Einar Ól. Sveinsson. Klýtæmestra og Hallgerður

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
  • Author:
  • Title:
  • Place, Publisher:
  • Year:
  • Pages:
  • E-text:
  • Reference: MLA

  • Key words:


Annotation

Lýsing

Í greininni fjallar höfundur um mannlýsingar í Njálu í samanburði við mannlýsingar í grískum harmleik Æskhýlosar. Hann ber saman lýsingar á persónugerð Hallgerðar langbrókar og Klýtæmestru (konu Agamemnons konungs). Einnig minnist hann á persónur fleiri grískra skálda og Íslendingasagna - t.a.m. um mun á persónuleika Óðins og Seifs. Hann rökstyður að margar persónur sem bera með sér ærnar andstæður í persónulýsingum sínum séu fullar af innri baráttu af því að þær eiga að vera þannig. Einar segir það ekki vera ætlunina í grískum leikritum að skilja áhorfandann eftir í vafa um einhver atriði eða persónur. Persónur Íslendingasagna eigi hins vegar að vera margbreytilegar með flóknu sálarlífi en slíkar persónur hafi í raun ekki komið aftur fram fyrr en hjá Shakespeare og samtíðarmönnum hans.:“Þar koma fram í dýrð sinni allar nýjungarnar, sem Íslendingasögur höfðu haft gagnvart fornlist Miðjarðarhafsþjóðanna. Og síðan hefur sú tegund mannlýsingar ekki þorrið, heldur þroskazt og borið nýja og nýja ávexti - …” (bls. 30 [15]).

See also

References

Links

  • Written by:
  • Icelandic/English translation: