Baldur Hafstað. Sighvatur Þórðarsson og Egils saga

From WikiSaga
Jump to: navigation, search
  • Author: Baldur Hafstað
  • Title: Sighvatur Þórðarsson og Egils saga
  • Published in: Skáldskaparmál 3
  • Year: 1994
  • Pages: 108-18
  • E-text:
  • Reference: Baldur Hafstað. "Sighvatur Þórðarsson og Egils saga." Skáldskaparmál 4 (1994): 108-18.

  • Key words: intertextuality, textual relations, poetry (kveðskapur, rittengsl, textatengsl)


Contents

Annotation

There are interesting similarities between narratives in Egils saga and in various Kings’ Sagas of Sighvatur Þórðarson, including in Heimskringla, Ólafs saga hin sérstaka and Flateyjarbók. The head-ransom narrative in Óttars þáttr svarta in Flateyjarbók thereby greatly resembles Egils saga’s narrative of Egil’s journey to York. There is also a lot in common between Sighvatur’s and Egill Skallagrímsson’s poetry. Hafstað thinks it likely that Heimskringla had shaped the concepts of friendship which appear in Egils saga, since both sagas share similar ideas about the expected behaviour of royal subjects.

Lýsing

Athyglisverð líkindi eru með ýmsum frásögnum Egils sögu og frásögnum konungasagna af Sighvati Þórðarsyni, m.a. í Heimskringlu, Ólafs sögu hinni sérstöku og Flateyjarbók. Þannig svipar höfuðlausnarfrásögninni í Óttars þætti svarta í Flateyjarbók mjög til frásagnar Eglu af Jórvíkurferð Egils. Að auki má finna sameiginlega drætti í skáldskap þeirra Sighvats og Egils Skallagrímssonar. Baldur telur líklegt að Heimskringla hafi mótað þær vináttuhugmyndir sem birtast í Eglu, enda miðli báðar sögurnar áþekkum hugmyndum um æskilega hegðun konungsmanna.

See also

References

Chapter 61: Hann ætlar þá að sigla til Englands.: „ Jórvíkurfrásögnin af Agli við hirð Eiríks blóðaxar og Gunnhildar og frásagan af höfuðlausn Óttars svarta eru um margt líkar þó vissulega séu sakarefni fleiri í Egils sögu. Í báðum tilvikum er konungur reiður skáldi fyrir kveðskap. Skáldið er í vörslu. Háttsettur konungsmaður ráðleggur skáldinu að yrkja drápurá ákveðnum tíma (þremur nóttum/ einni nóttu). Konungsmaður vitjar skáldsins um nótt. Við hirðina eru ákveðnir aðilar lítt hliðhollir skáldi en konungsmaðurinn heldur uppi vörnum. Drottning er viðstödd enda tengist hún atburðum (hún er ekki sjáanleg í eldri frásögnum af Óttari) og konungshjónin eru ekki sammála um afdrif skáldsins. Konungur lætur skáldið þiggja höfuð sitt „ í þessu sinni“ / „ að sinni“ fyrir drápuna og skáldið segir að höfuð sitt sé ljótt. Kvæðið heitir Höfuðlausn. “ (s. 111)


Links

  • Written by: Álfdís Þorleifsdóttir
  • English translation: Jane Appleton
Personal tools