Njála, 079

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
The printable version is no longer supported and may have rendering errors. Please update your browser bookmarks and please use the default browser print function instead.


Chapter 79

"Now we shall set off at once," says Skarphedinn, "this very night; for if they learn that I am here, they will be more wary of themselves."

"I will fulfil thy counsel," says Hogni.

After that they took their weapons when all men were in their beds. Hogni takes down the bill, and it gave a sharp ringing sound.

Rannveig sprang up in great wrath and said, "Who touches the bill, when I forbade every one to lay hand on it?"

"I mean," says Hogni, "to bring it to my father, that he may bear it with him to Valhalla, and have it with him when the warriors meet."

"Rather shalt thou now bear it," she answered, "and avenge thy father; for the bill has spoken of one man's death or more."

Then Hogni went out, and told Skarphedinn all the words that his grandmother had spoken.

After that they fare to the Point, and two ravens flew along with them all the way. They came to the Point while it was still night. Then they drove the flock before them up to the house, and then Hroald and Tjorfi ran out and drove the flock up the hollow path, and had their weapons with them.

Skarphedinn sprang up and said, "Thou needest not to stand and think if it be really as it seems. Men are here."

Then Skarphedinn smites Tjorfi his deathblow. Hroald had a spear in his hand, and Hogni rushes at him; Hroald thrusts at him, but Hogni hewed asunder the spear-shaft with his bill, and drives the bill through him.

After that they left them there dead, and turn away thence under the Threecorner.

Skarphedinn jumps up on the house and plucks the grass, and those who were inside the house thought it was cattle that had come on the roof. Starkad and Thorgeir took their weapons and upper clothing, and went out and round about the fence of the yard. But when Starkad sees Skarphedinn he was afraid, and wanted to turn back.

Skarphedinn cut him down by the fence. Then Hogni comes against Thorgeir and slays him with the bill.

Thence they went to Hof, and Mord was outside in the field, and begged for mercy, and offered them full atonement.

Skarphedinn told Mord the slaying of those four men, and sang a song:

"Four who wielded warlike weapons We have slain, all men of worth, Them at once, gold-greedy fellow, Thou shalt follow on the spot; Let us press this pinch-purse so, Pouring fear into his heart; Wretch! reach out to Gunnar's son Right to settle all disputes."

"And the like journey," says Skarphedinn, "shalt thou also fare, or hand over to Hogni the right to make his own award, if he will take these terms."

Hogni said his mind had been made up not to come to any terms with the slayers of his father; but still at last he took the right to make his own award from Mord.

References


Kafli 79

„Nú skulum við fara,“ segir Skarphéðinn, „þegar í nótt því ef þeir spyrja að eg er hér þá munu þeir vera varari um sig.“

„Þínum ráðum vil eg fram fara,“ segir Högni.

Eftir það tóku þeir vopn sín þá er allir menn voru í rekkjum. Högni tekur ofan atgeirinn og söng í honum hátt.

Rannveig spratt upp af æði mikilli og mælti: „Hver tekur atgeirinn þar er eg bannaði öllum með að fara?“

„Eg ætla,“ segir hann, „að færa föður mínum og hafi hann til Valhallar og beri þar fram á vopnaþingi.“

„Fyrri muntu nú bera hann og hefna föður þíns því að atgeirinn segir manns bana, eins eða fleiri.“

Síðan gekk Högni út og sagði Skarphéðni orðræðu þeirra ömmu hans.

Síðan fara þeir til Odda. Hrafnar tveir flugu með þeim alla leið. Þeir komu um nótt í Odda. Þeir ráku fénað heim á húsin. Þá hljóp út Hróaldur og Tjörvi og ráku féið upp í geilarnar og höfðu með sér vopn sín.

Skarphéðinn spratt upp og mælti: „Eigi þarft þú að að hyggja, jafnt er sem þér sýnist.“

Síðan höggur Skarphéðinn hann banahögg. Hróaldur hafði spjót í hendi og hleypur Högni að honum. Hróaldur leggur til Högna. Högni hjó í sundur spjótskaftið með atgeirinum en rekur atgeirinn í gegnum hann. Síðan gengu þeir frá þeim dauðum og snúa þaðan upp undir Þríhyrning. Skarphéðinn hleypur á hús upp og reytir gras og ætluðu þeir er inni voru að fénaður væri. Tók Starkaður og Þorgeir vopn sín og klæði og fóru út og upp um garðinn. En er Starkaður sér Skarphéðin hræðist hann og vildi aftur snúa. Skarphéðinn höggur hann upp við garðinum. Þá kemur Högni í móti Þorgeiri og vegur hann með atgeirinum.

Þaðan fara þeir til Hofs og var Mörður á velli úti og bað sér griða og bauð alsætti.

Skarphéðinn sagði Merði víg þeirra fjögurra.

Skarphéðinn kvað vísu:


26. Vér höfum fellda fjóra

fleinstýranda dýra;

þeim skaltu, beiðir, beimum,

bylgju logs, of fylgja.

Kúgum karl, svo að ægi

kaldráðum hlyn skjalda,

aumur sel þú alla dóma

auðrunnur syni Gunnars.


„Og slíka för,“ segir Skarphéðinn, „skaltu fara eða selja Högna sjálfdæmi ef hann vildi taka.“

Högni kvaðst hitt hafa ætlað að sættast ekki við föðurbana sína en þó tók hann sjálfdæmi um síðir.



Tilvísanir

Links