Egla, 58

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 58

Of king Eric and Egil

King Eric heard the concluding words of Egil that he spake last at the Thing, and his wrath waxed hot. But all men had gone weaponless to the Thing, therefore the king attempted no attack. He bade his men hasten to their ships, and they did as he bade. Then, when they came to the strand, the king summoned his household Thing, and told them his purpose.

'We must now,' said he, 'untent our ships and row after Arinbjorn and Egil, and this I will have you know, that we will take Egil's life if we get the chance, and spare no man who shall stand up for him.'

After that they went aboard, made all ready as speedily as might be, and pushed out the ships and rowed to the place where Arinbjorn's ships had been. These were now all gone. Then the king bade that they should row after them northwards by the sound. And when he came to Sogn-sea, then there was Arinbjorn's company rowing in towards Sheeping-sound, and thither the king turned in after them, and he came up with Arinbjorn's ship in the inner part of Sheeping-sound. At once the king made for it, and they exchanged words. The king asked whether Egil was in the ship. Arinbjorn answered.

'Egil is not here,' he said; 'that, O king, thou mayest at once see. Here on board on none but those whom thou knowest; and Egil will not be found down under the benches, though thou shouldst seek him there.'

The king asked Arinbjorn what he knew latest of Egil. He said that Egil was on a cutter with thirty men, and they took their way out to Stone-sound. Then the king told his men to row by the inner sound, and shape their course so as to meet Egil.

There was a man named Kettle Hod;[1] he was of king Eric's guard, an Uplander by family. He was pilot on the king's ship, and steered the same. Kettle was a tall man and a handsome; he was near of kin to the king. And 'twas generally said that he and the king were like in appearance.

Now Egil, before going to the Thing, had had his ship launched and the cargo put on board. And after parting with Arinbjorn, he and his went their way to Stone-sound, till they came to his ship, which lay there afloat in the haven with tent overspread. Then they went up aboard the ship, but the cutter rode beside the rudder of the ship between the land and the ship, and the oars lay there in the loops.

Next morning, when day had hardly dawned, the watch were aware that some ships were rowing for them. But when Egil saw that it was an enemy, he stood up and bade that they should leap into the cutter. He armed himself at once, as did they all. Egil took up those chests of silver which king Athelstan gave him, and bore them with him. They leapt armed into the cutter, and rowed forward between the land and the long-ship that was advancing nearest to the land; this was king Eric's ship. But, as it happened suddenly and there was little light, the two ships ran past each other. And when the stern-castles were opposite, then Egil hurled a spear and smote in the middle the man who sat steering, Kettle Hod to wit, and at once he got his bane. Then king Eric called out and bade men row after Egil and his party, but as their vessels ran past Egil's merchant-ship, the king's men leapt aboard of that. And those of Egil's men who had been left behind, and not leapt into the cutter, were all slain who could be caught, but some escaped to land. Ten men of Egil's followers were lost there.

Some ships rowed after Egil, but some plundered the merchant-ship. All the booty on board was taken, and the ship burnt. But those who rowed after Egil pulled hard; two at each oar, and they could even so take the rowing by turns. For they had no lack of men on board, while Egil's crew was short, they being now but eighteen on the cutter. So the distance between them lessened. But inside of the island was a shallow sound between it and other islands. It was now low water. Egil and his rowers ran their cutter into that shallow sound, but the long-ships could not float there; thus pursuers and pursued were parted. The king then turned back southwards, but Egil went north to seek Arinbjorn. Then sang Egil a stave:

'Wakener of weapon-din,
The warlike prince, hath wrought
(Where I escaped scot-free)
Scathe on our gallant ten.
Yet sped my hand a spear,
Like springing salmon swift,
That rushed and Kettle's ribs
Rent sore with deathful wound.'

Egil came to Arinbjorn, and told him these tidings. Arinbjorn said that he could expect nothing better in dealing with king Eric. 'But you shall not want for money, Egil. I will make good the loss of your ship, and give you another, in which you can well sail to Iceland.' Asgerdr, Egil's wife, had remained at Arinbjorn's while they went to the Thing. Arinbjorn gave Egil a good sea-worthy ship, and had it laden with such things as Egil wished. This ship Egil got ready for sea, and again he had a crew of about thirty men. Then he and Arinbjorn parted in friendship. And Egil sang:

'Requite him, righteous gods,
For robbery of my wealth!
Hunt him away, be wroth,[2]
High Odin, heavenly powers!
Foe of his folk, base king,
May Frey and Njord make flee!
Hate him, land-guardians,[3] hate,
Who holy ground hath scorn'd!'

References

  1. Kettle Hod;: "Þegar Katli heði er lýst er sagt að hann sé líkur konungi yfirlits, en þegar Egill kastar spjótinu er tekið fram að „lítt var lýst“ og þar með sterklega gefið í skyn að hann hafi ætlað að drepa sjálfan konung. Þetta tengir enn frásögn Eglu við goðsögnina um Baldur því rökkurljósið sem gerir Agli erfitt að greina á milli manna má sjá sem hliðstæðu við blindu Haðar. Þar sem Ketils haðar er hvergi getið í öðrum heimildum, kann höfundur að hafa búið þessa persónu til í því skyni að sýna að Egill svífst einskis í viðskiptum sínum við Noregskonunga, ekki síður en faðir hans eða föðurbróðir. En Ketill getur einnig gegnt fleiri en einu hlutverki, verið m.m. tákn sem minnir á frásögnina um víg Baldurs og leikur þar með á strengi bróðurmorðsins. " Torfi H. Tulinius. Mun konungi eg þykja ekki orðsnjallur (p. 123).
  2. Hunt him away, be wroth: "Her kan man sige, at forfatteren Snorre benytte sig af det silistiske træk refhvörf i udvidet form, hvor modsætninger står side om side. Aner man i øvrigt i denne strofe i Egils saga er ønske fra Snorres side on, at kong Håkon (og ikke kun Erik blodøkse) blive jaget fra sit rige? I givet fald må man gå ud fra, at Snorre har skrevet Egils saga i sit sidste leveår, altså efter at han hørte, at hans ven Skule var blevet dræbt." Baldur Hafstað. Egils saga og Snorres Edda (p. 135).
  3. land-guardians: “[…] le poète appelle à le venger, avec l’ensemble des puissances divines, quatre dieux personnels: Ódin, puis Niord et Freyr en couple, puis à la place ou l’analogie du culte upsalien fait attendre Thor, un land-áss, un « Ase de la terre, du pays », qui semble bien, en effet, désigner Thor périphrastiquement“. Dumézil, Georges. La malédiction du scalde Egill (p. 345).

Kafli 58

Eiríkur konungur heyrði ályktarorð er Egill mælti á þinginu og varð reiður mjög. En allir menn höfðu vopnlausir farið til þingsins, veitti konungur því eigi atgöngu. Hann bað menn sína ganga til skipa. Þeir gerðu sem hann bauð. Og er þeir komu til strandar skaut konungur á húsþingi og sagði fyrirætlan sína: „Vér skulum nú færa tjöld af skipum vorum og róa eftir þeim Arinbirni og Agli og skal taka Egil af lífi og hlífa engum manni þeim er fyrir honum vill standa.“

Síðan gengu þeir á skip og bjuggust um sem skjótast og reru þar til er skip þeirra Arinbjarnar höfðu verið. Voru þeir þá á brottu. Þá lét konungur taka róður eftir þeim norður um sund og er hann kom á Sognsæ þá reri lið Arinbjarnar inn til Sauðungssunda og stefnir hann inn eftir þeim og hitti hann skip Arinbjarnar inn á Sauðungssundum. Lagði konungur að skipunum og köstuðu þeir orðum á þá. Spurði konungur hvort Egill væri þar á skipinu.

Arinbjörn svarar: „Egill er eigi hér,“ segir hann, „munuð þér skjótt mega sjá það herra. Eru þeir einir menn hér innan borðs að þér munuð kenna. En Egill mun eigi finnast undir þiljum niðri þó að þér leitið.“

Konungur spurði Arinbjörn hvað hann vissi til Egils síðast. Hann svarar að Egill var við á skútu einni með þrjá tigi manna „og reru þeir leið sína út til Steinssunds.“

Þá mælti konungur að þeir skyldu róa fram hin innri sundin og stefna svo í móti þeim Agli og þeir gerðu svo.

Maður er nefndur Ketill höður.[1] Hann var hirðmaður Eiríks konungs, upplenskur maður að ætt. Hann sagði leið fyrir konungsskipinu og stýrði því. Ketill var mikill maður og fríður sýnum og hann var frændi konungs. Var það margra manna mál að þeir væru líkir sýnum.

Egill hafði látið flota skipi sínu og fluttan til farm áður hann fór til þings. En er þeir höfðu skilið við Arinbjörn þá fóru þeir leið sína til Steinssunds þar til er þeir komu til skips síns. Gengu þeir þar á. En skútan flaut við stýri milli lands og skips. Lágu þar árar í hömlu.

Eftir um morguninn er trautt var dagað þá urðu varðmenn varir við að skip nokkur reru að þeim og er Egill vaknaði stóð hann þegar upp og mælti að þeir skyldu hlaupa í skútuna. Hann vopnaðist skjótt og allir þeir. Egill tók upp silfurkisturnar þær er Aðalsteinn konungur hafði gefið honum. Þær hafði hann jafnan með sér. Þeir hljópu í skútuna og reru fram í milli landsins og snekkju þeirrar er næst fór landinu en það var skip Eiríks konungs.

En því að bráðum bar að, að lítt var lýst, þá renndust skipin hjá og er lyftingar bar saman þá skaut Egill spjóti og kom á þann mann miðjan er við stýrið sat en þar var Ketill höður. Þá kallar Eiríkur konungur og bað menn róa eftir þeim Agli. En er skipin renndu hjá kaupskipinu þá hljópu menn konungs upp á skipið en þeir menn er eftir höfðu orðið af Egils mönnum og eigi hljópu í skútuna, þá voru allir drepnir þeir er náð varð en sumir hljópu á land. Þar létust tíu menn af sveitungum Egils. Sum skipin reru eftir þeim Agli en sum rændu kaupskipið. Var þar tekið fé það allt er innan borðs var en þeir brenndu skipið.

En þeir er eftir þeim Agli reru sóttu ákaft, tóku tveir eina ár. Skortir þar eigi lið innan borðs en þeir Egill höfðu þunnskipað. Voru þeir þá átján á skútunni. Þá dró saman með þeim. En fyrir innan eyna var vaðilsund nokkuð grunnt milli og annarrar eyjar. Útfall var sjávarins. Þeir Egill hleyptu skútunni í það hið grunna sundið en snekkjurnar flutu þar eigi og skildi þar með þeim. Sneri þá konungur suður aftur en Egill fór norður á fund Arinbjarnar. Þá kvað Egill vísu:

Nú hefir þrym-Rögnir þegna
þróttharðr, en mig varðag
viti, vorrar sveitar
vígelds tíu fellda,
því að sárlagar Sýrar,
sendr úr minni hendi,
digr fló beint meðal bjúgra
bifþorn Ketils rifja.

Egill kom á fund Arinbjarnar og segir honum þessi tíðindi.

Arinbjörn segir að honum var ekki vildara af von um skipti þeirra Eiríks konungs „en ekki mun þig fé skorta Egill. Eg skal bæta þér skipið og fá þér annað það er þú megir vel fara á til Íslands.“

Ásgerður kona Egils hafði verið með Arinbirni síðan þeir fóru til þings.

Arinbjörn fékk Agli skip það er vel var haffæranda og lét ferma af viði. Býr Egill skip það til hafs og hafði þá enn nær þremur tigum manna. Skiljast þeir Arinbjörn þá með vináttu. Þá kvað Egill:

Svo skyldu goð gjalda,
gram reki bönd af löndum,[2]
reið séu rögn og Óðinn,
ráns míns fjár honum.
Fólkmýgi lát flýja,
Freyr og Njörðr, af jörðum.
Leiðist lofða stríði
landás,[3] þann er vé grandar.



Tilvísanir

  1. Ketill höður.: "Þegar Katli heði er lýst er sagt að hann sé líkur konungi yfirlits, en þegar Egill kastar spjótinu er tekið fram að „lítt var lýst“ og þar með sterklega gefið í skyn að hann hafi ætlað að drepa sjálfan konung. Þetta tengir enn frásögn Eglu við goðsögnina um Baldur því rökkurljósið sem gerir Agli erfitt að greina á milli manna má sjá sem hliðstæðu við blindu Haðar. Þar sem Ketils haðar er hvergi getið í öðrum heimildum, kann höfundur að hafa búið þessa persónu til í því skyni að sýna að Egill svífst einskis í viðskiptum sínum við Noregskonunga, ekki síður en faðir hans eða föðurbróðir. En Ketill getur einnig gegnt fleiri en einu hlutverki, verið m.m. tákn sem minnir á frásögnina um víg Baldurs og leikur þar með á strengi bróðurmorðsins. " Torfi H. Tulinius. Mun konungi eg þykja ekki orðsnjallur (s. 123).
  2. gram reki bönd af löndum: "Her kan man sige, at forfatteren Snorre benytte sig af det silistiske træk refhvörf i udvidet form, hvor modsætninger står side om side. Aner man i øvrigt i denne strofe i Egils saga er ønske fra Snorres side on, at kong Håkon (og ikke kun Erik blodøkse) blive jaget fra sit rige? I givet fald må man gå ud fra, at Snorre har skrevet Egils saga i sit sidste leveår, altså efter at han hørte, at hans ven Skule var blevet dræbt." Baldur Hafstað. Egils saga og Snorres Edda (s. 135).
  3. landás: “[…] le poète appelle à le venger, avec l’ensemble des puissances divines, quatre dieux personnels: Ódin, puis Niord et Freyr en couple, puis à la place ou l’analogie du culte upsalien fait attendre Thor, un land-áss, un « Ase de la terre, du pays », qui semble bien, en effet, désigner Thor périphrastiquement“. Dumézil, Georges. La malédiction du scalde Egill (s. 345).

Links