Egla, 15

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 15

Hildirida's sons had been that winter with king Harold, and in their company twelve men of their own household and neighbours. The brothers were often talking with the king, and they still spoke in the same way of Thorolf. Harek asked: 'Didst thou like well, O king, the Finns' tribute which Thorolf sent thee?'

'I did,' said the king.

'Then wouldst thou have been surprised,' said he, 'if thou hadst received all that belonged to thee! But it was far from being so; Thorolf kept for himself the larger share. He sent thee three bearskins, but I know for certain that he kept back thirty that were by right thine; and I guess it was the same with other things. This will prove true, O king, that, if thou put the stewardship into the hand of myself and my brother, we shall bring thee more wealth.'

And to all that they said about Thorolf their comrades bore witness, wherefore the king was exceeding angry.

References


Kafli 15

Hildiríðarsynir höfðu verið þann vetur með Haraldi konungi með tólfta mann og höfðu með sér heimamenn sína og nábúa. Þeir bræður voru oftlega á tali við konung og fluttu enn á sömu leið mál Þórólfs.

Hárekur spurði: „Líkaði yður vel finnskatturinn konungur er Þórólfur sendi yður?“

„Vel,“ sagði konungur.

„Þá mundi yður margt um finnast,“ segir Hárekur, „ef þér hefðuð allan þann sem þér áttuð en nú fór það fjarri. Var hitt miklu meiri hlutur er Þórólfur dró undir sig. Hann sendi yður að gjöf bjórskinn þrjú en eg veit víst að hann hafði eftir þrjá tigu þeirra er þér áttuð og hygg eg að slíkan mun hafi farið um annað. Satt mun það konungur ef þú færð sýsluna í hönd okkur bræðrum að meira fé skulum við færa þér.“

En allt það er þeir sögðu á hendur Þórólfi þá báru förunautar þeirra vitni með þeim. Kom þá svo að konungur var hinn reiðasti.


Tilvísanir

Links

Personal tools