that they rode home from the Thing.

Bergthora said to Njal when she saw the money, "Thou thinkest thou hast fulfilled thy promise, but now my promise is still behind."

"There is no need that thou shouldst fulfil it," says Njal.

"Nay," says she, "thou hast guessed it would be so; and so it shall be."

Hallgerda said to Gunnar, "Hast thou paid a hundred in silver [2] for Atli's slaying, and made him a free man?"

"He was free before," says Gunnar, "and besides, I will not make Njal's household outlaws who have forfeited their rights."

"There's not a pin to choose between you," she said, "for both of you are so blate?"

"That's as things prove," says he.

Then Gunnar was for a long time very short with her, till she gave way to him; and now all was still for the rest of that year; in the spring Njal did not increase his household, and now men ride to the Thing about summer.

References

  1. Hallgerda does not: “Savage determination that wrongs must be avenged, that insults should never be forgotten and that lethal violence is the only proper response to threats to one’s pride and honour are shown in Njàls Saga to be women’s work.” O'Donoghue, Heather. Women in Njáls saga, (p. 89).
  2. hundred in silver: "A következő áldozat egy szabad ember, Atli, Kol gyilkosa volt. Az érte fizetett váltság 100 ezüst, amely szintén reális, hiszen nem volt Njautl családjának rokona." Gyönki, Viktória. Váltságfizetés a 10-11. századi Izlandon két nemzetségi sagában (p.29)

Kafli 38

Um vorið ræddi Njáll við Atla: „Það vildi eg að þú réðist austur í fjörðu að eigi skapi Hallgerður þér aldur.“

„Ekki hræðist eg það og vil eg heima vera ef eg á kosti.“

„Það er þó óráðlegra,“ segir Njáll.

„Betra þykir mér að látast í þínu húsi en skipta um lánardrottna. En þess vil eg biðja þig ef eg er veginn að eigi komi þrælsgjöld fyrir mig.“

„Svo skal þig bæta sem frjálsan mann en Bergþóra mun þér því heita sem hún mun efna að fyrir þig skulu koma mannhefndir.“

Réðst hann þar þá að hjóni.

Nú er að segja frá Hallgerði að hún sendi mann vestur til Bjarnarfjarðar eftir Brynjólfi rósta frænda sínum. Hann var hið mesta illmenni. Gunnar vissi ekki til þessa. Hallgerður kvað hann sér vel fallinn til verkstjóra. Brynjólfur kom vestan og spurði Gunnar hvað hann skyldi. Hann kveðst þar vera skyldu.

„Ekki munt þú bæta híbýli vor,“ segir Gunnar, „svo er mér frá þér sagt. En ekki mun eg vísa í braut frændum Hallgerðar þeim er hún vill að séu með henni.“

Gunnar var til hans fár og ekki illa.

Leið nú svo fram til þings.

Gunnar ríður til þings og Kolskeggur og er þeir komu til þings fundust þeir Njáll og var hann á þingi og synir hans og fór vel með þeim Gunnari.

Bergþóra mælti við Atla: „Far þú upp í Þórólfsfell og vinn þar viku.“

Hann fór upp þangað og var þar á laun og brenndi kol í skógi.

Hallgerður mælti við Brynjólf: „Það er mér sagt að Atli sé eigi heima og muni hann vinna verk í Þórólfsfelli.“

„Hvað þykir þér líkast að hann vinni?“ segir hann.

„Í skógi nokkuð,“ segir hún.

„Hvað skal eg honum?“ segir hann.

„Drepa skalt þú hann,“ segir hún.

Hann varð um fár.

„Minnur mundi Þjóstólfi í augu vaxa ef hann væri á lífi að drepa Atla.“

„Ekki skalt þú hér enn þurfa mjög á að frýja,“ segir hann.

