Egla, 05

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search


Chapter 5

King Harold lay with his fleet in the Firths, whence he sent messengers round the land to such as had not come to him, but with whom he thought he had business.

The messengers came to Kveldulf, and were well received. They set forth their errand, said that the king would have Kveldulf come to him. 'He has heard,' said they, 'that you are a man of renown and high family. You will get from him terms of great honour, for the king is very keen on this, to have with him such as he hears are men of mark for strength and bravery.'

Kveldulf answered that he was an old man, not fit for war or to be out in warships. 'I will now,' said he, 'sit at home and leave serving kings.'

Upon this the messengers said, 'Then let your son go to the king; he is a tall man and a likely warrior. The king will make you a baron,' said they to Grim, 'if you will serve him.'

'I will be made baron under none,' said Grim, 'while my father lives; he, while he lives, shall be my liege-lord.'

The messengers went away, and when they came to the king told him all that Kveldulf had said before them. Whereat the king looked sullen, but he spoke little; these men, he said, were proud, or what were they aiming at?

Aulvir Hnuf was standing near, and he bade the king not be wroth. 'I will go,' said he, 'to Kveldulf; and he will consent to come to you, as soon as he knows that you think it a matter of moment.'

So Aulvir went to Kveldulf and told him that the king was wroth, and it would not go well unless one of the two, father or son, came to the king; he said, too, that he would get them great honour from the king if they would but pay homage. Further he told them at length, as was true, that the king was liberal to his men both in money and in honours.

Kveldulf said, 'My foreboding is that I and my sons shall get no luck from this king: and I will not go to him.[1] But if Thorolf returns this summer, he will be easily won to this journey, as also to be made the king's man. Say you this to the king, that I will be his friend, and will keep to his friendship all who heed my words; I will also hold the same rule and authority from his hand that I held before from the former king, if he will that it continue so still, and I will see how I and the king agree.'

Then Aulvir went back and told the king that Kveldulf would send him his son, and he (said Aulvir) would suit better; but he was not then at home. The king let the matter rest. In the summer he went inland to Sogn, but in autumn made ready to go northwards to Throndheim.

References

  1. I will not go to him: “Kveld-Úlfr's concept of loyalty corresponds roughly to the weak allegiance owed by Icelandic thingmen to their goði, a leader who negotiated rather than ruled ... Haraldr Fairhair, a liege lord, expected loyalty. The saga teller had historical reality and narrative conflict with which to work.” Byock, Jesse L.. Social Memory and the Sagas (p. 304).


Kafli 5

Haraldur konungur lá með her sinn í Fjörðum. Hann sendi menn þar um land á fund þeirra manna er eigi höfðu komið til hans, er hann þóttisƒt erindi við eiga.

Konungs sendimenn komu til Kveld-Úlfs og fengu þar góðar viðtökur. Þeir báru upp erindi sín, sögðu að konungur vildi að Kveld-Úlfur kæmi á fund hans. „Hann hefir,“ sögðu þeir, „spurn af að þú ert göfugur maður og stórættaður. Muntu eiga kost af honum virðingar mikillar. Er konungi mikið kapp á því að hafa með sér þá menn að hann spyr að afreksmenn eru að afli og hreysti.“

Kveld-Úlfur svarar, sagði að hann var þá gamall svo að hann var þá ekki til fær að vera úti á herskipum „mun eg nú heima sitja og láta af að þjóna konungum.“

Þá mælti sendimaður: „Láttu þá fara son þinn til konungs. Hann er maður mikill og garplegur. Mun konungur gera þig lendan mann ef þú vilt þjóna honum.“

„Ekki vil eg,“ sagði Grímur, „gerast lendur maður meðan faðir minn lifir því að hann skal vera yfirmaður minn meðan hann lifir.“

Sendimenn fóru í brott. En er þeir komu til konungs sögðu þeir honum allt það er Kveld-Úlfur hafði rætt fyrir þeim. Konungur varð við styggur og mælti um nokkurum orðum, sagði að þeir mundu vera menn stórlátir eða hvað þeir mundu fyrir ætlast.

Ölvir hnúfa var þá nær staddur og bað konung vera eigi reiðan „eg mun fara á fund Kveld-Úlfs og mun hann vilja fara á fund yðvarn þegar er hann veit að yður þykir máli skipta.“

Síðan fór Ölvir á fund Kveld-Úlfs og sagði honum að konungur var reiður og eigi mundi duga nema annar hvor þeirra feðga færi til konungs, og sagði að þeir mundu fá virðing mikla af konungi ef þeir vildu hann þýðast, sagði frá mikið, sem satt var, að konungur var góður mönnum sínum bæði til fjár og metnaðar.

Kveld-Úlfur sagði að það var hans hugboð „að vér feðgar munum ekki bera gæfu til þessa konungs og mun eg ekki fara á fund hans.[1] En ef Þórólfur kemur heim í sumar þá mun hann auðbeðinn þessar farar og svo að gerast konungs maður. Segðu svo konungi að eg mun vera vinur hans og alla menn, þá er að mínum orðum láta, halda til vináttu við hann. Eg mun og halda hinu sama um stjórn og umboð af hans hendi sem áður hafði eg af fyrra konungi, ef konungur vill að svo sé, og enn síðar sjá hversu semst með oss konungi.“

Síðan fór Ölvir aftur til konungs og sagði honum að Kveld-Úlfur mundi senda honum son sinn og sagði að sá var betur til fallinn er þá var eigi heima. Lét konungur þá vera kyrrt. Fór hann þá um sumarið inn í Sogn en er haustaði bjóst hann að fara norður til Þrándheims.


Tilvísanir

  1. mun eg ekki fara á fund hans: “Kveld-Úlfr's concept of loyalty corresponds roughly to the weak allegiance owed by Icelandic thingmen to their goði, a leader who negotiated rather than ruled ... Haraldr Fairhair, a liege lord, expected loyalty. The saga teller had historical reality and narrative conflict with which to work.” Byock, Jesse L.. Social Memory and the Sagas (s. 304).

Links