Egla, 02
From WikiSaga
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 |
41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 |
51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 |
2. kafli
Texti
Auðbjörn hét þá konungur yfir Firðafylki. Hróaldur hét jarl hans en Þórir son jarlsins.
Þá var Atli hinn mjóvi jarl. Hann bjó á Gaulum. Hans börn voru þau Hallsteinn, Hólmsteinn, Hersteinn og Solveig hin fagra.
Það var á einu hausti að fjölmennt var á Gaulum að haustblóti. Þá sá Ölvir hnúfa Solveigu og gerði sér um títt. Síðan bað hann hennar en jarlinum þótti mannamunur og vildi eigi gifta hana. Síðan orti Ölvir mörg mansöngskvæði. Svo mikið gerði Ölvir sér um Solveigu að hann lét af herförum og voru þá í herförum Þórólfur og Eyvindur lambi.
Ítarefni
- ↑ Um Atla er einnig fjallað í 12. kafla Haralds sögu hárfagra í Heimskringlu (Berman, Melissa: Egils saga and Heimskringla Scandinavian Studies 54 1982)