Egla, 34

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 34

Of Skallagrim and Bjorn

It befell in autumn, when ships had come to Iceland from Norway, that this report came over, how Bjorn had run away with Thora without the consent of her kin, and for that the king had made him an outlaw from Norway. But when Skallagrim got to know this, he called Bjorn to him, and asked how it had been with his marriage; had it been made with the consent of his wife's kin.

'I never looked for this,' said he, 'in a son of Brynjolf, that I should not know the truth from him.'

Bjorn answered, 'Truth only told I to you, Grim, and you may not rebuke me for this, though I told you no further than you asked. But now I must own this, which is true, that you have heard truth about this match not being made with the agreement of Thorir, my wife's brother.'

Then spake Skallagrim in great wrath, 'How dared you come to meet me? Did you not know what friendship was between me and Thorir?'

Bjorn answered, 'I knew that between you two was foster-brotherhood and close friendship; but I sought your home because I was driven ashore here, and I knew it would avail naught to shun you. Now will it be for you to rule what my lot shall be, but I hope for good from you as I am of your household.'

Then came forward Thorolf Skallagrim's son, and added many a word, and begged his father not to lay this to Bjorn's charge after once receiving him. Several others spoke to the same end. And so it came that Skallagrim was appeased, and said that Thorolf should have his way here.

'Take you Bjorn,' said he, 'and deal with him as may best prove your manhood.'

References


Kafli 34

Ávít Skalla-Gríms við Björn

Það var um haustið þá er skip höfðu komið til Íslands af Noregi að sá kvittur kom yfir að Björn mundi hafa hlaupist á brott með Þóru og ekki að ráði frænda hennar. Konungur hafði gert hann útlaga fyrir það úr Noregi.

En er Skalla-Grímur varð þess var þá kallaði hann Björn til sín og spurði hvernig farið væri um kvonfang hans, hvort það hefði gert verið að ráði frænda. „Var mér eigi þess von,“ sagði hann, „um son Brynjólfs að eg mundi eigi vita hið sanna af þér.“

Björn sagði: „Satt eitt hefi eg þér sagt Grímur en eigi máttu ámæla mér fyrir það þótt eg segði þér eigi lengra en þú spurðir. En þó skal nú við ganga því er satt er að þú hefir sannspurt, að ekki var þetta ráð gert við samþykki Þóris bróður hennar.“

Þá mælti Skalla-Grímur, reiður mjög: „Hví varstu svo djarfur að þú fórst á minn fund eða vissir þú eigi hver vinátta var með okkur Þóri?“

Björn segir: „Vissi eg,“ segir hann, „að með ykkur var fóstbræðralag og vinátta kær. En fyrir því sótti eg þig heim að mig hafði hér að landi borið og eg vissi að mér mundi ekki týja að forðast þig. Mun nú vera á þínu valdi hver minn hluti skal verða en góðs vænti eg af því að eg er heimamaður þinn.“

Síðan gekk fram Þórólfur son Skalla-Gríms og lagði til mörg orð og bað föður sinn að hann gæfi Birni eigi þetta að sök er þó hafði hann tekið við Birni. Margir aðrir lögðu þar orð til.

Kom þá svo að Grímur sefaðist, sagði að Þórólfur mundi þá ráða „og tak þú við Birni og ef þú vilt, ver til hans svo vel sem þú vilt.“Tilvísanir

Links

Personal tools