Pétur Benediktsson. Hvers vegna orti Egill Höfuðlausn?

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
  • Author: Pétur Benediktsson
  • Title: Hvers vegna orti Egill Höfuðlausn?
  • Published in: Helgafell 5
  • Year: 1965
  • Pages: 3-29
  • E-text:
  • Reference: Pétur Benediktsson. "Hvers vegna orti Egill Höfuðlausn?" Helgafell 5 (1965): 3-29.

  • Key words:

Annotation

Text missing

Lýsing

Í greininni lýsir Pétur Benediktsson hvernig Höfuðlausn varð, að hans mati, til og bendir á nokkur atriði sem hann telur að séu ekki í samræmi við raunverulega atburði eða frásagnir í öðrum sögum. Pétur telur að Egill hafi ekki drepið Rögnvald konungsson heldur hafi hann stolið karfa og hlutum í Herðlu. Hann bendir á að Rögnvaldur er ekki nefndur í Heimskringlu, né í sögum af Noregskonungum eða í neinni annarri sjálfstæðri heimild. Auk þess verði að telja óhugsandi að Eiríkur og enn síður Gunnhildur hefðu „látið sonarbana sinn ganga sér lifandi úr greipum aðeins tveimur árum síðar“ (bls. 10). Pétur telur hins vegar að Egill hafi bölvað Eríki og Gunnhildi með níðstönginni. Egill hafi síðan fengið fréttir að Eiríkur hefði flúið Noreg og eftir það siglt til Noregs til að hitta Hákon Aðalsteinsfóstra. Hákon hafi hins vegar ekki viljað hjálpa honum. Tilgáta Péturs er að Arinbjörn hafi bent Eiríki á að sættast við Egil og fá álögunum hrundið, sem fylgdu níðstönginni. Því næst hafi Egill farið frá Noregi til Jórvíkur til að flytja Eiríki konungi kvæðið Höfuðlausn. Arinbjörn hafi undirbúið fund þeirra. Kvæði Egils sé ort í Noregi og sé hefðbundið skáldaglamur um konung. Samtal Egils annars vegar og Arinbjarnar og Eiríks hins vegar hafi aldrei spurst til Íslands. Það sé vegna þess að Egill sagði á efri árum aðeins það eitt af ævintýrum sínum erlendis sem hann vildi að fréttist.

See also

References

Chapter 59: Létust þeir þar þrettán: „Nú fær það vissulega ekki staðizt að Egill hafi drepið son Eríks og Gunnhildar […] Auk þess verður að telja gersamlega óhugsandi að Eríkur – og þaðan af síður Gunnhildur – hefði látið sonarbana sinn ganga sér lifandi úr greipum aðeins tveimur árum síðar, hver beygur sem þeim stóð af honum. Engin önnur kvæði né lausavísur Egils sem varðveitzt hafa víkja heldur að þessu atviki“ (pp. 9-10).

Chapter 61: friðlaus að hitta Arinbjörn: "Hafi Eiríkur ekki séð það sjálfur að fyrra bragði hefur Arinbjörn vissulega bent honum á hvílík nauðsyn honum – kongungi – væri að sættast við Egil og fá álögunum hrundið. En sóma konungs varð að sjálfsögðu að gæta. Egill varð að færa honum höfuð sitt og taka um fót honum, en flytja honum drápu síðan. Og að sjálfsögðu varð Egill að leika það að hann kæmi af fúsum vilja, óumsamið, en í fullu trausti á drengskap konungs." (p. 21).


Links

  • Written by: Thi Mai Lam Ngo
  • English translation: