Njála, 045

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
The printable version is no longer supported and may have rendering errors. Please update your browser bookmarks and please use the default browser print function instead.


Chapter 45

Now they, Njal's sons, fare up to Fleetlithe, and were that night under the Lithe, and when the day began to break, they came near to Lithend. That same morning both Sigmund and Skiolld rose up and meant to go to the studhorses; they had bits with them, and caught the horses that were in the "town" and rode away on them. They found the stud-horses between two brooks. Skarphedinn caught sight of them, for Sigmund was in bright clothing. Skarphedinn said, "See you now the red elf yonder, lads?" They looked that way, and said they saw him.

Skarphedinn spoke again: "Thou, Hauskuld, shalt have nothing to do with it, for thou wilt often be sent about alone without due heed; but I mean Sigmund for myself; methinks that is like a man; but Grim and Helgi, they shall try to slay Skiolld."

Hauskuld sat him down, but they went until they came up to them. Skarphedinn said to Sigmund, "Take thy weapons and defend thyself; that is more needful now than to make mocking songs on me and my brothers."

Sigmund took up his weapons, but Skarphedinn waited the while. Skiolld turned against Grim and Helgi, and they fell hotly to fight. Sigmund had a helm on his head, and a shield at his side, and was girt with a sword, his spear was in his hand; now he turns against Skarphedinn, and thrusts at once at him with his spear, and the thrust came on his shield. Skarphedinn dashes the spearhaft in two, and lifts up his axe and hews at Sigmund, and cleaves his shield down to below the handle. Sigmund drew his sword and cut at Skarphedinn, and the sword cuts into his shield, so that it stuck fast. Skarphedinn gave the shield such a quick twist, that Sigmund let go his sword. Then Skarphedinn hews at Sigmund with his axe; the "Ogress of war." Sigmund had on a corselet, the axe came on his shoulder. Skarphedinn cleft the shoulder-blade right through, and at the same time pulled the axe towards him. Sigmund fell down on both knees, but sprang up again at once.

"Thou hast lilted low to me already," says Skarphedinn, "but still thou shalt fall upon thy mother's bosom ere we two part."

"III is that then," says Sigmund.

Skarphedinn gave him a blow on his helm, and after that dealt Sigmund his death-blow.

Grim cut off Skiolld's foot at the ankle-joint, but Helgi thrust him through with his spear, and he got his death there and then.

Skarphedinn saw Hallgerda's shepherd, just as he had hewn off Sigmund's head; he handed the head to the shepherd, and bade him bear it to Hallgerda, and said she would know whether that head had made jeering songs about them, and with that he sang a song--

"Here! this head shalt thou, that heapest Hoards from ocean-caverns won, Bear to Hallgerd with my greeting, Her that hurries men to fight; Sure am I, O firewood splitter! That yon spendthrift knows it well, And will answer if it ever Uttered mocking songs on us."

The shepherd casts the head down as soon as ever they parted, for he dared not do so while their eyes were on him. They fared along till they met some men down by Markfleet, and told them the tidings. Skarphedinn gave himself out as the slayer of Sigmund and Grim and Helgi as the slayers of Skiolld; then they fared home and told Njal the tidings. He answers them, "Good luck to your hands I Here no self-doom will come to pass as things stand."

Now we must take up the story, and say that the shepherd came home to Lithend. He told Hallgerda the tidings.

"Skarphedinn put Sigmund's head into my hands," he says, "and bade me bring it thee; but I dared not do it, for I knew not how thou wouldst like that."

"'Twas ill that thou didst not do that," she says; "I would have brought it to Gunnar, and then he would have avenged his kinsman, or have to bear every man's blame."

After that she went to Gunnar and said, "I tell thee of thy kinsman Sigmund's slaying: Skarphedinn slew him, and wanted them to bring me the head."

"Just what might be looked for to befall him," says Gunnar, "for ill redes bring ill luck, and both you and Skarphedinn have often done one another spiteful turns."

Then Gunnar went away; he let no steps be taken towards a suit for manslaughter, and did nothing about it. Hallgerda often put him in mind of it, and kept saying that Sigmund had fallen unatoned. Gunnar gave no heed to that.

