Egla, 20

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 20

Skallagrim's marriage. There was a man named Yngvar, powerful and wealthy. He had been a baron of the former kings. But after Harold came to the throne, Yngvar sat at home and served not the king. Yngvar was married and had a daughter named Bera. Yngvar dwelt in the Firths. Bera was his only child and heiress. Grim Kveldulf's son asked Bera to wife, and the match was arranged. Grim took Bera in the winter following the summer when Thorolf had parted from him and his father.

Grim was then twenty-five years old, and was now bald, wherefore he was henceforth called Skallagrim. He had then the management of all the farms belonging to his father and himself and of all the produce, though Kveldulf was yet a hale and strong man. They had many freedmen about them, and many men who had grown up there at home and were about Skallagrim's equals in age. Men of prowess and strength they were mostly, for both father and son chose strong fellows to be their followers, and trained them after their mind. Skallagrim was like his father in stature and strength, as also in face and temper.

References

Kafli 20

Af Yngvari

Maður hét Yngvar, ríkur og auðigur. Hann hafði verið lendur maður hinna fyrri konunga en síðan er Haraldur kom til ríkis settist Yngvar heima og þjónaði ekki konungi. Yngvar var maður kvongaður og átti dóttur er hét Bera. Yngvar bjó í Fjörðum. Bera var einbirni hans og stóð til arfs eftir hann.

Grímur Kveld-Úlfsson bað Beru til handa sér og var það að ráði gert. Fékk Grímur Beru þann vetur er þeir Þórólfur höfðu skilist áður um sumarið. Var Grímur þá hálfþrítugur að aldri og var þá sköllóttur. Síðan var hann kallaður Skalla-Grímur. Hann hafði þá forráð öll fyrir búi þeirra feðga og tilöflun alla en þó var Kveld-Úlfur hress maður og vel fær. Margt höfðu þeir frelsingja með sér og marga þá menn er heima þar höfðu upp vaxið og voru nær jafnaldrar Skalla-Gríms. Voru þeir margir afreksmenn miklir að afli því að Kveld-Úlfur og þeir feðgar völdu menn mjög að afli til fylgdar við sig og tömdu við skaplyndi sitt.

Skalla-Grímur var líkur föður sínum á vöxt og að afli, svo og að yfirlitum og skaplyndi.



Tilvísanir

Links