Bergljót Soffía Kristjánsdóttir. Primum caput: um höfuð Egils Skalla-Grímssonar
- Author: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
- Title: Primum caput: um höfuð Egils Skalla-Grímssonar, John frá Salisbury o.fl.
- Published in: Skáldskaparmál 4
- Year: 1997
- Pages: 74-96
- E-text:
- Reference: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir. "Primum caput: um höfuð Egils Skalla-Grímssonar, John frá Salisbury o.fl." Skáldskaparmál 4 (1997): 74-96.
- Key words: poetry, philosophy, intertextuality (kveðskapur, heimspeki, textatengsl)
Annotation
Lýsing
„Höfuð“ er fyrirferðarmikið í Egils sögu og hér er það minni skoðað út frá hugmyndum 12. og 13. aldar manna. Hinn nýi samfélagsskilningur 12. aldar segir Bergljót að komi vel fram í Eglu og þar megi greina hugmyndatengsl við erlend verk, t.d. Policraticus eftir John frá Salisbury. Sagan færi sér þó einnig í nyt norræna sagna- og kvæðahefð, vísi m.a. í ragnarök þar sem úlfar gleypi sól og mána. Kveld-Úlfur og afkomendur hans sem standa uppi í hárinu á Noregskonungum séu í þeim skilningi nokkurs konar úlfar sem ógni konungdæminu. Höfuð þeirra feðga (skalli og hattur) koma mjög við sögu þegar þeir fara á konungsfund og virðist með orðaleikjum vísa á goðsöguna um Skoll og Hata. Vargsnáttúran býr í höfði ættarinnar og lýsir sér í árásargirnd þeirra, útliti og málsnilld sem beint er gegn konungnum sem þeir „gleypa“ í vissum skilningi. Þetta telur Bergljót að sé nátengt táknmáli sem þróist á svipuðum tíma í Evrópu og hún bendir á að í Arinbjarnarkviðu, sem beri þess merki að vera lært 13. aldarverk, sé mikil áhersla lögð á höfuð bæði Egils og konungs.
See also
References
Chapter 25: skalla þeim hinum mikla: “Úlfsnáttúra Skalla-Grims er nú t.d. tengd höfði hans með samspili tvenndarinnar ‘skalli’ og ‘úlfúð’” (p. 76).
Chapter 61: hatt yfir hjálmi: „Sem úlfsnafn merkir „Hatti“ líklega ‘sá höttótti’, en þegar það er fært yfir á ‘mann-úlf’ gefur það tilefni til merkingarinnar ‘maður með hatt eða hött’“ (p. 79).
Links
- Written by: Álfdís Þorleifsdóttir
- English translation: