Vésteinn Ólason. Jórvíkurför í Egils sögu: Búandmanni telft gegn konungi

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
The printable version is no longer supported and may have rendering errors. Please update your browser bookmarks and please use the default browser print function instead.
  • Author: Vésteinn Ólason
  • Title: Jórvíkurför í Egils sögu: Búandmanni telft gegn konungi
  • Published in: Andvari 116 (Nýr flokkur 33)
  • Year: 1991
  • Pages: 46-59
  • E-text:
  • Reference: Vésteinn Ólason. "Jórvíkurför í Egils sögu: Búandmanni telft gegn konungi." Andvari 116 (Nýr flokkur 33) (1991): 46–59.

  • Key words:


Annotation

Text missing

Lýsing

Vésteinn kannar þýðingu Jórvíkurfarar Egils Skalla-Grímssonar í bókmenntum og menningu 13. aldar. Vésteinn telur að Egill hefði getað sleppt því að ganga fyrir Eirík blóðöx í Jórvík, og telur fráleitt að lofkvæði hefði dugað til að láta Eirík þyrma Agli eftir allt sem Egill hafði gert honum. Þessi þáttur er órökréttur þegar reynt er að líta á hann í sögulegu ljósi en Vésteinn leggur áherslu á að frekar ætti að túlka hann sem skáldskap. Fyrri hluti Egils sögu snýst um deilur norskrar og síðan íslenskrar bændaættar við norsku konungsættina sem lýkur síðan með sættum í Jórvík, ekki fullum sáttum en fundur Egils og Eiríks fullnægir þó þörf frásagnarinnar til að binda enda á átökin. Eftir þetta verður ættadeilusaga að ævisögu Egils þar sem eitt atvik tekur við af öðru án röklegra tengsla. Vésteinn skoðar frásagnargerð Eglu í ljósi deilumynsturs og ferðamynsturs en að sumu leyti minnir sagan á Íslendingaþætti. Vésteini þykir freistandi að skýra megineinkenni Egils sögu með því að höfundur hennar, Snorri Sturluson, hafi verið að tjá djúpa þörf sína fyrir að hverfa aftur til gamla heimsins þar sem frjálsir bændahöfðingjar réðu sínum málum og þurftu ekki að lúta konungi.

See also

References

Chapter 61: Og er Egill var vís orðinn þessa tíðinda þá gerði hann ráð sitt. : „ Augljóst er að höfundur Egils sögu hefur viljað láta koma fram að konungur hafi átt Agli svo illa að launa að óhugsandi hefði verið að Egill hefði komið á fund hans af algjörlega frjálsum vilja. En jafnframt kemur skýrt fram að Egill metur meira sæmd sína en líf; það hefði ekki verið líkt honum að láta taka sig til fanga á flótta. Í sögunni er tilviljun og frjálsri ákvörðun fléttað mjög haglega saman, og höfundi er svo mikið í mun að lesendur eða áheyrendur velkist ekki í vafa um afstöðu Egils að hann opnar sýn inn í hug hans með óvenjulegum hætti. “ (s. 53)

Links

  • Written by: Bjarni Gunnar Ásgeirsson
  • Icelandic/English translation: