Robberstad, Knut. Sagnaritun Snorra Sturlusonar og eignarréttur á norskum almenningum

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
  • Author: Robberstad, Knut
  • Title: Sagnaritun Snorra Sturlusonar og eignarréttur á norskum almenningum
  • Published in: Skírnir 139
  • Year: 1965
  • Pages: 130-33
  • E-text:
  • Reference: Robberstad, Knut. "Sagnaritun Snorra Sturlusonar og eignarréttur á norskum almenningum." Skírnir 139 (1965): 130-33.

  • Key words: history, authorship (sagnfræði, höfundur)


Annotation

Text missing

Lýsing

Samkvæmt gamalli kenningu gerði Haraldur konungur hárfagri norska almenninga að konungseign. Sú kenning byggir á tveimur heimildum, annars vegar Ólafs sögu helga og hins vegar Egils sögu Skallagrímssonar, en bæði verk hafa verið talin til verka Snorra Sturlusonar. Robberstad telur misjafnar frásagnir á því hvernig Haraldur konungur eignaði sér landið, sem birtast í þessum verkum, stafa af því að skoðun Snorra breyttist með árunum. Í Egils sögu virðist Haraldur vera mjög ágjarn en Robberstad segir að ólíklegt sé að Haraldur hefði slegið eign sinni á allar jarðir sem hann hafði eignast með friðsamlegum hætti. Þessi neikvæða söguskoðun gæti stafað af því að heimildarmenn Snorra og ættmenn hans voru komnir af Agli Skallagrímssyni og var Snorri nátengdur ættarsetrinu Borg. Í Ólafs sögu slær Haraldur aðeins eign sinni á það land sem hann vann með vopnum og á það einnig við frásögnina eins og hún birtist í Heimskringlu; þessar aðgerðir ná ekki til almenninganna. Ætla má að Snorri hafi öðlast nýtt viðhorf til Haralds á meðan á Noregsdvöl hans stóð 1218–1220. Þá rofnuðu einnig tengsl hans við Borg. Síðari kona Snorra, Hallveig Ormsdóttir, átti ættir að rekja til Haralds konungs og má ætla að þá hafi viðhorf Snorra til hans mildast. Samkvæmt Robberstad hefur Snorri þá, eftir því sem hann fræddist meira um þessi efni og þegar tengsl hans við Borg rofnuðu en tengsl við Oddaverja jukust, ekki haft neina vitneskju um að Haraldur hafi slegið eign sinni á norsku almenningana og því breytt frásögninni í nýrri textum.

See also

References

Chapter 4: í hverju fylki óðul öll: "Eftir þessu að dæma hlýtur Haraldur konungur að hafa verið mjög ágjarn. En ekki er það sennilegt, að Haraldur hafi t. d. slegið eign sinni á allar jarðeignir á Vestfold og í Sogni, ríkjum, sem hann hafði erft með friðsamlegum hætti. Ekki er heldur auðvelt að gera sér í hugarlund, að konungur hafi tekið jarðir og skóga þar, sem íbúarnir gengu á vald hans af frjálsum vilja" (p. 132).

Links

  • Written by: Bjarni Gunnar Ásgeirsson
  • Icelandic/English translation: