Egla, 32

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 32

There was in Sogn a lord named Bjorn, a rich man; he dwelt at Aurland. His son was Brynjolf, who was sole heir to all his father's wealth. Brynjolf's sons were Bjorn and Thord. They were young when what has been just told happened. Bjorn was a great traveller, sometimes on free-booting, sometimes on trading voyages.[1] He was a right doughty man. It so chanced that one summer Bjorn was present at a banquet attended by many. He saw there a fair maiden who pleased him well. He asked of what family she was, and was told that she was sister of lord Thorir Hroaldsson, and was named Thora, with the by-name Lacehand. Bjorn made his suit and asked Thora to wife. But Thorir refused his offer, and with this they parted. But that same autumn Bjorn took men and went with a cutter well equipt northwards to the Firths, and came to Thorir's when he was not at home. Bjorn took Thora away thence, and home with him to Aurland. They two were there for the winter, and Bjorn would fain hold a wedding with her. Brynjolf his father ill liked what Bjorn had done; he thought there was dishonour therein, whereas there had been ere this long friendship between Thorir and Brynjolf.

'So far,' said he, 'Bjorn, from your holding a wedding with Thora here in my house without the leave of her brother, she shall be here as well respected as if she were my daughter and your sister.' And all had to be as Brynjolf ordered in his household, whether Bjorn liked it well or ill. Brynjolf sent men to Thorir to offer him atonement and redress for what Bjorn had done. Thorir bade Brynjolf send Thora home; no atonement could there be else. But Bjorn would in no wise let her go away, though Brynjolf begged it. And so the winter wore on.

But when spring came, then Brynjolf and Bjorn were talking one day of their matters. Brynjolf asked what Bjorn meant to do. Bjorn said 'twas likeliest that he should go away out of the land.

'Most to my mind is it,' said he, 'that you should give me a long-ship and crew therewith, and I go a free-booting.'

'No hope is there of this,' said Brynjolf, 'that I shall put in your hands a warship and strong force, for I know not but you will go about just what is against my wish; why even now already I have enough trouble from you. A merchant-ship I will give you, and wares withal: go you then southwards to Dublin. That voyage is now most highly spoken of. I will get you a good crew.'

Bjorn said he would take this as his father willed. So he had a good merchant-ship made ready, and got men for it. Bjorn now made him ready for this voyage, but was some time about it. But when he was quite ready and a fair wind blew, he embarked on a boat with twelve men and rowed in to Aurland, and they went up to the homestead and to his mother's bower. She was sitting therein with many women. Thora was there. Bjorn said Thora must go with him, and they led her away. But his mother bade the women not dare to let them know this within in the hall: Brynjolf, she said, would be in a sad way if he knew it, and this would bring about great mischief between father and son. But Thora's clothes and trinkets were all laid there ready to hand, and Bjorn and his men took all with them.

Then they went that night out to their ship, at once hoisted their sail, and sailed out by the Sogn-sea, and so to the main. They had an ill wind, before which they must needs run, and were long tossed about on the main, because they were bent on shunning Norway at all hazards. And so it was that one day they were sailing off the east coast of Shetland during a gale, and brake their ship in making land at Moss-ey. They got out the cargo, and went into the town that was there, carrying thither all their wares, and they drew up their ship and repaired damages.

References

  1. sometimes on free-booting, sometimes on trading voyages: "Die weit ausgreifenden Wikingerzüge lassen sich nur schwer nach Raub-und Handelswiking trennen." Düwel, Klaus. Handel und Verkehr der Wikingerzeit nach dem Zeugnis der Runeninschriften (p. 315).

Kafli 32

Björn hét hersir ríkur í Sogni er bjó á Aurlandi. Hans son var Brynjólfur er arf allan tók eftir föður sinn. Synir Brynjólfs voru þeir Björn og Þórður. Þeir voru menn á ungum aldri er þetta var tíðinda. Björn var farmaður mikill, var stundum í víking en stundum í kaupferðum.[1] Björn var hinn gervilegasti maður.

Það barst að á einu hverju sumri að Björn var staddur í Fjörðum að veislu nokkurri fjölmennri. Þar sá hann mey fagra þá er honum fannst mikið um. Hann spurði eftir hverrar ættar hún var. Honum var það sagt að hún var systir Þóris hersis Hróaldssonar og hét Þóra hlaðhönd. Björn hóf upp bónorð sitt og bað Þóru en Þórir synjaði honum ráðsins og skildust þeir að svo gervu.

En það sama haust fékk Björn sér liðs og fór með skútu alskipaða norður í Fjörðu og kom til Þóris og svo að hann var eigi heima. Björn nam Þóru á brott og hafði heim með sér á Aurland. Voru þau þar um veturinn og vildi Björn gera brúðlaup til hennar. Brynjólfi föður hans líkaði það illa er Björn hafði gert, þótti svívirðing í því þar sem áður hafði löng vinátta verið með Þóri og Brynjólfi.

„Því síður skaltu Björn,“ segir Brynjólfur, „brúðlaup til Þóru gera hér með mér að óleyfi Þóris bróður hennar, að hún skal hér svo vel sett sem hún væri mín dóttir en systir þín.“

En svo varð að vera allt sem Brynjólfur kvað á þar í hans híbýlum hvort er Birni líkaði vel eða illa.

Brynjólfur sendi menn til Þóris að bjóða honum sætt og yfirbætur fyrir för þá er Björn hafði farið. Þórir bað Brynjólf senda heim Þóru, sagði að ekki mundi af sætt verða ella. En Björn vildi fyrir engan mun láta hana í brott fara þó að Brynjólfur beiddi þess. Leið svo af veturinn.

En er vora tók þá ræddu þeir Brynjólfur og Björn einn dag um ráðagerðir sínar. Spurði Brynjólfur hvað hann ætlaðist fyrir.

Björn sagði það líkast að hann mundi fara af landi á brott. „Er mér það næst skapi,“ sagði hann, „að þú fáir mér langskip og þar lið með og fari eg í víking.“

„Engi von er þess,“ sagði Brynjólfur, „að eg fái þér í hendur herskip og lið mikið því að eg veit eigi nema þá komir þú þar niður er mér er öll óaufúsa á og stendur þó nú áður ærin óró af þér. Kaupskip mun eg fá þér í hendur og þar með kaupeyri. Farðu síðan suður til Dyflinnar. Sú er nú ferð frægust. Mun eg fá þér föruneyti gott.“

Björn segir svo að hann mundi það verða upp að taka sem Brynjólfur vildi. Lét hann þá búa kaupskip gott og fékk menn til. Bjóst Björn þá til þeirrar ferðar og varð ekki snemmbúinn.

En er Björn var albúinn og byr rann á þá steig hann á bát með tólf menn og reri inn á Aurland og gengu upp til bæjar og til dyngju þeirrar er móðir hans átti. Sat hún þar inni og konur mjög margar. Þar var Þóra. Björn sagði að Þóra skyldi með honum fara. Leiddu þeir hana í brott en móðir hans bað konurnar vera eigi svo djarfar að þær gerðu vart við inn í skálann, sagði að Brynjólfur mundi illa í höndum hafa ef hann vissi og sagði að þá væri búið við geig miklum með þeim feðgum. En klæðnaður Þóru og gripir voru þar allir lagðir til handargagns og höfðu þeir Björn það allt með sér. Fóru þeir síðan um nóttina út til skips síns, drógu þegar segl sitt og sigldu út eftir Sognsæ og síðan í haf.

Þeim byrjaði illa og höfðu réttu stóra og velkti lengi í hafi, því að þeir voru öruggir í því að firrast Noreg sem mest. Það var einn dag að þeir sigldu austan að Hjaltlandi hvasst veður og lestu skipið í landtöku við Mósey, báru þar af farminn og fóru í borg þá er þar var og báru þangað allan varning sinn og settu upp skipið og bættu er brotið var.

Tilvísanir

  1. stundum í víking en stundum í kaupferðum: "Die weit ausgreifenden Wikingerzüge lassen sich nur schwer nach Raub-und Handelswiking trennen." Düwel, Klaus. Handel und Verkehr der Wikingerzeit nach dem Zeugnis der Runeninschriften (s. 315).

Links