Egla, 38

From WikiSaga
Jump to: navigation, search

Contents

Chapter 38

Thorolf comes out to Iceland

Thorolf Skallagrim's son made him ready one summer for a trading voyage; he purposed what he also performed, to go to Iceland and see his father. He had now been long abroad. By this he had got great store of wealth and many costly things. When ready for the voyage, he went to king Eric. And at their parting the king delivered to Thorolf an axe, which he said he wished to give to Skallagrim. The axe was snag-horned, large, gold-mounted, the hilt overlaid with silver; it was most valuable and costly.

Thorolf went his way as soon as he was ready, and his voyage sped well; he came with his ship into Borgar-firth, and at once hastened home to his father. A right joyful meeting was theirs. Then Skallagrim went down to Thorolf's ship, and had it drawn up, and Thorolf went home to Borg with twelve men. But when he came home, he gave Skallagrim King Eric's greeting, and delivered to him the axe which the king had sent him. Skallagrim took the axe and held it up, looked at it awhile, but said nothing. He fixed it up by his seat.

It chanced one day in the autumn at Borg that Skallagrim had several oxen driven home which he meant to slaughter. Two of these he had led under the house-wall, and placed with heads crossing. He took a large flat stone, and pushed it under their necks. Then he went near with the axe - the king's gift - and hewed at the oxen[1] both at once,[2] so that he took off the heads of the two. But the axe smote down on the stone, so that the mouth broke, and was rent through all the tempered steel. Skallagrim looked at the edge, said nothing, but went into the fire-hall, and, mounting to the wall-beam, thrust the axe up among the rafters above the door. There it lay in the smoke all the winter.

But in the spring Thorolf declared that he meant to go abroad that summer.

Skallagrim forbade him, saying: Tis good to drive home with your wain whole. You have,' said he, 'gotten great honour by travel; but there is the old saw, "Many farings, many fortunes." Take you now here as much share of the property as you think will make you a great man.'

Thorolf said he would make yet one journey more. 'And I have,' said he, 'an urgent errand for the journey. But when I come back next time I shall settle here. But Asgerdr, your foster-child, shall go out with me to her father. This he bade me when I came west.'

Skallagrim said Thorolf would have his way.

Thereafter Thorolf went to his ship, and put it in order. And when all was ready they moved the ship out to Digra-ness, and it lay there waiting a wind. Then Asgerdr went to the ship with him. But before Thorolf left Borg Skallagrim went and took down from the rafters over the door the axe, the king's gift - and came out with it. The haft was now black with smoke, and the blade rusted. Skallagrim looked at the axe's edge. Then he handed it to Thorolf, reciting this stave:

'The fierce would-wolf's tooth-edge
Hath flaws not a few,
An axe all deceitful,
A wood cleaver weak.
Begone! worthless weapon,
With shaft smoke-begrimed:
A prince ill-beseemed it
Such present to send.'

References

  1. hewed at the oxen: "Í Egils sögu er Eiríki fengið viðurnefnið blóðöx þegar á unga aldri svo að nærtækt er að tákna Eirík með öxi. Öxin var konunglega búin og ekkert stóð fyrir henni og þannig var ástatt um Eirík sjálfan. ... Nautin tvö eru bræður Eiríks sem hann banaði báðum samtímis síðar í sögunni." Þorgeir Sigurðsson. Axarskaft blóðaxar (p. 7).
  2. both at once: "Þótt umgjörð þessarar lýsingar sé slátrun, verður hún ígildi blóts í sögunni, þar sem lesendur eru í sporum safnaðar/áhorfenda. Við sjáum hvernig dýrunum er tortímt, eins og um ólífræna gripi sé að ræða". Jón Karl Helgason. Rjóðum spjöll í dreyra (p. 72).

Kafli 38

Útkoma Þórólfs

Þórólfur Skalla-Grímsson bjóst eitt sumar til kaupferðar. Ætlaði þá, sem hann gerði, að fara til Íslands og hitta föður sinn. Hann hafði þá lengi á brottu verið. Hann hafði þá ógrynni fjár og dýrgripi marga.

En er hann var búinn til ferðar þá fór hann á fund Eiríks konungs. En er þeir skildust seldi konungur í hendur Þórólfi exi er hann kveðst gefa vilja Skalla-Grími. Exin var snaghyrnd og mikil og gullbúin, upp skellt skaftið með silfri og var það hinn virðilegasti gripur.

Þórólfur fór ferðar sinnar þegar hann var búinn og greiddist honum vel og kom skipi sínu í Borgarfjörð og fór þegar bráðlega heim til föður síns. Varð þar fagnafundur mikill er þeir hittust. Síðan fór Skalla-Grímur til skips móti Þórólfi, lét setja upp skipið en Þórólfur fór heim til Borgar með tólfta mann.

En er hann kom heim bar hann Skalla-Grími kveðju Eiríks konungs og færði honum exi þá er konungur hafði sent honum. Skalla-Grímur tók við exinni, hélt upp og sá á um hríð og ræddi ekki um, festi upp hjá rúmi sínu.

Það var um haustið einhvern dag að Borg að Skalla-Grímur lét reka heim yxn mjög marga er hann ætlaði til höggs. Hann lét leiða tvo yxn saman undir húsvegg og leiða á víxl. Hann tók hellustein vel mikinn og skaut niður undir hálsana. Síðan gekk hann til með exina konungsnaut og hjó yxnina báða[1] senn svo að höfuðið tók af hvorumtveggja[2] en exin hljóp niður í steininn svo að munnurinn brast úr allur og rifnaði upp í gegnum herðuna. Skalla-Grímur sá í eggina og ræddi ekki um, gekk síðan inn í eldahús og steig síðan á stokk upp og skaut exinni upp á hurðása. Lá hún þar um veturinn.

En um vorið lýsti Þórólfur yfir því að hann ætlaði utan að fara um sumarið. Skalla-Grímur latti hann, sagði að þá var gott heilum vagni heim að aka. „Hefir þú,“ sagði hann, „farið fremdarför mikla en það er mælt er ýmsar verður er margar fer. Tak þú nú hér við fjárhlut svo miklum að þú þykist verða mega gildur maður af.“

Þórólfur sagði að hann vill enn fara einhverja ferð „og á eg nauðsynleg erindi til fararinnar. En þá er eg kem út öðru sinni mun eg hér staðfestast. En Ásgerður fóstra þín skal fara utan með mér á fund föður síns. Bauð hann mér um það þá er eg fór austan.“

Skalla-Grímur kvað hann og ráða mundu „en svo segir mér hugur um ef við skiljumst nú sem við munum eigi finnast síðan.“

Síðan fór Þórólfur til skips síns og bjó það. En er hann var albúinn fluttu þeir út skipið til Digraness og lá þar til byrjar. Fór þá Ásgerður til skips með honum.

En áður Þórólfur fór frá Borg þá gekk Skalla-Grímur til og tók exina ofan af hurðásum, konungsgjöfina, og gekk út með. Var þá skaftið svart af reyk en exin ryðgengin. Skalla-Grímur sá í egg exinni. Síðan seldi hann Þórólfi exina. Skalla-Grímur kvað vísu:

Liggja ýgs í eggju,
á eg sveigar kör deiga
fox er illt í exi,
undvargs flösur margar.
Arghyrnu láttu árna
aftr með roknu skafti.
Þörf erat mér til þeirar,
það var hringja gjöf hingað.Tilvísanir

  1. hjó yxnina báða: "Í Egils sögu er Eiríki fengið viðurnefnið blóðöx þegar á unga aldri svo að nærtækt er að tákna Eirík með öxi. Öxin var konunglega búin og ekkert stóð fyrir henni og þannig var ástatt um Eirík sjálfan. ... Nautin tvö eru bræður Eiríks sem hann banaði báðum samtímis síðar í sögunni." Þorgeir Sigurðsson. Axarskaft blóðaxar (s. 7).
  2. höfuðið tók af hvorumtveggja: „Þótt umgjörð þessarar lýsingar sé slátrun, verður hún ígildi blóts í sögunni, þar sem lesendur eru í sporum safnaðar/áhorfenda. Við sjáum hvernig dýrunum er tortímt, eins og um ólífræna gripi sé að ræða“. Jón Karl Helgason. Rjóðum spjöll í dreyra (p. 72).

Links

Personal tools