Björn M. Ólsen. Kvæði Egils Skallagrímssonar gegn Egils sögu

From WikiSaga
Revision as of 10:31, 21 October 2016 by Jón Karl Helgason (talk | contribs) (→‎References)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigationJump to search
  • Author: Björn M. Ólsen
  • Title: Kvæði Egils Skallagrímssonar gegn Egilssögu
  • Published in: Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags 18
  • Year: 1897
  • Pages: 87-99
  • E-text: timarit.is
  • Reference: Björn M. Ólsen. "Kvæði Egils Skallagrímssonar gegn Egilssögu." Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags 18 (1897): 87-99.

  • Key words:


Annotation

Text missing

Lýsing

Í greininni fjallar Björn um það misræmi sem er á milli frásagnar Egils sögu og kveðskapar Egils Skallagrímssonar sem lýsir viðskiptum hans við Eirík blóðöx konung og Gunnhildi drottningu í Jórvík. Björn segir að í Höfuðlausn lýsi Egill því að hann hafi komið á fund konungs "vestur um haf" (frá Noregi) til að flytja honum kvæðið og vingast við hann. Hann hafi samkvæmt því verið búinn að yrkja kvæði áður en hann kom til Englands. Í Egils sögu er hins vegar sagt að Egill hafi komið frá Íslandi vegna þess að Gunnhildur drottning hafi lokkað hann til þess með galdri. Þau Eiríkur hafi ætlað sér að drepa Egil en hann yrkir kvæðið nóttina áður en hann er drepinn til að bjarga sér. Björn segir að kvæðið hljóti að vera réttara, Egill hefði ekki getað farið með rangt mál í kvæðinu því konungur hefði vitað betur.

See also

References

Chapter 61: tók um fót konungi: „First og fremst getur það ekki verið rjett, að Egill hafi komið af hendingu og á móti vilja sínum til Englands. Í 2. erindi Höfuðlausnar segir hann sjálfur: „Buðumsk hilmir löð,/ þar ák hróðrarkvöð“, eða að konungur (ɔː Eiríkr) hafi boðið sjer heim og að þar eigi hann kvöð til að irkja um hann. Þetta mundi skáldið ekki hafa dirfst að segja frammi firir sjálfum konungi og allri hirð hans, ef það hefði ekki verið satt. Þetta kemur heim við vísu þá, sem sagan segir að Egill hafi ort, er hann kom á fund konungs og tók fót honum“ (p .90).

Links

  • Written by: Thuy Thi Bui
  • English translation: