Egla, 04

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 4

King Audbjorn went with his forces northwards to Mæra; there he joined king Arnvid and Solvi Bandy-legs, and altogether they had a large host. King Harold also had come from the north with his forces, and the armies met inside Solskel. There was fought a great battle, with much slaughter in either host. Of the Mærian forces fell the kings Arnvid and Audbjorn, but Solvi escaped, and afterwards became a great sea-rover, and wrought much scathe on Harold's kingdom, and was nicknamed Bandy-legs. On Harold's side fell two earls, Asgaut and Asbjorn, and two sons of earl Hacon, Grjotgard and Herlaug, and many other great men. After this Harold subdued South Mæra.

Vemund Audbjorn's brother still retained the Firthfolk, being made king. It was now autumn, and king Harold was advised not to go south in autumn-tide. So he set earl Rognvald over North and South Mæra and Raumsdale, and kept a numerous force about himself.[1]

That same autumn the sons of Atli set on Aulvir Hnuf at his home, and would fain have slain him. They had such a force that Aulvir could not withstand them, but fled for his life. Going northwards to Mæra, he there found Harold, and submitted to him, and went north with the king to Throndheim, and he became most friendly[2] with him, and remained with him for a long time thereafter, and was made a skald.

In the winter following earl Rognvald went the inner way by the Eid-sea southwards to the Firths. Having news by spies of the movements of king Vemund, he came by night to Naust-dale, where Vemund was at a banquet, and, surrounding the house, burnt within it the king and ninety men. After that Karl of Berdla came to earl Rognvald with a long-ship fully manned, and they two went north to Mæra. Rognvald took the ships that had belonged to Vemund and all the chattels he could get. Kari of Berdla then went north to king Harold at Throndheim, and became his man.

Next spring king Harold went southwards along the coast with a fleet, and subdued firths and fells, and arranged for men of his own to rule them. Earl Hroald he set over the Firthfolk.

King Harold was very careful, when he had gotten new peoples under his power, about barons and rich landowners, and all those whom he suspected of being at all likely to raise rebellion. Every such man he treated in one of two ways: he either made him become his liege-man, or go abroad; or (as a third choice) suffer yet harder conditions, some even losing life or limb. Harold claimed as his own through every district all patrimonies,[3] and all land tilled or untilled[4], likewise all seas and freshwater lakes. All landowners were to be his tenants, as also all that worked in the forest, salt-burners, hunters and fishers by land and sea, all these owed him duty.

But many fled abroad [5] from this tyranny,[6] and much waste land was then colonized far and wide, both eastwards in Jamtaland and Helsingjaland, and also the West lands, the Southern isles, Dublin in Ireland, Caithness in Scotland, and Shetland. And in that time Iceland was found.

References

 1. kept a numerous force about himself: "Where two texts are identical (Egils saga and Heimskringla: Haralds saga hárfagra, ch. 12), it is difficult to know which is the borrower. Other pieces of textual evidence important for the relative dating of Egils saga and Heimskringla have proved equally difficult to interpret conclusively (…). Egils saga and Heimskringla contain exact verbal parallels, direct contradictions, and much that lies between these extremes." Berman, Melissa. Egils saga and Heimskringla (p. 22).
 2. became most friendly: „Þegar höfundur lýsir sambandi konungsvina við þau Harald, Eirík og Gunnhildi beitir hann einmitt orðunum kær og kærleikur hvað eftir annað svo að lesandi verði í sem minnstum vafa um þetta atriði. Þessi orð koma fyrir um alla sem nefndir voru í þriðja flokki hér að framan.” Hermann Pálsson. Um kærleikann í Egils sögu (p. 60).
 3. all patrimonies: "Eftir þessu að dæma hlýtur Haraldur konungur að hafa verið mjög ágjarn. En ekki er það sennilegt, að Haraldur hafi t. d. slegið eign sinni á allar jarðeignir á Vestfold og í Sogni, ríkjum, sem hann hafði erft með friðsamlegum hætti. Ekki er heldur auðvelt að gera sér í hugarlund, að konungur hafi tekið jarðir og skóga þar, sem íbúarnir gengu á vald hans af frjálsum vilja" Robberstad, Knut. Sagnaritun Snorra Sturlusonar og eignarréttur á norskum almenningum (p. 132).
 4. Harold claimed as his own through every district all patrimonies, and all land tilled or untilled: "Verður ekki hjá því komizt að gera ráð fyrir sérstökum tengslum milli Egils sögu og Ólafs sögu hinnar sérstöku auk skyldleika við þáttinn og Heimskringlu. Hlýtur annaðhvort Egilssöguhöfundur að hafa þekkt frásögn Ólafs sögu hina sérstöku eða Ólafssöguhöfundur að hafa þekkt frásögn Egils sögu til viðbótar frásögn Heimskringlu/þáttarins. En frásögn þáttarins mun ekki úr Heimskringlu komin, heldur styðjast bæði ritin við hina sameiginlegu heimild X; það sýnir í mörgum greinum samhljóðan þáttarins við Egils sögu eða Ólafs sögu hina sérstöku, þar sem Heimskringla er frábrugðin." Kolbrún Haraldsdóttir. Hvenær var Egils saga rituð? (pp. 142-43).
 5. But many fled abroad: "The saga, written in the thirteenth century, reflects the contemporary Icelandic view of the political and social turmoil of the tenth-century Scandinavia. In the story, Iceland is a haven for unbending individualists, especially Norwegians uncomfortable with the attempt by Haraldr hárfagri (…) to rescind some of the traditional rights of freemen." Byock, Jesse L.. Egill Skallagrímsson. The Dark Figure as Survivor in an Icelandic Saga (p. 151).
 6. But many fled abroad from this tyranny: "By and large, King Haraldr emerges as a good king from the Kings' Sagas. In the Icelandic Family Sagas, King Haraldr acquires a different role. In the earliest historical sources, he had no special role in the settlement of Iceland, apart from the fact that it began during his reign. Later, the Icelandic Family Sagas cast him as an indirect ‘father’ of Iceland, maintaining that it was his oppression which drove most of the settlers to Iceland. The earliest known source for this version of history is Egils saga. There King Haraldr is depicted in terms of a 13th-century monarch who holds the whole of his kingdom as his personal property, allocating it to his servants as fiefs. He collects taxes from all of his population, and declares himself the owner of all lakes and the sea. Scholars have tended to take this at face value, perphaps owing to an inclination to believe everything written by the presumed author of Egils saga, Snorri Sturlu¬son. The power attributed to King Haraldr in Egil saga is, however, far beyond credibility for any viking ruler of the 9th century." Ármann Jakobsson. Our Norwegian Friend: The Role of Kings in the Family Saga (p. 149).

Kafli 4

Auðbjörn konungur fór með lið sitt það er honum fylgdi norður á Mæri og hitti þar Arnvið konung og Sölva klofa og höfðu þeir allir saman her mikinn. Haraldur konungur var þá og norðan kominn með sínu liði og varð fundur þeirra fyrir innan Sólskel. Var þar orusta mikil og mannfall mikið í hvorratveggju liði. Þeir féllu úr Haralds liði jarlar tveir, Ásgautur og Ásbjörn, og tveir synir Hákonar Hlaðajarls, Grjótgarður og Herlaugur, og margt annað stórmenni, en af liði Mæra Arnviður konungur og Auðbjörn konungur. En Sölvi klofi komst undan á flótta og var síðan víkingur mikill og gerði oft skaða mikinn á ríki Haralds konungs og var kallaður Sölvi klofi. Eftir það lagði Haraldur konungur undir sig Sunn-Mæri.

Vémundur, bróðir Auðbjarnar konungs, hélt Firðafylki og gerðist þar konungur yfir. Þetta var síð um haustið og gerðu menn það ráð með Haraldi konungi að hann skyldi eigi fara suður um Stað á haustdegi. Þá setti Haraldur konungur Rögnvald jarl yfir Mæri hvoratveggju og Raumsdal. Haraldur konungur sneri þá norður aftur til Þrándheims og hafði um sig mikið fjölmenni.[1]

Það sama haust veittu synir Atla heimför að Ölvi hnúfu og vildu drepa hann. Þeir höfðu lið svo mikið að Ölvir hafði enga viðstöðu og komst með hlaupi undan. Fór hann þá norður á Mæri og hitti þar Harald konung og gekk Ölvir til handa honum og fór norður til Þrándheims með konungi um haustið og komst hann í hina mestu kærleika við konung[2] og var með honum lengi síðan og gerðist skáld hans.

Þann vetur fór Rögnvaldur jarl hið innra um Eiðsjó suður í Fjörðu og hafði njósnir af ferðum Vémundar konungs og kom um nótt þar sem heitir Naustdalur og var Vémundur þar á veislu. Tók þar Rögnvaldur jarl hús á þeim og brenndi konunginn inni með níu tigum manna. Eftir það kom Berðlu-Kári til Rögnvalds jarls með langskip alskipað og fóru þeir báðir norður á Mæri. Tók Rögnvaldur skip þau er átt hafði Vémundur konungur og allt það lausafé er hann fékk. Berðlu-Kári fór þá norður til Þrándheims á fund Haralds konungs og gerðist hans maður.

Um vorið eftir fór Haraldur konungur suður með landi með skipaher og lagði undir sig Fjörðu og Fjalir og skipaði þar til ríkis mönnum sínum. Hann setti Hróald jarl yfir Firðafylki.

Haraldur konungur var mjög gjörhugall, þá er hann hafði eignast þau fylki er nýkomin voru í vald hans, um lenda menn og ríka bændur og alla þá er honum var grunur á að nokkurrar uppreistar var af von, þá lét hann hvern gera annaðhvort að gerast hans þjónustumenn eða fara af landi á brott, en að þriðja kosti sæta afarkostum eða láta lífið, en sumir voru hamlaðir að höndum eða fótum. Haraldur konungur eignaðist í hverju fylki óðul öll[3] og allt land, byggt og óbyggt,[4] og jafnvel sjóinn og vötnin og skyldu allir búendur vera hans leiglendingar, svo þeir er á mörkina ortu og saltkarlarnir og allir veiðimenn bæði á sjó og landi, þá voru allir þeir honum lýðskyldir.

En af þessi áþján flýðu margir menn[5] af landi á brott[6] og byggðust þá margar auðnir víða bæði austur í Jamtaland og Helsingjaland og Vesturlönd, Suðureyjar, Dyflinnarskíði, Írland, Normandí á Vallandi, Katanes á Skotlandi, Orkneyjar og Hjaltland, Færeyjar. Og í þann tíma fannst Ísland.

Tilvísanir

 1. hafði um sig mikið fjölmenni: "Where two texts are identical (Egils saga and Heimskringla: Haralds saga hárfagra, ch. 12), it is difficult to know which is the borrower. Other pieces of textual evidence important for the relative dating of Egils saga and Heimskringla have proved equally difficult to interpret conclusively (…). Egils saga and Heimskringla contain exact verbal parallels, direct contradictions, and much that lies between these extremes." Berman, Melissa. Egils saga and Heimskringla (s. 22).
 2. mestu kærleika við konung: „Þegar höfundur lýsir sambandi konungsvina við þau Harald, Eirík og Gunnhildi beitir hann einmitt orðunum kær og kærleikur hvað eftir annað svo að lesandi verði í sem minnstum vafa um þetta atriði. Þessi orð koma fyrir um alla sem nefndir voru í þriðja flokki hér að framan.” Hermann Pálsson. Um kærleikann í Egils sögu (s. 60).
 3. í hverju fylki óðul öll: "Eftir þessu að dæma hlýtur Haraldur konungur að hafa verið mjög ágjarn. En ekki er það sennilegt, að Haraldur hafi t. d. slegið eign sinni á allar jarðeignir á Vestfold og í Sogni, ríkjum, sem hann hafði erft með friðsamlegum hætti. Ekki er heldur auðvelt að gera sér í hugarlund, að konungur hafi tekið jarðir og skóga þar, sem íbúarnir gengu á vald hans af frjálsum vilja" Robberstad, Knut. Sagnaritun Snorra Sturlusonar og eignarréttur á norskum almenningum (s. 132).
 4. Haraldur konungur eignaðist í hverju fylki óðul öll og allt land, byggt og óbyggt: "Verður ekki hjá því komizt að gera ráð fyrir sérstökum tengslum milli Egils sögu og Ólafs sögu hinnar sérstöku auk skyldleika við þáttinn og Heimskringlu. Hlýtur annaðhvort Egilssöguhöfundur að hafa þekkt frásögn Ólafs sögu hina sérstöku eða Ólafssöguhöfundur að hafa þekkt frásögn Egils sögu til viðbótar frásögn Heimskringlu/þáttarins. En frásögn þáttarins mun ekki úr Heimskringlu komin, heldur styðjast bæði ritin við hina sameiginlegu heimild X; það sýnir í mörgum greinum samhljóðan þáttarins við Egils sögu eða Ólafs sögu hina sérstöku, þar sem Heimskringla er frábrugðin." Kolbrún Haraldsdóttir. Hvenær var Egils saga rituð? (s. 142-43).
 5. En af þessi áþján flýðu margir menn : "By and large, King Haraldr emerges as a good king from the Kings' Sagas. In the Icelandic Family Sagas, King Haraldr acquires a different role. In the earliest historical sources, he had no special role in the settlement of Iceland, apart from the fact that it began during his reign. Later, the Icelandic Family Sagas cast him as an indirect ‘father’ of Iceland, maintaining that it was his oppression which drove most of the settlers to Iceland. The earliest known source for this version of history is Egils saga. There King Haraldr is depicted in terms of a 13th-century monarch who holds the whole of his kingdom as his personal property, allocating it to his servants as fiefs. He collects taxes from all of his population, and declares himself the owner of all lakes and the sea. Scholars have tended to take this at face value, perphaps owing to an inclination to believe everything written by the presumed author of Egils saga, Snorri Sturlu¬son. The power attributed to King Haraldr in Egil saga is, however, far beyond credibility for any viking ruler of the 9th century." Ármann Jakobsson. Our Norwegian Friend: The Role of Kings in the Family Saga (s. 149).
 6. flýðu margir menn af landi á brott: "The saga, written in the thirteenth century, reflects the contemporary Icelandic view of the political and social turmoil of the tenth-century Scandinavia. In the story, Iceland is a haven for unbending individualists, especially Norwegians uncomfortable with the attempt by Haraldr hárfagri (…) to rescind some of the traditional rights of freemen." Byock, Jesse L.. Egill Skallagrímsson. The Dark Figure as Survivor in an Icelandic Saga (s. 151).

Links

Personal tools