Poole, Russell. Egill’s Duel with Ljótr
- Author: Poole, Russell
- Title: Egill’s Duel with Ljótr
- Published in: Viking Poems on War and Peace. A study in skaldic narrative.
- Place, Publisher: Toronto: Toronto University Press
- Year: 1991
- Pages: 173-81
- E-text:
- Reference: Poole, Russell. "Egill’s Duel with Ljótr." Viking Poems on War and Peace. A study in skaldic narrative. Toronto: Toronto University Press, 1991, pp. 173-81.
- Key words:
Annotation
Lýsing
Í greininni fjallar Poole um lýsingu Eglu á því þegar Egill gengur á hólm við Ljót í stað Friðgeirs, fer með kvæði og hefur sigur. Hefur þátturinn verið talinn vera yngri viðbót við texta Eglu sem saminn væri undir áhrifum frá frönskum riddarabókmenntum og einnig hefur verið bent á líkindi við bardaga söguhetja við berserki í fornaldarsögum. Ólíklegt er að Egill sjálfur (eða samtímamaður hans) hafi getað samið kvæðið sem hann kveður í einvíginu, og Poole dregur fram bæði mál- og stíleinkenni í kvæðinu sem ekki eru talin hafa verið komin fram á 10. öld því til stuðnings. Jafnvel eru efasemdir um að kvæðið geti hafa verið samið á 13. öld, þegar Snorri Sturluson er sagður hafa samið söguna. Ef kvæðið er lesið eitt og sér er skilningurinn á því nokkuð annar en ef það er lesið með lausa málinu í Egils sögu, en Poole telur lausamálstextann sem sker kvæðið í sundur vera síðari tíma viðbót sem dragi úr innra samhengi kvæðisins. Það er samstæð heild með kynningu og útskýringu í fyrstu tveimur vísum, eggjun í miðju og niðurstöðu og eftirleik í seinustu tveimur. Líta má á kvæðið sem háð þar sem staðalímyndum er snúið á haus.
See also
References
Chapter 66: lögbrjótanda í móti: "If Egill was from the first the subject of the poem, the noble rejection of any reward ('séka lóns til launa / logbrjótanda í móti') might well have struck the audience as ironically discordant with his normal disposition in the saga, where he is portrayed as among the most grasping and property-conscious of men" (p. 181)
Links
- Written by: Bjarni Gunnar Ásgeirsson
- English translation: