Heimir Pálsson. Óðinn, Þór og Egill

From WikiSaga
Revision as of 12:46, 30 January 2012 by Jón Karl Helgason (talk | contribs)
Jump to navigationJump to search
  • Author: Heimir Pálsson
  • Title: Óðinn, Þór og Egill
  • Published in: Skírnir 181 (spring)
  • Place, Publisher: n/a
  • Year: 2007
  • Pages: 96-121
  • E-text:
  • Reference: Heimir Pálsson. "Óðinn, Þór og Egill." Skírnir 181 (spring 2007): 96–121.

  • Key words: literary elements, characterization, social reality, mythology (bókmenntaleg einkenni, persónusköpun, samfélagsmynd, goðsagnir)


Annotation

Lýsing

Heimir fjallar um söguna út frá fjórum minnum - villidýrinu, berserkinum, galdramanninum og skáldinu - í þeim tilgangi að varpa ljósi á hugmyndir þrettándu aldar manna um tíundu öldina og velta fyrir sér til hvers sagan var skrifuð. Villidýrsminnið birtist nöfnum manna af Mýraætt og nafn dýrsins endurspeglast oft í persónuleika viðkomandi. Nöfnin upplýsa hvaða guði persónurnar eru hliðhollar, en Heimir minnir á að Þór hafi verið talinn göfugastur goðanna. Nú ber Egill að vísu ekki dýrsnafn og þau virðast hverfa alfarið úr ættinni eftir kynslóð hans. Ekki er sagt beinum orðum að Egill hamist eða gangi berserksgang og bardagar hans virðast yfirvegaðri og frásagnirnar raunsæislegri en hjá föður hans og afa. Egill sver sig samt í ættina og er í raun Óðinsmaður. Skáldgáfa hans er, líkt og berserkseðlið og galdrakunnáttan, fengin frá Óðni og jafnframt getur útlit Egils einnig verið komið frá Óðni. Skilaboð sögunnar til samtímans virðist vera þau að fyrr á tímum hafi Mýramenn verið bardagamenn og einarðir baráttumenn gegn konungsvaldinu. Á þrettándu öld sé sú lyndiseinkunn horfin úr ættinni og henni því fulltreystandi fyrir völdum.

See also

References

Chapter 88: þræla tvo: "Megi gera því skóna að dráp þrælanna tveggja undir ævilok Egils [...] sé í raun blótfórn, væri þar kominn merkur endir á lífshlaup Óðinsdýrkandans" (p. 115).


Links

  • Written by: Álfdís Þorleifsdóttir
  • English translation: