Einar Ól. Sveinsson. Klýtæmestra og Hallgerður
- Author: Einar Ólafur Sveinsson (1899-1984)
- Title: Klýtæmestra og Hallgerður (greinin birt undir nafninu Tvær kvenlýsingar : Þættir um grískar og norrænar mannlýsingar í Helgafelli, tímariti um bókmenntir og önnur menningarmál)
- Place, Publisher: Reykjavík (Helgafell, 2. árgangur 1943, 1-3. hefti)
- Year: 1943
- Pages: 16-31
- E-text: http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000515736
- Reference: Einar Ól. Sveinsson. 1943. Tvær kvenlýsingar : Þættir um grískar og norrænar mannlýsingar. Helgafell 1-3. hefti (01.01.1943): bls. 16-3
- Key words:
Annotation
Lýsing
Í greininni fjallar höfundur um mannlýsingar í Njálu í samanburði við mannlýsingar í grískum harmleik Æskhýlosar. Hann ber saman lýsingar á persónugerð Hallgerðar langbrókar og Klýtæmestru (konu Agamemnons konungs). Einnig minnist hann á persónur fleiri grískra skálda og Íslendingasagna - t.a.m. um mun á persónuleika Óðins og Seifs. Hann rökstyður að margar persónur sem bera með sér ærnar andstæður í persónulýsingum sínum séu fullar af innri baráttu af því að þær eiga að vera þannig. Einar segir það ekki vera ætlunina í grískum leikritum að skilja áhorfandann eftir í vafa um einhver atriði eða persónur. Persónur Íslendingasagna eigi hins vegar að vera margbreytilegar með flóknu sálarlífi en slíkar persónur hafi í raun ekki komið aftur fram fyrr en hjá Shakespeare og samtíðarmönnum hans.:“Þar koma fram í dýrð sinni allar nýjungarnar, sem Íslendingasögur höfðu haft gagnvart fornlist Miðjarðarhafsþjóðanna. Og síðan hefur sú tegund mannlýsingar ekki þorrið, heldur þroskazt og borið nýja og nýja ávexti - …” (bls. 30 [15]).
See also
References
Chapter 9 Harðlyndi: “Það er sama hvort byrjað er á óstillingu hennar eða harðlyndi eða blendni (svo farið sé sem næst lýsingarorðum sögunnar sjálfrar, hvergi getur að líta neinn miðdepil, sem allir eiginleikarnir greinast út frá.” (bls. 16) “Nú er þar til máls að taka að Hallgerður vex upp, dóttir Höskulds, og er kvenna fríðust sýnum og mikil vexti og því var hún langbrók kölluð. Hún var fagurhár og svo mikið hárið að hún mátti hylja sig með. Hún var örlynd og skaphörð.”
Chapter 48 Kinnhestur: “Í ævi Hallgerðar koma fram þrjú atvik, sem engin orsakatengsl í vanalegum skilningi eru á milli, og þó eru þau í nánu sambandi sína á milli: það eru kinnhestarnir þrír, sem Hallgerður verður fyrir af eiginmönnum sínum og það sama hlýst jafnan af: dauði þess, sem veitti kinnhestinn.” (bls. 17-18) „Illa er þá ef eg er þjófsnautur“ og lýstur hana kinnhest. Hún kvaðst þann hest muna skyldu og launa ef hún mætti.
Chapter 77 Kinnhestur: “Þegar Hallgerður er að hefna kinnhests Gunnars, eru athafnir hennar mótaðar af afleiðingum hinna fyrri kinnhesta. Veit hún, að hún er þá um leið að hefna sín á Þorvaldi, fyrsta bónda sínum? Eða veit hún það ekki? Eða ríkir eitthvert hálfrökkur í vitund hennar?” (bls. 18) „Líf mitt liggur við,“ segir hann, „því að þeir munu mig aldrei fá sótt meðan eg kem boganum við.“ „Þá skal eg nú,“ segir hún, „muna þér kinnhestinn og hirði eg aldrei hvort þú verð þig lengur eða skemur.“
Links
- Written by: Rut Ingólfsdóttir
- Icelandic/English translation: