Egla, 28

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 28

Of Skallagrim's land-taking[1]

Skallagrim came to land where a large ness ran out into the sea, and above the ness was a narrow isthmus; and there they put out their lading. That ness they called Ship-ness. Then Skallagrim spied out the land:[2] there was much moorland and wide woods, and a broad space between fells and firths, seal-hunting in plenty, and good fishing. But as they spied out the land southwards along the sea, they found before them a large firth; and, turning inwards along this firth, they stayed not their going till they found their companions, Grim the Halogalander and the rest. A joyful meeting was there. They told Skallagrim of his father's death, and how Kveldulf had come[3] to land there, and they had buried him. Then they led Skallagrim to the place, and it seemed to him that thereabouts would be a good spot to build a homestead. He then went away, and back to his shipmates; and for that winter each party remained where they had come to land. Then Skallagrim took land[4] [5] between fells and firths, all the moors out to Seal-loch, and the upper land to Borgarhraun, and southwards to Hafnar-fell, and all that land from the watershed to the sea.[6] Next spring he moved his ship southwards to the firth, and into the creek close to where Kveldulf came to land;[7] and there he set his homestead, and called it Borg, and the firth Borgar-firth, and so too the country-side further up they named after the firth.

To Grim the Halogalander he gave dwelling-place south of Borgar-firth, on the shore named Hvann-eyrr. A little beyond this a bay of no great size cuts into the land. There they found many ducks, wherefore they called it Duck-kyle, and the river that fell into the sea there Duck-kyle-river. From this river to the river called Grims-river, the land stretching upwards between them Grim had. That same spring, as Skallagrim had his cattle driven inwards along the sea, they came to a small ness where they caught some swans, so they called it Swan-ness. Skallagrim gave land to his shipmates. The land between Long-river and Hafs-brook he gave to Ani, who dwelt at Anabrekka. His son was Aunund Sjoni. About this was the controversy of Thorstein and Tongue Odd.

Grani dwelt at Granastead on Digraness. To Thorbjorn Krum he gave the land by Gufu-river upward, and to Thord of Beigaldi. Krum dwelt at Krums-hills, but Thord at Beigaldi. To Thorir Giant and his brothers he gave land upwards from Einkunnir and the outer part by Long-river. Thorir Giant dwelt at Giantstead. His daughter was Thordis Staung, who afterwards dwelt at Stangerholt. Thorgeir dwelt at Earthlongstead.

Skallagrim spied out the land upwards all round the country-side. First he went inwards along the Borgar-firth to its head; then followed the west bank of the river, which he called White-river, because he and his companions had never before seen waters that fell out of glaciers, and the colour of the river seemed to them wonderful.

They went up along White-river till a river was before them coming down from the fells to the north; this they called North-river. And they followed it up till yet again before them was a river bringing down but little water. This river they crossed, and still went up along North-river; then they soon saw where the little river fell out of a cleft, and they called it Cleave-river. Then they crossed North-river, and went back to White-river, and followed that upwards. Soon again a river crossed their way, and fell into White-river; this they called Cross-river. They learnt that every river was full of fish. After this they returned to Borg.

References

  1. Of Skallagrim's land-taking: "það er auðséð, að sá sem söguna hefir saman sett af þeim máttarviðum, sem fyrir hafa legið, hefir verið nákunnugr sögustöðunum og héraðinu. Hitt er annað mál, þó eitthvað kunni að vera orðið aflagað í vissum handr. sögunnar; það kemr fyrir meira eða minna í öllum eða fiestum vorum sögum, og þess vegna er nauðsynlegt, að bera saman þau hndr., sem til eru. þetta, sem aflagað kann að vera, getr stundum valdið svo miklum misskilningi, að ein stutt setning, eitt orð, eða jafnvel eitt atkvæði, getr orðið tilefni til þess, að gera heilan viðburð tortryggilegan, eða með öllu ósannan; enn það er einmitt þetta, sem þarf að rannsaka og bera nákvæmlega saman við sögustaðina, og sjá, hvernig þar til hagar" Sigurður Vigfússon. Rannsóknir í Borgarfirði 1884. – Egils saga Skallagrímssonar (p. 51).
  2. Skallagrim spied out the land: “The saga as a whole can be read as establishing the social identity of the descendants of Skalla-Grímr. The equals of Norwegian aristocrats, they have left the country because they have not been able to submit to the new authority of the king. In Iceland, they themselves claim authority over the region of Borgarjörður.” Torfi H. Tulinius. Towards a poetics of the Sagas of Icelanders (p. 56).
  3. Kveldulf had come: "Ég ætla að geta mér þess til að höfðinn [Kveldúlfshöfði] sjálfur sé „kista" Kveldúlfs, þar sem hann stendur líkt og strandaður í víkinni. Landnámsmenn hafa álítið hann bústað Kveldúlfs eftir dauðann og sú er merking landnámssögunnar." Karl Gunnarsson. Er kista Kveldúlfs fundin? (p. 2).
  4. then Skallagrim took land: "Both Sturlubók and Egil's saga maintain that the entire region around Borgarfjörður was within Skallagrím's original land claim. However, another version of Landnámabók (Melabók) and the thirteenth-century Vatnsdæla saga limit Skallagrím's land claim to areas west of Norðurá... [E]arly in the thirteenth century the chieftain Snorri Sturluson extended Mýrumannagoðorðið control over all the eastern areas that Egil's saga and Sturlubók include within Skallagrím's land claim. Sturlubók was compiled by Sturla Þórðarson, Snorri's nephew and potential heir, while Egil's saga was probably written by Snorri himself ... Skallagrím's land claim, as outlined in these documents, encompasses the entire region over which these chieftains were trying to establish a claim to legitimate political authority. Melabók and Vatnsdæla saga, which limit Skallagrím's area of control, were written by authors that were not under Mýramannagorðorð control." Smith, Kevin P.. Landnám. The Settlement Of Iceland In Archaeological And Historical Perspective (p. 321).
  5. Skallagrim took land: "The extension of Skallagrímur’s land-taking may thus reflect Snorri’s ambitions rather than the actual extent of his power." Axel Kristinsson. Sagas and politics in 13th century Borgarfjörður (p. 6).
  6. from the watershed to the sea: „Hafi höfundur Egils sögu sótt kveikjuna að kistusögninni í Kistuhöfða og Kistu sunnan Borgarfjarðar, má spyrja, hvernig á því standi, að hann sæki hana út fyrir landnám Skalla-Gríms, eins og því hefur verið lýst í Landnámu (Þórðarbók eftir Melabók, sem næst stendur Frum-Landnámu), en þar segir: "Skalla-Grímr kom skipi sínu í Gufárós ok nam land á milli Norðrár ok Hítarár allt á milli fjalls ok fjöru ok bjó at Borg." Svarið blasir við: Höfundur Egils sögu vildi telja landnám Skalla-Gríms stærra en höfundur Frum-Landnámu.” Þórhallur Vilmundarson. Kista Kveld-Úlfs (p. 6-7).
  7. where Kveldulf came to land: "Túlkun mín á táknmáli Egils sögu bendir til þess að sólstöðu- eða fjárlína Skalla-Gríms hafi legið til suðvesturs út eftir Digranesinu um Kveldúlfshöfða og Brákarsund og út eftir miðjum firðinum. Hún gengur einnig í gagnstæða átt inn til landsins, og fer nærri Krumshólum og „Oddi einbúa"." Karl Gunnarsson. Um kistu Kveld-Úlfs og fjármagn Skalla-Gríms (p. 15).


Kafli 28

Skalla-Grímur nam land[1]

Skalla-Grímur kom þar að landi er nes mikið gekk í sæ út og eið mjótt fyrir ofan nesið og báru þar farm af. Það kölluðu þeir Knarrarnes.

Síðan kannaði Skalla-Grímur landið[2] og var þar mýrlendi mikið og skógar víðir, langt í milli fjalls og fjöru, selveiðar nógar og fiskifang mikið. En er þeir könnuðu landið suður með sjónum og varð þá fyrir þeim fjörður mikill en er þeir fóru inn með firði þeim þá léttu þeir eigi fyrr ferðinni en þeir fundu förunauta sína, Grím hinn háleyska og þá förunauta. Varð þar fagnafundur. Sögðu þeir Skalla-Grími að Kveld-Úlfur var þar[3] til lands kominn og þeir höfðu hann jarðað. Síðan fylgdu þeir Skalla-Grími þar til og sýndist honum svo sem þaðan mundi skammt á brott þar er bólstaðargerð góð mundi vera.

Fór Grímur þá í brott og aftur til skipverja sinna og sátu þar hvorir um veturinn sem þeir höfðu að komið.

Þá nam Skalla-Grímur land[4] [5] milli fjalls og fjöru, Mýrar allar út til Selalóns og hið efra til Borgarhrauns en suður til Hafnarfjalla og allt það land er vatnföll deila til sjóvar.[6] Hann flutti um vorið eftir skipið suður til fjarðarins og inn í vog þann er næstur var því er Kveld-Úlfur hafði til lands komið[7] og setti þar bæ og kallaði að Borg en fjörðinn Borgarfjörð og svo héraðið upp frá kenndu þeir við fjörðinn.

Grími hinum háleyska gaf hann bústað fyrir sunnan Borgarfjörð þar er kallað var á Hvanneyri. Þar skammt út frá skarst inn vík ein eigi mikil. Fundu þeir þar andir margar og kölluðu Andakíl en Andakílsá er þar féll til sjávar. Upp frá á þeirri til þeirrar ár er kölluð var Grímsá, þar í milli átti Grímur land.

Um vorið þá er Skalla-Grímur lét reka kvikfé sitt utan með sjó þá komu þeir á nes eitt lítið og veiddu þar álftir nokkurar og kölluðu Álftanes.

Skalla-Grímur gaf land skipverjum sínum. Ána gaf hann land milli Langár og Háfslækjar og bjó hann að Ánabrekku. Son hans var Önundur sjóni. Grímólfur byggði fyrst á Grímólfsstöðum. Við hann er kennd Grímólfsfit og Grímólfslækur. Grímur hét son hans er bjó fyrir sunnan fjörð. Hans son var Grímar er bjó á Grímarsstöðum. Um hann deildu þeir Þorsteinn og Tungu-Oddur. Grani bjó að Granastöðum í Digranesi. Þorbirni krum gaf hann land upp með Gufá og Þórði beigalda. Bjó Krumur í Krumshólum en Þórður að Beigalda. Þóri þurs og þeim bræðrum gaf hann land upp frá Einkunnum og hið ytra með Langá. Þórir þurs bjó á Þursstöðum. Hans dóttir var Þórdís stöng er bjó í Stangarholti síðan. Þorgeir bjó á Jarðlangsstöðum.

Skalla-Grímur kannaði land upp um hérað, fór fyrst inn með Borgarfirði til þess er fjörðinn þraut en síðan með ánni fyrir vestan er hann kallaði Hvítá því að þeir förunautar höfðu eigi séð fyrr vötn þau er úr jöklum höfðu fallið. Þótti þeim áin undarlega lit. Þeir fóru upp með Hvítá til þess er sú á varð fyrir þeim er féll úr norðri frá fjöllum. Þá kölluðu þeir Norðurá og fóru upp með þeirri á til þess er enn varð á fyrir þeim og var það lítið vatnfall. Fóru þeir yfir á þá og enn upp með Norðurá. Sá þá brátt hvar hin litla áin féll úr gljúfrum og kölluðu þá Gljúfurá. Síðan fóru þeir yfir Norðurá og fóru aftur enn til Hvítár og upp með henni. Varð þá enn brátt á sú er þvers varð fyrir þeim og féll í Hvítá. Þá kölluðu þeir Þverá. Þeir urðu þess varir að þar var hvert vatn fullt af fiskum. Síðan fóru þeir út aftur til Borgar.

