Egla, 04: Difference between revisions

From WikiSaga
Jump to navigationJump to search
No edit summary
No edit summary
Line 60: Line 60:


==4. kafli==
==4. kafli==
==Texti==
Auðbjörn konungur fór með lið sitt það er honum fylgdi norður á Mæri og hitti þar Arnvið konung og Sölva klofa og höfðu þeir allir saman her mikinn. Haraldur konungur var þá og norðan kominn með sínu liði og varð fundur þeirra fyrir innan Sólskel. Var þar orusta mikil og mannfall mikið í hvorratveggju liði. Þeir féllu úr Haralds liði jarlar tveir, Ásgautur og Ásbjörn, og tveir synir Hákonar Hlaðajarls, Grjótgarður og Herlaugur, og margt annað stórmenni, en af liði Mæra Arnviður konungur og Auðbjörn konungur. En Sölvi klofi komst undan á flótta og var síðan víkingur mikill og gerði oft skaða mikinn á ríki Haralds konungs og var kallaður Sölvi klofi. Eftir það lagði Haraldur konungur undir sig Sunn-Mæri.<ref group="sk">Lýsing Eglu á því þegar Haraldur konungur leggur undir sig Sunnmæri er samhljóða lýsingunni í 12. kafla Haralds sögu hárfagra í Heimskringlu. [[Berman, Melissa. Egils saga and Heimskringla]] Scandinavian Studies 54 1982</ref>
 
 
Vémundur, bróðir Auðbjarnar konungs, hélt Firðafylki og gerðist þar konungur yfir. Þetta var síð um haustið og gerðu menn það ráð með Haraldi konungi að hann skyldi eigi fara suður um Stað á haustdegi. Þá setti Haraldur konungur Rögnvald jarl yfir Mæri hvoratveggju og Raumsdal. Haraldur konungur sneri þá norður aftur til Þrándheims og hafði um sig mikið fjölmenni.
 
 
Það sama haust veittu synir Atla heimför að Ölvi hnúfu og vildu drepa hann. Þeir höfðu lið svo mikið að Ölvir hafði enga viðstöðu og komst með hlaupi undan. Fór hann þá norður á Mæri og hitti þar Harald konung og gekk Ölvir til handa honum og fór norður til Þrándheims með konungi um haustið og komst hann í hina mestu kærleika við konung og var með honum lengi síðan og gerðist skáld hans.
 
 
Þann vetur fór Rögnvaldur jarl hið innra um Eiðsjó suður í Fjörðu og hafði njósnir af ferðum Vémundar konungs og kom um nótt þar sem heitir Naustdalur og var Vémundur þar á veislu. Tók þar Rögnvaldur jarl hús á þeim og brenndi konunginn inni með níu tigum manna. Eftir það kom Berðlu-Kári til Rögnvalds jarls með langskip alskipað og fóru þeir báðir norður á Mæri. Tók Rögnvaldur skip þau er átt hafði Vémundur konungur og allt það lausafé er hann fékk. Berðlu-Kári fór þá norður til Þrándheims á fund Haralds konungs og gerðist hans maður.
<ref group="sk">'''Berðlu-Kári''' Berðlu-Kári er einnig nefndur í 12. kafla Haralds sögu hárfagra í Heimskringlu og í Haraldsþætti. [[Berman, Melissa. Egils saga and Heimskringla]] Scandinavian Studies 54 1982</ref>
 
Um vorið eftir fór Haraldur konungur suður með landi með skipaher og lagði undir sig Fjörðu og Fjalir og skipaði þar til ríkis mönnum sínum. Hann setti Hróald jarl yfir Firðafylki.
 
 
Haraldur konungur var mjög gjörhugall, þá er hann hafði eignast þau fylki er nýkomin voru í vald hans, um lenda menn og ríka bændur og alla þá er honum var grunur á að nokkurrar uppreistar var af von, þá lét hann hvern gera annaðhvort að gerast hans þjónustumenn eða fara af landi á brott, en að þriðja kosti sæta afarkostum eða láta lífið, en sumir voru hamlaðir að höndum eða fótum. Haraldur konungur eignaðist í hverju fylki óðul öll og allt land, byggt og óbyggt, og jafnvel sjóinn og vötnin og skyldu allir búendur vera hans leiglendingar, svo þeir er á mörkina ortu og saltkarlarnir og allir veiðimenn bæði á sjó og landi, þá voru allir þeir honum lýðskyldir.
 
 
En af þessi áþján flýðu margir menn af landi á brott og byggðust þá margar auðnir víða bæði austur í Jamtaland og Helsingjaland og Vesturlönd, Suðureyjar, Dyflinnarskíði, Írland, Normandí á Vallandi, Katanes á Skotlandi, Orkneyjar og Hjaltland, Færeyjar. Og í þann tíma fannst Ísland.
 


<ref group="sk">XXX</ref>


==Ítarefni==
==Ítarefni==

Revision as of 19:36, 27 October 2011

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17 18 19 20
31 32 33 34 35 36 37 38 39 40
41 42 43 44 45 46 47 48 49 50
51 52 53 54 55 56 57 58 59

4. kafli

Auðbjörn konungur fór með lið sitt það er honum fylgdi norður á Mæri og hitti þar Arnvið konung og Sölva klofa og höfðu þeir allir saman her mikinn. Haraldur konungur var þá og norðan kominn með sínu liði og varð fundur þeirra fyrir innan Sólskel. Var þar orusta mikil og mannfall mikið í hvorratveggju liði. Þeir féllu úr Haralds liði jarlar tveir, Ásgautur og Ásbjörn, og tveir synir Hákonar Hlaðajarls, Grjótgarður og Herlaugur, og margt annað stórmenni, en af liði Mæra Arnviður konungur og Auðbjörn konungur. En Sölvi klofi komst undan á flótta og var síðan víkingur mikill og gerði oft skaða mikinn á ríki Haralds konungs og var kallaður Sölvi klofi. Eftir það lagði Haraldur konungur undir sig Sunn-Mæri.[sk 1]


Vémundur, bróðir Auðbjarnar konungs, hélt Firðafylki og gerðist þar konungur yfir. Þetta var síð um haustið og gerðu menn það ráð með Haraldi konungi að hann skyldi eigi fara suður um Stað á haustdegi. Þá setti Haraldur konungur Rögnvald jarl yfir Mæri hvoratveggju og Raumsdal. Haraldur konungur sneri þá norður aftur til Þrándheims og hafði um sig mikið fjölmenni.


Það sama haust veittu synir Atla heimför að Ölvi hnúfu og vildu drepa hann. Þeir höfðu lið svo mikið að Ölvir hafði enga viðstöðu og komst með hlaupi undan. Fór hann þá norður á Mæri og hitti þar Harald konung og gekk Ölvir til handa honum og fór norður til Þrándheims með konungi um haustið og komst hann í hina mestu kærleika við konung og var með honum lengi síðan og gerðist skáld hans.


Þann vetur fór Rögnvaldur jarl hið innra um Eiðsjó suður í Fjörðu og hafði njósnir af ferðum Vémundar konungs og kom um nótt þar sem heitir Naustdalur og var Vémundur þar á veislu. Tók þar Rögnvaldur jarl hús á þeim og brenndi konunginn inni með níu tigum manna. Eftir það kom Berðlu-Kári til Rögnvalds jarls með langskip alskipað og fóru þeir báðir norður á Mæri. Tók Rögnvaldur skip þau er átt hafði Vémundur konungur og allt það lausafé er hann fékk. Berðlu-Kári fór þá norður til Þrándheims á fund Haralds konungs og gerðist hans maður. [sk 2]

Um vorið eftir fór Haraldur konungur suður með landi með skipaher og lagði undir sig Fjörðu og Fjalir og skipaði þar til ríkis mönnum sínum. Hann setti Hróald jarl yfir Firðafylki.


Haraldur konungur var mjög gjörhugall, þá er hann hafði eignast þau fylki er nýkomin voru í vald hans, um lenda menn og ríka bændur og alla þá er honum var grunur á að nokkurrar uppreistar var af von, þá lét hann hvern gera annaðhvort að gerast hans þjónustumenn eða fara af landi á brott, en að þriðja kosti sæta afarkostum eða láta lífið, en sumir voru hamlaðir að höndum eða fótum. Haraldur konungur eignaðist í hverju fylki óðul öll og allt land, byggt og óbyggt, og jafnvel sjóinn og vötnin og skyldu allir búendur vera hans leiglendingar, svo þeir er á mörkina ortu og saltkarlarnir og allir veiðimenn bæði á sjó og landi, þá voru allir þeir honum lýðskyldir.


En af þessi áþján flýðu margir menn af landi á brott og byggðust þá margar auðnir víða bæði austur í Jamtaland og Helsingjaland og Vesturlönd, Suðureyjar, Dyflinnarskíði, Írland, Normandí á Vallandi, Katanes á Skotlandi, Orkneyjar og Hjaltland, Færeyjar. Og í þann tíma fannst Ísland.


Ítarefni

  1. Lýsing Eglu á því þegar Haraldur konungur leggur undir sig Sunnmæri er samhljóða lýsingunni í 12. kafla Haralds sögu hárfagra í Heimskringlu. Berman, Melissa. Egils saga and Heimskringla Scandinavian Studies 54 1982
  2. Berðlu-Kári Berðlu-Kári er einnig nefndur í 12. kafla Haralds sögu hárfagra í Heimskringlu og í Haraldsþætti. Berman, Melissa. Egils saga and Heimskringla Scandinavian Studies 54 1982

Sjá einnig

Tilvísanir

Tenglar