Tók hann þá vopn sín og tekur hest sinn og stígur á bak og ríður í Þórólfsfell. Hann sá kolreyk mikinn austur frá bænum. Ríður hann þangað til, stígur þá af hestinum og bindur en hann gengur þar sem mestur var reykurinn. Sér hann þá hvar kolgröfin er og er þar maður við. Hann sá að hann hafði sett spjót í völlinn hjá sér. Brynjólfur gengur með reykinum allt að honum en hann var óður að verki sínu og sá hann eigi. Brynjólfur hjó í höfuð honum með öxi. Hann brást við svo fast að Brynjólfur lét lausa öxina og þreif Atli spjótið og skaut eftir honum. Brynjólfur kastaði sér niður við vellinum en spjótið fló yfir hann fram.

„Naust þú nú þess er eg var eigi við búinn,“ segir Atli, „en nú mun Hallgerði vel þykja því að þú munt segja dauða minn. En það er til bóta að þú munt eiga slíkan brátt enda tak þú nú öxi þína er hér hefir verið.“

Hann svaraði honum öngu og tók öxina eigi fyrr en hann var dauður og reið heim í Þórólfsfell og sagði vígið og reið heim síðan og sagði Hallgerði. Hún sendi mann til Bergþórshvols og lét segja Bergþóru að nú var launað víg Kols.

Síðan sendi Hallgerður mann til þings að segja Gunnari víg Atla. Gunnar stóð upp og Kolskeggur með honum.

Kolskeggur mælti: „Óþarfir munu þér verða frændur hennar.“

Þeir gengu til fundar við Njál.

Gunnar mælti: „Víg Atla hefi eg að segja þér.“ Hann segir honum hver vó „og vil eg nú bjóða þér bót fyrir og skaltu gera sjálfur.“

Njáll mælti: „Það höfum við ætlað að láta okkur ekki á greina en þó mun eg eigi gera hann að þræli.“

Gunnar kvað það vel vera og rétti fram höndina. Njáll nefndi sér votta og sættust að þessu.

Skarphéðinn mælti: „Ekki lætur Hallgerður[1] verða ellidauða húskarla vora.“

Gunnar mælti: „Svo mun móðir þín til ætla að ýmsir eigi högg í garði.“

„Ærið bragð mun að því,“ segir Njáll.

Síðan gerði Njáll hundrað silfurs en Gunnar galt þegar. Margir mæltu er hjá stóðu að mikið væri gert.

Gunnar reiddist og kvað þá bætta fullum bótum er eigi væri vaskari menn en Atli var. Riðu þeir við það heim af þingi.

Bergþóra ræddi við Njál er hún sá féið: „Efnt þykist þú hafa heitin þín en nú eru eftir mín heit.“

„Eigi er nauðsyn á að þú efnir þau,“ segir Njáll.

„Hins hefir þú til getið og skal svo vera.“

Hallgerður mælti við Gunnar: „Hefir þú goldið fyrir víg Atla hundrað silfurs [2] og gert hann að frjálsum manni?“

„Frjáls var hann áður,“ segir Gunnar, „enda skal eg ekki gera að óbótamönnum heimamenn Njáls.“

„Jafnkomið mun á með ykkur er hvortveggi er blauður.“

„Það er sem reynist,“ segir hann.

Var þá Gunnar við hana lengi fár þar til er hún lét til við hann.

Nú er kyrrt þau misseri. Um vorið jók Njáll ekki hjón sín. Nú ríða menn til þings um sumarið.


Tilvísanir

  1. Ekki lætur Hallgerður: “Savage determination that wrongs must be avenged, that insults should never be forgotten and that lethal violence is the only proper response to threats to one’s pride and honour are shown in Njàls Saga to be women’s work.” O'Donoghue, Heather. Women in Njáls saga, (s. 89).
  2. hundrað silfurs: "A következő áldozat egy szabad ember, Atli, Kol gyilkosa volt. Az érte fizetett váltság 100 ezüst, amely szintén reális, hiszen nem volt Njautl családjának rokona." Gyönki, Viktória. Váltságfizetés a 10-11. századi Izlandon két nemzetségi sagában (s. 29)

Links