Finnur Jónsson. Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
  • Author: Finnur Jónsson
  • Title: Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega
  • Published in: Skírnir 108
  • Year: 1934
  • Pages: 11-40
  • E-text: timarit.is
  • Reference: Finnur Jónsson. „Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega.“ Skírnir 108 (1934): 11–40.

  • Key words: transmission, sources, authorship, structure (varðveisla, heimildir, höfundur, bygging)


Annotation

The article is a review of a book by Einar Ól. Sveinsson, „Um Njálu“ (On Njals saga). In the book – originally a doctoral thesis – Sveinsson argues that there never existed another version of Njals saga than the one which is known from the preserved manuscripts. Jónsson does not agree but follows older theories which assert that there once existed an older version of that particular saga. He points out that all the preserved manuscripts today are „copies“ of an original. In the article Jónsson gives an overview of 12th and 13th century writing and discusses how the terms "author" and "original version" had little or no meaning at that time. He points out that the original scripts were thought to be out of date – and had lost their importance – once they had been copied and something added to them during that process. That explains the fact that none of them exist today. In the latter half of the article Jónsson picks many examples to support his opinion that the Njals saga, which is extant in preserved manuscripts, was not produced by an original „author“ – as Sveinsson maintains in his book – but is the work of an „editor“.

Lýsing

Greinin er gagnrýni um bók Einars Ól. Sveinssonar, „Um Njálu“. Í bókinni – sem í grunninn er doktorsritgerð – heldur Einar Ólafur þeirri kenningu á lofti að aldrei hafi verið til önnur Njáls saga en sú sem hefur varðveist í handritum og handritabrotum. Finnur hallast frekar að þeim kenningum sem gera ráð fyrir Njálu í eldri mynd og bendir á að ekki hafi varðveist eitt einasta fornrit í frumriti, heldur einungis í uppskriftum. Í greininni setur Finnur fram yfirlit yfir sagnaritunina fornu, á 12. og 13. öld og fjallar um að á þeim tímum hafi lítið verið skeytt um höfundarétt eða frumrit og þau talin „úrelt“ þegar aukið hafði verið við þau. Það sé ástæðan fyrir að þau hafi ekki varðveist. Í síðari helmingi greinarinnar tínir Finnur til fjölmörg dæmi sem ætlað er að styrkja þá skoðun að Njála eins og hún hefur varðveist í handritum sé einmitt ekki eitt verk höfundar líkt og EÓS vill meina, heldur komin fram við starf ritstjóra.

See also

References

Chapter 130 „Frásögnin um jaxlinn Þráins í k. 130, sem sumum kann að hafa þótt gaman að, er hlægilegt skrök; Skarphjeðinn á að hafa geymt hann í pússi sínum og meitt mann með því að kasta honum í augað á honum, „svá at þegar lá úti á kinninni“ (!!). Alt þetta er úngt innskot, það sjest m.a. af því, að þar sem sagt er frá drápi Þráins (úr honum átti jaxlinn að vera), er jaxlsins alls ekki getið; aðeins í einu hdr. er það nefnt, en setningin er þar auðsjáanlega innskot.“ (p. 23)

Links

  • Written by: Huldar Breiðfjörð
  • Icelandic/English translation: Huldar Breiðfjörð