Torfi H. Tulinius. Beinagrindin

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
  • Author: Torfi H. Tulinius
  • Title: Beinagrindin
  • Published in: Skáldið í skriftinni. Snorri Sturluson og Egils saga.
  • Place, Publisher: Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, ReykjavíkurAkademían
  • Year: 2004
  • E-text:
  • Reference: Torfi H. Tulinius. Skáldið í skriftinni. Snorri Sturluson og Egils saga. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, ReykjavíkurAkademían.

  • Key words:


Annotation

In this first chapter of his book, Tulinius summons the plot of Egils saga. He then deals with the structure of the saga and explains how the story evolves from being the political tragedy of Þórólfur Kveld-Úlfsson into being the biography of a poet and a viking in the second half of the saga. Tulinius states that the claim that, because of the dissimilarities of the parts there must be two authors to the story, is not necessarily the case. Tulinius outlines the structure of the saga as a story of generations, the story of settlers and discusses the additions of the four characters named Ketill (hængur, blunder, höður and gufa) as some sort of landmarks on Egil´s journey through the saga. These four characters are individually introduced to the plot just before a dramatic climax in the saga. Tulinius also discusses how the saga forms a logical context between the happenings in it. In that context the part of Þorsteinn Egilsson is specifically discussed.


Lýsing

Í þessum fyrsta kafla fer Torfi nákvæmlega yfir söguþráð Egils sögu. Þá fjallar hann um ytri byggingu sögunnar og fer þar yfir hvernig sagan skiptist frá því að vera pólitísk harmsaga Þórólfs Kveld-Úlfssonar yfir í seinni hlutann, ævisögu skálds og víkings. Það þarf ekki að vera, að mati Torfa, að tveir höfundar komi að verkinu vegna þess hve ólíkir hlutarnir séu. Torfi gerir grein fyrir byggingu sögunnar sem kynslóðasögu, sögu landnámsmanna og fjallar um frásagnir af fjórum Kötlum (hængi, blundi, heði og gufu) sem eins konar varða á leið Egils í gegn um söguna en þeir koma einatt fyrir rétt áður en dramatískt ris verður í sögunni. Torfi fjallar einnig um innri byggingu sögunnar, eða það hvernig sagan myndar rökrænt samhengi milli atburða sem hún greinir frá. Í þessum hluta kaflans er sérstaklega sagt frá Þorsteini Egilssyni og hans þætti.


See also

References

Chapter 56: drap höfðinu niður í feld sinn.: „ [Hegðun Egils] er því ráðgáta bæði fyrir lesendur og aðrar persónur sögunnar [...] Hér virðist því mikilvægur eiginleiki sögunnar vera kominn í ljós sem bætist við hina formföstu ytri byggingu og sterkt innra samhengi. Hann felst í tilhneigingu höfundar til að gera sögu Egils að ráðgátu. Það er t.a.m. ekki fyrr en í 56. kafla að skýring fæst á hegðun hans fram að því, og raunar þarf lesandinn að rekja sig til baka til að átta sig á því hvers vegna Egill biður Ásgerðar eftir fall Þórólfs. Þetta er ekki ósvipað gátu þar sem lausnin er fólgin í framsetningunni. Því vaknar sú spurning hvort það sem sagt er frá eftir að Egill snýr heim úr sinni fyrstu utanferð sé ekki hluti af þeirri ráðgátu. “ (s. 52)

Links

  • Written by: Hildur Ýr Ísberg
  • English translation: Hildur Ýr Ísberg