Now three Things passed away, at each of which men thought that he would follow up the suit; then a knotty point came on Gunnar's hands, which he knew not how to set about, and then he rode to find Njal. He gave Gunnar a hearty welcome. Gunnar said to Njal, "I am come to seek a bit of good counsel at thy hands about a knotty point."

"Thou art worthy of it," says Njal, and gave him counsel what to do. Then Gunnar stood up and thanked him. Njal then spoke, and said, and took Gunnar by the hand, "Over long hath thy kinsman Sigmund been unatoned."

"He has been long ago atoned," says Gunnar, "but still I will not fling back the honour offered me."

Gunnar had never spoken an ill word of Njal's sons. Njal would have nothing else than that Gunnar should make his own award in the matter. He awarded two hundred in silver, [1] but let Skiolld fall without a price. They paid down all the money at once.

Gunnar declared this their atonement at the Thingskala Thing, when most men were at it, and laid great weight on the way in which they (Njal and his sons) had behaved; he told too those bad words which cost Sigmund his life, and no man was to repeat them or sing the verses, but if any sung them, the man who uttered them was to fall without atonement.

Both Gunnar and Njal gave each other their words that no such matters should ever happen that they would not settle among themselves; and this pledge was well kept ever after, and they were always friends.

References

  1. two hundred in silver: "Szintén kétszeres váltság járt Gunnar rokonáért, Sigmundért." Gyönki, Viktória. Váltságfizetés a 10-11. századi Izlandon két nemzetségi sagában (p.29)

Kafli 45

Nú fara þeir Njálssynir upp til Fljótshlíðar og voru um nóttina við hlíðina og fóru nær Hlíðarenda er morgna tók. Þenna morgun hinn sama stóðu þeir Sigmundur og Skjöldur upp og ætluðu til stóðhrossa. Þeir höfðu beisl með sér og tóku hross í túni og riðu í braut. Þeir fundu hrossin milli lækja tveggja. Skarphéðinn sá þá því að Sigmundur var í litklæðum.

Skarphéðinn mælti: „Hvort sjáið þér nú rauðálfinn?“

Þeir litu til og kváðust sjá hann.

Skarphéðinn mælti: „Þú skalt gera að ekki, Höskuldur, því að þú munt oft sendur einn saman óvarlega. En eg ætla mér Sigmund. Þykir mér það karlmannlegt. En þeir Grímur og Helgi skulu vega að Skildi.“

Höskuldur settist niður er þeir gengu þar til er þeir komu að þeim.

Skarphéðinn mælti til Sigmundar: „Tak vopn þín og ver þig. Er það nú meiri nauðsyn en kveða flím um oss bræður.“

Sigmundur tók vopn sín en Skarphéðinn beið meðan. Skjöldur sneri móti þeim Helga og Grími og börðust þeir í ákafa. Sigmundur hafði hjálm og skjöld og gyrður sverði, spjót í hendi, snýr nú í móti Skarphéðni og leggur þegar spjóti til hans og kemur í skjöldinn. Skarphéðinn lýstur í sundur spjótskaftið og færir upp öxina og höggur til Sigmundar og klýfur skjöldinn ofan öðrum megin mundriða. Sigmundur brá sverðinu og hjó til Skarphéðins og kemur í skjöldinn svo að festi. Skarphéðinn snaraði svo fast skjöldinn að Sigmundur lét laust sverðið. Skarphéðinn höggur til Sigmundar með öxinni Rimmugýgi. Sigmundur var í pansara. Öxin kom á öxlina. Hann klauf ofan herðarblaðið og hnykkti að sér öxinni. Sigmundur féll á kné bæði.

Skarphéðinn mælti: „Laustu mér nú,“ segir Skarphéðinn, „en þó skaltu í móðurætt falla áður við skiljum.“

„Það er illa þá,“ segir Sigmundur.

Skarphéðinn laust á hjálminn og hjó Sigmund síðan banahögg. Grímur hjó fót af Skildi í ristarlið en Helgi lagði sverði í gegnum hann og fékk þegar bana.

Skarphéðinn sá smalamann Hallgerðar og hafði hann höggvið höfuð af Sigmundi. Hann seldi smalamanni höfuðið og bað hann færa Hallgerði, kvað hana kenna mundu „hvort það höfuð hefði ort níð um oss,“ og kvað vísu:


16. Höfuð þetta skaltu, hrotta

hljómstærandi, færa,

kom þú eldskerðir orðum

Álfs ferðar Hallgerði.

Hygg að þöll muni þekkja

Þynjar logs og skynja,

þýð hvort það hafi smíðað

þungt níð, boði skíða.


Smalamaður kastar höfðinu niður þegar þeir höfðu skilið því að hann þorði eigi meðan þeir sáu hann. Þeir fóru þar til er þeir fundu menn við Markarfljót og sögðu þeim tíðindin. Lýsti Skarphéðinn vígi Sigmundar á hendur sér en Grímur og Helgi vígi Skjaldar. Fóru þeir þá heim og sögðu Njáli tíðindin.

Hann sagði svo: „Njótið heilir handa. Hér skulu eigi sjálfdæmi fyrir koma að svo búnu.“

Nú er þar til máls að taka er smalamaður kemur heim til Hlíðarenda. Hann segir Hallgerði tíðindin.

„Fékk Skarphéðinn mér í hendur höfuð Sigmundar og bað mig færa þér en eg þorði það eigi,“ segir hann, „að gera því að eg vissi eigi hversu þér mundi það líka.“

„Það var illa er þú gerðir það eigi,“ segir hún. „Eg skyldi færa Gunnari og mundi hann þá hefna frænda síns ella sitja fyrir hvers manns ámæli.“

Síðan gekk hún til Gunnars og mælti: „Eg segi þér víg Sigmundar frænda þíns. Hefir Skarphéðinn vegið hann og vildi láta færa mér höfuðið.“

„Slíks var honum von,“ segir Gunnar, „því að illa gefast ill ráð og hefir hvorttveggja ykkað oft grálega gert til annars.“

Gekk þá Gunnar í braut. Hann lét ekki búa til vígsmálið og engan hlut að hafa. Hallgerður minnti oft á og sagði Sigmund vera óbættan. Gunnar gaf ekki gaum að því.

Nú liðu þrjú þing þau er menn ætluðu að hann mundi sækja málið. Þá kom eitt vandamál að hendi Gunnari það er hann vissi eigi hversu upp skyldi taka. Reið hann þá til fundar við Njál. Hann fagnar vel Gunnari.

Gunnar mælti til Njáls: „Heilræði er eg kominn að sækja að þér um eitt vandamál.“

„Maklegur ert þú þeirra,“ segir Njáll og réð honum ráðin.

Gunnar stóð þá upp og þakkaði honum.

Njáll mælti þá og tók til Gunnars: „Ærið lengi hefir Sigmundur frændi þinn verið óbættur.“

„Fyrir löngu var hann bættur,“ segir Gunnar, „en þó vil eg eigi drepa hendi við sóma mínum.“

Gunnar hafði aldrei illa mælt til Njálssona. Njáll vildi ekki annað en Gunnar gerði um málið. Hann gerði tvö hundruð silfurs [1] en lét Skjöld vera ógildan. Þeir greiddu þegar allt féið. Gunnar sagði sætt þeirra upp á Þingskálaþingi þá er þar var mest fjölmenni og tjáði hversu vel þeim hafði farið og sagði þau hin illu orð er Sigmundi dró til höfuðsbana. Skyldi og engi herma þau eða vera ógildur sá er mælti. Þeir mæltu það báðir, Gunnar og Njáll, að engir hlutir skyldu þeir til verða að eigi semdu þeir sjálfir. Efndist það og vel síðan og voru þeir jafnan vinir.


Tilvísanir

  1. tvö hundruð silfurs: "Szintén kétszeres váltság járt Gunnar rokonáért, Sigmundért." Gyönki, Viktória. Váltságfizetés a 10-11. századi Izlandon két nemzetségi sagában (p.29)

Links