Þórhallur Vilmundarson. Kista Kveld-Úlfs
- Author: Þórhallur Vilmundarson
- Title: Kista Kveld-Úlfs
- Published in: Lesbók Morgunblaðsins 28. mars
- Year: 1997
- Pages: 4-5
- E-text: timarit.is
- Reference: Þórhallur Vilmundarson. "Kista Kveld-Úlfs." Lesbók Morgunblaðsins 28. mars, 1997, pp. 4-5.
- Key words:
Annotation
Text missing
Lýsing
Í greininni setur Þórhallur fram nýja skýring á lýsingunni á kistu Kveld-Úlfs og reynir að svara hvort frásagnir í Egils sögu af henni eru gamlar arfsagnir Mýramanna eða bara hugsmíð höfundar. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að fundarstaður kistunnar, Kistuhöfði, sem er staðsettur fyrir sunnan Borgarfjörð, dragi nafn af eyðibýlinu Kistu í Andakíl sem er skammt ofan við hann. Þórhallur álítur að bæjarnafnið sé líklega fornt örnefni sem hafi komið hingað til lands með landnámsmönnum. Til rökstuðnings bendir hann á að í Noregi eru þrír bæir sem heita Kiste eða Kista. Hann telur að söguhöfundur, sem að hans mati er Snorri Sturluson, hafi þekkt allvel örnefni á þessum slóðum og notað nafn Kistuhöfða sem heimild í sögunni um kistuna. Hann bendir í þessu sambandi á að Kistuhöfði sé, samkvæmt elstu gerð Landnámu, í landnámi Gríms háleyska en ekki í landnámi Skallagríms. Loks kemst Þórhallur að þeirri niðurstöðu að höfundur Egils sögu hafi verið af ætt Mýramanna og goðorð þeirra í suðurhluta Borgarfjarðarhéraðs. Þess vegna hafi hann viljað gera mikið úr yfirráðasvæði ættföður síns.
See also
References
Chapter 27: „Ef kistusögnin er hér rétt skilin, verður vart hjá því komizt að ætla, að hún sé ¬ eins og hún er fram sett í Egils sögu ¬ hugsmíð söguhöfundar (hiklaust Snorra) fremur en gömul arfsögn Mýramanna. En sú niðurstaða rennir aftur stoðum undir, að frásagnirnar af skipunum tveimur, stærð landnáms Skalla-Gríms og þakkarskuld Gríms háleyska við Mýramenn séu eins til komnar, enda hanga þessar frásagnir í rauninni allar saman og virðast hafa eitt og sama markmið: að styrkja stöðu goðans í Reykholti“ (p. 7).
Chapter 28: „Hafi höfundur Egils sögu sótt kveikjuna að kistusögninni í Kistuhöfða og Kistu sunnan Borgarfjarðar, má spyrja, hvernig á því standi, að hann sæki hana út fyrir landnám Skalla-Gríms, eins og því hefur verið lýst í Landnámu (Þórðarbók eftir Melabók, sem næst stendur Frum-Landnámu), en þar segir: "Skalla-Grímr kom skipi sínu í Gufárós ok nam land á milli Norðrár ok Hítarár allt á milli fjalls ok fjöru ok bjó at Borg." Svarið blasir við: Höfundur Egils sögu vildi telja landnám Skalla-Gríms stærra en höfundur Frum-Landnámu” (p. 6-7).
Links
- Written by: Janina Ryszarda Szymkiewicz
- English translation: