Einar Ól. Sveinsson. Klýtæmestra og Hallgerður
- Author: Einar Ólafur Sveinsson (1899-1984)
- Title: Klýtæmestra og Hallgerður (greinin birt undir nafninu Tvær kvenlýsingar : Þættir um grískar og norrænar mannlýsingar í Helgafelli, tímariti um bókmenntir og önnur menningarmál)
- Published in: Helgafell 2/1-3
- Year: 1943
- Pages: 16-31
- E-text: timarit.is
- Reference: Einar Ól. Sveinsson. 1943. Tvær kvenlýsingar : Þættir um grískar og norrænar mannlýsingar. Helgafell 2/1-3 (1943): 16-31.
- Key words:
Annotation
Lýsing
Í greininni ber höfundur einkum saman lýsingar á persónum Hallgerðar langbrókar í Njálu og Klýtæmestru (konu Agamemnons konungs) í grískum harmleik Æskhýlosar. Einnig minnist hann á persónur úr fleiri grískra leikritum og sögum, sem og Íslendingasögum, t.a.m. ræðir hann um mun á persónuleika Óðins og Seifs. Hann bendir á að margar persónur í báðum flokkum eigi í mikilli innri baráttu. Ekki sé ætlunin í grískum leikritum að skilja áhorfandann eftir í vafa um einhver atriði eða persónur. Persónur Íslendingasagna eigi hins vegar að vera margbreytilegar, með flóknu sálarlífi, en slíkar persónur hafi í raun ekki komið aftur fram fyrr en hjá Shakespeare og samtíðarmönnum hans.
See also
References
Chapter 9 örlynd og skaphörð: “Það er sama hvort byrjað er á óstillingu hennar eða harðlyndi eða blendni (svo farið sé sem næst lýsingarorðum sögunnar sjálfrar), hvergi getur að líta neinn miðdepil, sem allir eiginleikarnir greinast út frá.” (s. 16).
Chapter 77 hirði eg aldrei: “Þegar Hallgerður er að hefna kinnhests Gunnars, eru athafnir hennar mótaðar af afleiðingum hinna fyrri kinnhesta. Veit hún, að hún er þá um leið að hefna sín á Þorvaldi, fyrsta bónda sínum? Eða veit hún það ekki? Eða ríkir eitthvert hálfrökkur í vitund hennar?” (s. 18).
Links
- Written by: Rut Ingólfsdóttir
- English translation: