Haraldur Matthíasson. Þrjár ræður
- Author: Haraldur Matthíasson
- Title: Þrjár ræður
- Published in: Á góðu dægri. Afmæliskveðja til Sigurðar Nordal 14. sept. 1951 frá yngstu nemendum hans
- Place, Publisher: Reykjavík: Helgafell
- Year: 1951
- Pages: 94-101
- E-text:
- Reference: Haraldur Matthíasson. "Þrjár ræður." Á góðu dægri. Afmæliskveðja til Sigurðar Nordal 14. sept. 1951 frá yngstu nemendum hans, pp. 94-101. Reykjavík: Helgafell, 1951.
- Key words:
Annotation
Lýsing
Haraldur Matthíasson bendir hér á að ræður í Egils sögu séu byggðar upp á sama hátt og ræður í Heimskringlu. Hann notar ræður Sigurðar biskups í Heimskringlu og ræður Hildiríðarsona og Gunnhildar drottingar í Eglu til rökstuðnings. Honum sýnist formgerð ræðnanna vera mjög lík; fyrst er "upptalning saka á hendur óvininum, síðan beint spurningum til áheyrenda og að lokum áskorun um að hegna sökudólginum með því að drepa hann" (s. 97). Munurinn er sá að Sigurður og Gunnhildur heimta að óvinurinn sé drepinn en Hárekur eggjar konung til að svipta óvininn völdum. Niðurstaða greinarinnar er sú að Egils saga og Heimskringla hafi verið samdar af sömu manneskju, það er Snorra Sturlusyni.
See also
References
Chapter 12: skal eg mæla í orlofi: "Höfundur Egils sögu veit aftur á móti, að allur áburður Hildiríðarsona á hendur Þórólfi um drottinssvik er ósannur. Þó tekst Háreki að flétta svo vel saman sannleik og ósannindi í ræðu sinni, að lesandinn undrast naumast, að Haraldur konungur skuli láta blekkjast. Má því segja að sama snilldin komi fram í ræðu Sigurðar biskups og ræðu Háreks" (pp. 95-96).
Chapter 61: Hví skal eigi þegar drepa Egil: "Ræða Gunnhildar er um svipað efni og hinar tvær ræðurnar: upptalning saka á hendur óvini og krafa um að láta hann fá makleg málagjöld. [...] Ræða Gunnhildar er örstutt, efnið kemur í fáum setningum, algerlega umbúðarlaust. Hún er því gerólík hinni löngu og sléttorðu ræðu Háreks, og eru þó báðar samdar af sama manni. Öðru máli gegnir um samanburð við ræðu Sigurðar biskups" (pp. 96-97).
Links
- Written by: Eva Antonsdóttir
- English translation: