Sigurður Nordal. Átrúnaður Egils Skallagrímssonar
- Author: Sigurður Nordal
- Title: Átrúnaður Egils Skallagrímssonar
- Published in: Skírnir 98
- Place, Publisher:
- Year: 1924
- Pages: 145-65
- E-text:
- Reference: Sigurður Nordal. "Átrúnaður Egils Skallagrímssonar." Skírnir 98 (1924): 145–65.
- Key words: poetry, characterization, religion (kveðskapur, persónusköpun, trúarbrögð)
Annotation
Lýsing
Í greininni túlkar Nordal kveðskapinn í Eglu sem vísbendingu um ævi og hugmyndaheim skáldsins óháð þeirri vitneskju sem fá má af sögunni sjálfri. Sonatorrek sé það kvæði sem gefi besta innsýn í sálarlíf Egils. Seinni hluta kvæðisins les hann sem trúarjátningu Egils. Sigurði þykir líklegt að Egill hafi alist upp við Þórsdýrkun, en Þór hafi verið guð bænda. Á fullorðinsárum hafi Egill síðan tekið trú á Óðinn, guð víkinga og ferðalaga í trássi við Þórsdýrkarann, föður sinn Skalla-Grím. Sigurður fjallar síðan um togstreituna milli þessara tveggja guða í huga Egils og telur að mislyndið í persónugerð hans geti að vissu leyti skýrst af henni. Hins vegar sé Egill á fullorðinsaldri algerlega handgenginn Óðni. Það sjáist meðal annars á því að þegar hann ristir Eiríki konungi níð heitir hann á Óðin, Frey og Njörð en ekki Þór. Sigurður telur að sorg Egils við sonamissinn hafi valdið byltingu í öllu sálarlífi skáldsins. Í Sonatorreki svali hann ekki einungis sorg sinni heldur sé hann að gera upp við lífsskoðun sína. Í sorginni geri hann sér grein fyrir skiptum sínum við goðin, hann hafi svikið Þór en gengið Óðni á vald; því verndaði Þór ekki Böðvar, son hans í óveðrinu.
See also
References
Chapter 80: á enda stendr: "Sonatorrek er fyrsta íslenzka kvæðið og Egill fyrsti Íslendingurinn að því leyti, að hjá honum kemur fyrst skýrt fram sú sundurgreining sálarlífsins, sem skapaðist við flutning Íslendinga vestur um haf og varð skilyrði andlegra afreka þeirra, sem þeir unnu fram yfir Norðmenn" (p. 164).
Chapter 88: ætla eg að sá silfrinu: "Aldrei er [Egill] annar eins Óðinsdýrkandi og þegar hannn [svo] ætlar síðast til Alþingis með silfrið frá Aðalsteini, sem hann hafði aldrei við sig skilið og haldið fastast fyrir föður sínum. ... Hann ætlar að gera fé sitt að rógmálmi skatna, etja mönnum saman að dæmi Óðins fá honum enn fylgd, þó að sjálfur mætti hann ekki vega" (p. 164).
Links
- Written by: Álfdís Þorleifsdóttir
- English translation: