Egla, 14

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 14

Thorolf again in Finmark

That winter Thorolf went again to Finmark, taking with him about a hundred men. As before, he held a fair with the Finns, and travelled far and wide over Finmark. But when he reached the far east, and his coming was heard of, then came to him some Kvens, saying that they were sent by Faravid, king of Kvenland, because the Kiriales were harrying his land; and his message was that Thorolf should go thither and bear him help; and further that Thorolf should have a share of the booty equal to the king's share, and each of his men as much as two Kvens. With the Kvens the law was that the king should have one-third as compared with his men when the booty was shared, and beyond that, as reserved for him, all bearskins and sables.[1][2] Thorolf put this proposal before his men, giving them the choice to go or not; and the more part chose to venture it, as the prize was so great. This is was decided that they should go eastwards with the messengers.

Finmark is a wide tract;[3] it is bounded westwards by the sea, wherefrom large firths run in; by sea also northwards and round to the east; but southwards lies Norway; and Finmark stretches along nearly all the inland region to the south, as also does Halogaland outside. But eastwards from Naumdale is Jamtaland, then Helsingjaland and Kvenland, then Finland, then Kirialaland; along all these lands to the north lies Finmark, and there are wide inhabited fell-districts, some in dales, some by lakes. The lakes of Finmark are wonderfully large, and by the lakes there are extensive forests. But high fells lie behind from end to end of the Mark, and this ridge is called Keels.

But when Thorolf came to Kvenland and met king Faravid, they made them ready for their march, being three hundred of the kings men and a fourth hundred Norsemen. And they went by the upper way over Finmark, and came where the Kiriales were on the fell, the same who had before harried the Kvens. These, when they were aware of the enemy, gathered themselves and advanced to meet them, expecting victory as heretofore. But, on the battle being joined, the Norsemen charged furiously forwards, bearing shields stronger than those of the Kvens; the slaughter turned to be in the Kiriales' ranks many fell, some fled.[4] King Faravid and Thorolf took there immense wealth of spoil, and returned to Kvenland, whence afterwards Thorolf and his men came to Finmark, he and Faravid parting in friendship.

Thorolf came down from the fell to Vefsnir; then went first to his farm at Sandness, stayed there awhile, and in spring went with his men north to Torgar.

But when he came there, it was told him how Hildirida's sons had been that winter at Throndheim with king Harold, and that they would not spare to slander Thorolf with the king; and it was much questioned what grounds they had had for their slander. Thorolf answered thus: 'The king will not believe this, though such lies be laid before him; for there are no grounds for my turning traitor to him, when he has done me much good and no evil. And so far from wishing to do him harm (though I had the choice), I would much rather be a baron of his than be called king, when some other fellow-countrymen might rise and make me his thrall.'

References

  1. and sables: „I ett sålunda supponerat *askrata (med nom. sing. *askrati) skall förleden förstås som trädbeteckningen askr m., jfr. sammansättningar som asklimar (pl.) ”askgrenar“, askviðr m. ”ask, askträ” […] Efterleden i det tänkta *askrati vore att sammanhålla med två beteckningar i isländsk mytologi, nämligen Rati och Ratatoskr.Edlund, Lars-Erik. Askraka: ett engångsord i Egilssagan (p. 82).
  2. and sables: ”Sigurður Nordals argumentering – att ekorrskinn voro för vanliga (han menar väl för en kung) – förlorar sin udd när man vet vad dessa skinn faktiskt betytt hos fornfinnarna: Kvänerkungarna tillgodoräknade sig, vid delning av ett krigsbyte, utöver särskilt dyrbara skinn (bäver och sobel), helt naturligt den merkantilt mest gångbara varan, med andra ord – pengarna." Naert, Pierre. Askraka (Egils saga XIV) (p. 178).
  3. Finmark is a wide tract: „Evnen til å plassere geografiske oversikter på rett sted og til at utelate overflødige detaljer møter vi igjen i Egils saga. […] I Sagaen bliver det berettet om tre ”finn ferder” som Torolv Kveldulvsson gjør. Det er i samband med disse reisene at forfatteren beskriver Finnmark.” Jakobsen, Alfred. Snorre og geografien (p. 8).
  4. fled: "Sometimes the report is one of almost epigraphic terseness: "fell mart, en sumir flýðu" (...); more often, the report is (...) an amplification of that pattern. This pattern, which I call the "FALL+FLIGHT" pattern, appears to have a significant, if subtle, role in the delineation of character in the saga." Bell, L. Michael. Fighting Words in Egils saga (p. 89)

Kafli 14

Af Þórólfi

Þórólfur fór þann vetur enn á mörkina og hafði með sér nær hundraði manna. Fór hann enn sem hinn fyrra vetur, átti kaupstefnu við Finna og fór víða um mörkina.

En er hann sótti langt austur og þar spurðist til ferðar hans þá komu Kvenir til hans og sögðu að þeir voru sendir til hans og það hafði gert Faravið konungur af Kvenlandi, sögðu að Kirjálar herjuðu á land hans en hann sendi til þess orð að Þórólfur skyldi fara þangað og veita honum lið. Fylgdi það orðsending að Þórólfur skyldi hafa jafnmikið hlutskipti sem konungur en hver manna hans sem þrír Kvenir.

En það voru lög með Kvenum að konungur skyldi hafa úr hlutskipti þriðjung við liðsmenn og umfram að afnámi bjórskinn öll og safala og askraka.[1][2]

Þórólfur bar þetta fyrir liðsmenn sína og bauð þeim kost á hvort fara skyldi eða eigi, en það kjöru flestir að hætta til er féfang lá við svo mikið og var það af ráðið að þeir fóru austur með sendimönnum.

Finnmörk er stórlega víð.[3] Gengur haf fyrir vestan og þar af firðir stórir, svo og fyrir norðan og allt austur um, en fyrir sunnan er Noregur og tekur mörkin nálega allt hið efra suður svo sem Hálogaland hið ytra. En austur frá Naumudal er Jamtaland og þá Helsingjaland og þá Kvenland, þá Finnland, þá Kirjálaland en Finnmörk liggur fyrir ofan þessi öll lönd og eru víða fjallbyggðir upp á mörkina, sumt í dali en sumt með vötnum. Á Finnmörk eru vötn furðulega stór og þar með vötnunum marklönd stór en há fjöll liggja eftir endilangri mörkinni og eru það kallaðir Kilir.

En er Þórólfur kom austur til Kvenlands og hitti konung Faravið þá búast þeir til ferðar og höfðu þrjú hundruð manna en Norðmenn hið fjórða, og fóru hið efra um Finnmörk og komu þar fram er Kirjálar voru á fjalli, þeir er fyrr höfðu herjað á Kveni. En er þeir urðu varir við ófrið söfnuðust þeir saman og fóru í mót, væntu sér enn sem fyrr sigurs. En er orusta tókst gengu Norðmenn hart fram. Höfðu þeir skjöldu enn traustari en Kvenir. Sneri þá mannfalli í lið Kirjála, féll margt en sumir flýðu.[4] Fengu þeir Faravið konungur og Þórólfur þar ógrynni fjár, sneru aftur til Kvenlands en síðan fór Þórólfur og hans lið á mörkina. Skildu þeir Faravið konungur með vináttu.

Þórólfur kom af fjallinu ofan í Vefsni, fór þá fyrst til bús síns á Sandnes, dvaldist þar um hríð, fór norðan um vorið með liði sínu til Torga. En er hann kom þar var honum sagt að Hildiríðarsynir höfðu verið um veturinn í Þrándheimi með Haraldi konungi og það með að þeir mundu ekki af spara að rægja Þórólf við konung. Var Þórólfi margt sagt frá því hvert efni þeir höfðu í um rógið.

Þórólfur svarar svo: „Eigi mun konungur trúa því þótt slík lygi sé upp borin fyrir hann því að hér eru engi efni til þessa, að eg muni svíkja hann því að hann hefir marga hluti gert stórvel til mín en engan hlut illa og er að firr, að eg mundi vilja gera honum mein þótt eg ætti þess kosti, að eg vil miklu heldur vera lendur maður hans en heita konungur og væri annar samlendur við mig sá er mig mætti gera að þræli sér ef vildi.“

Tilvísanir

  1. askraka: „I ett sålunda supponerat *askrata (med nom. sing. *askrati) skall förleden förstås som trädbeteckningen askr m., jfr. sammansättningar som asklimar (pl.) ”askgrenar“, askviðr m. ”ask, askträ” […] Efterleden i det tänkta *askrati vore att sammanhålla med två beteckningar i isländsk mytologi, nämligen Rati och Ratatoskr.Edlund, Lars-Erik. Askraka: ett engångsord i Egilssagan (s. 82).
  2. askraka: „Sigurður Nordals argumentering – att ekorrskinn voro för vanliga (han menar väl för en kung) – förlorar sin udd när man vet vad dessa skinn faktiskt betytt hos fornfinnarna: Kvänerkungarna tillgodoräknade sig, vid delning av ett krigsbyte, utöver särskilt dyrbara skinn (bäver och sobel), helt naturligt den merkantilt mest gångbara varan, med andra ord – pengarna.”Naert, Pierre. Askraka (Egils saga XIV) (s. 178).
  3. Finnmörk er stórlega víð: „Evnen til å plassere geografiske oversikter på rett sted og til at utelate overflødige detaljer møter vi igjen i Egils saga. […] I Sagaen bliver det berettet om tre ”finn ferder” som Torolv Kveldulvsson gjør. Det er i samband med disse reisene at forfatteren beskriver Finnmark.” Jakobsen, Alfred. Snorre og geografien (s. 8).
  4. flýðu: "Sometimes the report is one of almost epigraphic terseness: "fell mart, en sumir flýðu" (...); more often, the report is (...) an amplification of that pattern. This pattern, which I call the "FALL+FLIGHT" pattern, appears to have a significant, if subtle, role in the delineation of character in the saga." Bell, L. Michael. Fighting Words in Egils saga (s. 89)


Links

Personal tools