Tilvísanir

  1. Skalla-Grímur nam land: "það er auðséð, að sá sem söguna hefir saman sett af þeim máttarviðum, sem fyrir hafa legið, hefir verið nákunnugr sögustöðunum og héraðinu. Hitt er annað mál, þó eitthvað kunni að vera orðið aflagað í vissum handr. sögunnar; það kemr fyrir meira eða minna í öllum eða fiestum vorum sögum, og þess vegna er nauðsynlegt, að bera saman þau hndr., sem til eru. þetta, sem aflagað kann að vera, getr stundum valdið svo miklum misskilningi, að ein stutt setning, eitt orð, eða jafnvel eitt atkvæði, getr orðið tilefni til þess, að gera heilan viðburð tortryggilegan, eða með öllu ósannan; enn það er einmitt þetta, sem þarf að rannsaka og bera nákvæmlega saman við sögustaðina, og sjá, hvernig þar til hagar" Sigurður Vigfússon. Rannsóknir í Borgarfirði 1884. – Egils saga Skallagrímssonar (s. 51).
  2. kannaði Skalla-Grímur landið: “The saga as a whole can be read as establishing the social identity of the descendants of Skalla-Grímr. The equals of Norwegian aristocrats, they have left the country because they have not been able to submit to the new authority of the king. In Iceland, they themselves claim authority over the region of Borgarjörður.” Torfi H. Tulinius. Towards a poetics of the Sagas of Icelanders (s. 56).
  3. Kveld-Úlfur var þar: "Ég ætla að geta mér þess til að höfðinn [Kveldúlfshöfði] sjálfur sé „kista" Kveldúlfs, þar sem hann stendur líkt og strandaður í víkinni. Landnámsmenn hafa álítið hann bústað Kveldúlfs eftir dauðann og sú er merking landnámssögunnar." Karl Gunnarsson. Er kista Kveldúlfs fundin? (s. 2).
  4. þá nam Skalla-Grímur land: "Both Sturlubók and Egil's saga maintain that the entire region around Borgarfjörður was within Skallagrím's original land claim. However, another version of Landnámabók (Melabók) and the thirteenth-century Vatnsdæla saga limit Skallagrím's land claim to areas west of Norðurá... [E]arly in the thirteenth century the chieftain Snorri Sturluson extended Mýrumannagoðorðið control over all the eastern areas that Egil's saga and Sturlubók include within Skallagrím's land claim. Sturlubók was compiled by Sturla Þórðarson, Snorri's nephew and potential heir, while Egil's saga was probably written by Snorri himself ... Skallagrím's land claim, as outlined in these documents, encompasses the entire region over which these chieftains were trying to establish a claim to legitimate political authority. Melabók and Vatnsdæla saga, which limit Skallagrím's area of control, were written by authors that were not under Mýramannagorðorð control." Smith, Kevin P.. Landnám. The Settlement Of Iceland In Archaeological And Historical Perspective (s. 321).
  5. nam Skalla-Grímur land: "The extension of Skallagrímur’s land-taking may thus reflect Snorri’s ambitions rather than the actual extent of his power." Axel Kristinsson. Sagas and politics in 13th century Borgarfjörður (s. 6).
  6. deila til sjóvar: „Hafi höfundur Egils sögu sótt kveikjuna að kistusögninni í Kistuhöfða og Kistu sunnan Borgarfjarðar, má spyrja, hvernig á því standi, að hann sæki hana út fyrir landnám Skalla-Gríms, eins og því hefur verið lýst í Landnámu (Þórðarbók eftir Melabók, sem næst stendur Frum-Landnámu), en þar segir: "Skalla-Grímr kom skipi sínu í Gufárós ok nam land á milli Norðrár ok Hítarár allt á milli fjalls ok fjöru ok bjó at Borg." Svarið blasir við: Höfundur Egils sögu vildi telja landnám Skalla-Gríms stærra en höfundur Frum-Landnámu.” Þórhallur Vilmundarson. Kista Kveld-Úlfs (s. 6-7).
  7. Kveld-Úlfur hafði til lands komið: "Túlkun mín á táknmáli Egils sögu bendir til þess að sólstöðu- eða fjárlína Skalla-Gríms hafi legið til suðvesturs út eftir Digranesinu um Kveldúlfshöfða og Brákarsund og út eftir miðjum firðinum. Hún gengur einnig í gagnstæða átt inn til landsins, og fer nærri Krumshólum og „Oddi einbúa"." Karl Gunnarsson. Um kistu Kveld-Úlfs og fjármagn Skalla-Gríms (s. 15).

Links