Gísli Sigurðsson. Njáls saga og hefðin sem áheyrendur þekktu
- Author: Gísli Sigurðsson
- Title: Njáls saga og hefðin sem áheyrendur þekktu
- Published in: Þjóðarspegillinn 2010. Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010
- Editors: Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir
- Place, Publisher: Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
- Year: 2010
- Pages: 59-66
- E-text: Skemman
- Reference: Gísli Sigurðsson. "Njáls saga og hefðin sem áheyrendur þekktu." Þjóðarspegillinn 2010. Rannsóknir í félagsvísindum XI. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2010, pp.l 59-66. Eds. Gunnar Þór Jóhannesson, Helga Björnsdóttir. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2010
- Key words:
Annotation
Text missing
Lýsing
Í greininni færir Gísli rök fyrir því að Íslendingasögurnar séu að einhverju leyti byggðar á munnlegri hefð. Hann styðst við upphafsorð Njálu sem fjalla um ættartengsl Sighvats hins rauða. Gísli gerir að umtalsefni þá hugmynd Baldurs Hafstað að höfundur Njálu hafi stuðst við glataða gerð af Landnámu við skrif sín, en Gísli er ekki sammála túlkun hans. Því næst rekur Gísli skrif annarra fræðimanna, þar á meðal og Anderssons, Einars Ól. Sveinssonar og Guðna Jónssonar, sem allir hafa skrifað um tengsl Njálu við aðrar sögur. Einar og Guðni voru báðir þeirrar skoðunar að engin rittengsl væru á milli Njálu og Landnámu. Sjálfur telur Gísli að ekki hafi verið sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að höfundur Njálu hafi fengið þemu og nöfn lánuð úr glötuðu eintaki af Landnámu. Hann telur miklu eðlilegra að lesa upphafslínur Njálu í samhengi við þá munnlegu frásagnarhefð sem sagan er sprottin úr og sem áheyrendur hennar hafi þekkt til. Einnig vísar Gísli til þess ósamræmis sem er á milli Landnámu og Njálu þar sem Mörður er talin Sighvatsson í Njálu en Sigmundsson í Landnámu. Þá bendir hann á að tilvísun Njálu í víg Sighvats geti ekki verið vísun til þess texta sem er nú í Landnámu þar sem Njála og Landnáma eru ekki sammhljóma um hvort það hafi verið Sighvatur eða Sigmundur, sonur hans, sem hafi verið veginn við Sandhólaferju.
See also
References
Chapter 1: sonur Sighvats hins rauða: „Í þessari grein er gerð tilraun til að lesa upphafsorð Njáls sögu með ættfærslu til Sighvats hins rauða í ljósi tilgátu höfundar um að hinar rituðu Íslendingasögur byggist að einhverju leyti á munnlegri hefð og vísi iðulega til þekkingar áheyrenda á þeirri hefð“ (p. 59).
Links
- Written by:
- Icelandic/English translation: