Ármann Jakobsson. Ástin á tímum þjóðveldisins

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
  • Author: Ármann Jakobsson
  • Title: Ástin á tímum þjóðveldisins
  • Published in: Miðaldabörn
  • Editors: Ármann Jakobsson, Torfi H. Tulinius
  • Place, Publisher: Reykjavík : Hugvísindastofnun Háskóla Íslands
  • Year: 2005
  • Pages: 63-85
  • E-text:
  • Reference: Ármann Jakobsson. "Ástin á tímum þjóðveldisins." Miðaldabörn. Eds. Ármann Jakobsson, Torfi H. Tulinius, pp. 63-85. Reykjavík : Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, 2005.

  • Key words: history, social reality (sagnfræði, samfélagsmynd)


Annotation

On the practice and image of fostering children in medieval Icelandic literature. Various accounts of fostering are compared, including instances of fostering in Egils saga. Skallagrim’s cold relationship with Egil is contrasted with the poet’s relationship with his foster mother Thorgerd Brak, who saves Egil’s life by giving up her own. Later, Egil names one of his daughters after Thorgerd, but this example highlights that an emotional connection is lacking between father and son. Jakobsson concludes on the basis of this and similar examples from Harðar saga and Brennu-Njáls saga that children and their foster parents were seen in medieval Iceland as sharing a strong emotional bond, stronger indeed than that between children and birth parents.

Lýsing

Um fóstur í íslenskum miðaldasögum og ímynd fósturs á Íslandi á miðöldum. Nokkrar frásagnir um fóstur bornar saman, m.a. úr Egils sögu. Ástlaust samband Skalla-Gríms og Egils er borið saman við samband skáldsins við fóstru sína, Þorgerði brák. Þorgerður fórnar lífi sínu fyrir Egil og Egill lætur eina dóttur sína heita eftir henni, en hér má greina tilfinningatengsl sem skortir á milli feðganna. Sambærilegum dæmum úr Harðar sögu og Brennu-Njáls sögu eru einnig gerð skil og Ármann segir þau „sýna að á miðöldum var sú hugmynd ofarlega á baugi að sterk og áköf tilfinningabönd væru milli fósturforeldis og fósturbarns. Í öllum þessum sögum eru þau mun sterkari en tilfinningabönd milli foreldra og barna sem stundum einkennast af kulda og fálæti eða jafnvel af fullum fjandskap“ (s. 78).

See also

References

Chapter 40: Þorgerður brák: „Fjölkynngi hennar gerir hana að verðugum andstæðingi Skalla-Gríms sem „hamast“ þegar sól er sest ... Munurinn liggur í afstöðu þeirra til Egils. Þau takast á um líf drengsins. Þorgerður fórnar lífi sínu fyrir Egil. Faðir hans vildi hins vegar drepa son sinn“ (p. 73).

Chapter 57: varð hann þá feginn: „Þegar Egill kemur heim ... er Skalla-Grímur „feginn“ að sjá son sinn. Þetta er eina jákvæða lýsingarorðið sem er notað um samskipti þeirra feðga í allri sögunni“ (p. 74).


Links

  • Written by: Katelin Parsons
  • English translation: Katelin Parsons