Egla, 16: Difference between revisions
No edit summary |
No edit summary |
||
Line 37: | Line 37: | ||
==Kafli 16== | ==Kafli 16== | ||
Line 76: | Line 76: | ||
==Tilvísanir== | ==Tilvísanir== | ||
Line 82: | Line 82: | ||
==Links== | ==Links== | ||
[[Category:Egils saga]][[Category:Egils saga. Efnisyfirlit]] | [[Category:Egils saga]][[Category:Egils saga. Efnisyfirlit]] | ||
[[Category:All entries]] | [[Category:All entries]] |
Revision as of 11:37, 9 March 2012
Egils saga (Table of Contents) | |||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | 32 | 33 | 34 | 35 | 36 | 37 | 38 | 39 | 40 | 41 | 42 | 43 | 44 | 45 | 46 | 47 | 48 | 49 | 50 | 51 | 52 | 53 | 54 | 55 | 56 | 57 | 58 | 59 | 60 |
61 | 62 | 63 | 64 | 65 | 66 | 67 | 68 | 69 | 70 | 71 | 72 | 73 | 74 | 75 | 76 | 77 | 78 | 79 | 80 | 81 | 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 | 89 | 90 |
Chapter 16
Thorolf and the king
In the summer Thorolf went south to king Harold at Throndheim, taking with him all the tribute and much wealth besides, and ninety men well arrayed. When he came to the king, he and his were placed in the guest-hall and entertained magnificently.
On the morrow Aulvir Hnuf went to his kinsman Thorolf; they talked together, Aulvir saying that Thorolf was much slandered, and the king gave ear to such tales. Thorolf asked Aulvir to plead his cause with the king, 'for,' said he, 'I shall be short-spoken before the king if he choose rather to believe the lies of wicked men than truth and honesty which he will find in me.'
The next day Aulvir came to see Thorolf, and told him he had spoken on his business with the king; 'but,' said he, 'I know no more than before what is in his mind.'
'Then must I myself go to him,' said Thorolf.
He did so; he went to the king where he sat at meat, and when he came in he greeted the king. The king accepted his greeting, and bade them serve him with drink. Thorolf said that he had there the tribute belonging to the king from Finmark; 'and yet a further portion of booty have I brought as a present to thee, O king. And what I bring will, I know, owe all its worth to this, that it is given out of gratitude to thee.'
The king said that he could expect nought but good from Thorolf, 'because,' said he, 'I deserve nought else; yet men tell two tales of thee as to thy being careful to win my approval.'
'I am not herein justly charged,' said Thorolf, 'if any say I have shown disloyalty to thee. This I think, and with truth: That they who speak such lying slanders of me will prove to be in nowise thy friends, but it is quite clear that they are my bitter enemies; 'tis likely, however, that they will pay dearly for it if we come to deal together.'
Then Thorolf went away.
But on the morrow Thorolf counted out the tribute in the king's presence; and when it was all paid, he then brought out some bearskins and sables, which he begged the king to accept. Many of the bystanders said that this was well done and deserved friendship. The king said that Thorolf had himself taken his own reward. Thorolf said that he had loyally done all he could to please the king. 'But if he likes it not,' said he, 'I cannot help it: the king knows, when I was with him and in his train, how I bore myself; it is wonderful to me if the king thinks me other now than he proved me to be then.'
The king answered: 'Thou didst bear thyself well, Thorolf, when thou wert with us; and this, I think, is best to do still, that thou join my guard, bear my banner, be captain over the guard; then will no man slander thee, if I can oversee night and day what thy conduct is.'
Thorolf looked on either hand where stood his house-carles; then said he: 'Loth were I to deliver up these my followers: about thy titles and grants to me, O king, thou wilt have thine own way, but my following I will not deliver up while my means last, though I manage at my own sole cost. My request and wish, O king, is this, that thou come and visit me at my home, and the hear word of men whom thou trustest, what witness they bear to me in this matter; thereafter do as thou findest proof to warrant.'
The king answered and said that he would not again accept entertainment from Thorolf; so Thorolf went out, and made ready to return home.
But when he was gone, the king put into the hands of Hildirida's sons his business in Halogaland which Thorolf had before had, as also the Finmark journey. The king claimed ownership of the estate at Torgar, and of all the property that Brynjolf had had; and all this he gave into the keeping of Hildirida's sons. The king sent messengers with tokens to Thorolf to tell him of this arrangement, whereupon Thorolf took the ships belonging to him, put on board all the chattels he could carry, and with all his men, both freedmen and thralls, sailed northwards to his farm at Sandness, where he kept up no fewer and no less state than before.
References
Kafli 16
Af Þórólfi
Þórólfur fór um sumarið suður til Þrándheims á fund Haralds konungs og hafði þar með sér skatt allan og mikið fé annað og níu tigu manna og alla vel búna. En er hann kom til konungs var þeim skipað í gestaskála og veitt þeim hið stórmannlegasta.
Eftir um daginn gekk Ölvir hnúfa til Þórólfs frænda síns. Töluðust þeir við. Sagði Ölvir að Þórólfur var þá hrópaður mjög og konungur hlýddi á slíkar fortölur.
Þórólfur bað Ölvi byrja mál sitt við konung „því að eg mun,“ sagði hann, „vera skammtalaður fyrir konungi ef hann vill heldur trúa rógi vondra manna en sannindum og einurð er hann mun reyna að mér.“
Annan dag kom Ölvir til móts við Þórólf og sagði að hann hefði rætt mál hans við konung „veit eg nú eigi,“ sagði hann, „gerr en áður hvað honum er í skapi.“
„Eg skal þá sjálfur ganga til hans,“ segir Þórólfur.
Gerði hann svo, gekk til konungs þá er hann sat yfir matborði. Og er hann kom inn heilsaði hann konungi. Konungur tók kveðju hans og bað Þórólfi gefa að drekka.
Þórólfur sagði að hann hafði þar skatt þann er konungur átti, er kominn var af Finnmörk „og enn fleiri hluti hefi eg til minningar við yður konungur, þá er eg hefi yður að færa. Veit eg að því mun mér vera öllu best varið er eg hefi gert til þakka yðvarra.“
Konungur segir að ekki mátti hann vænta að Þórólfi nema góðs eina „því að eg er engis,“ segir hann, „annars af verður en þó segja menn nokkuð tvennt til hversu varfær þú munt um vera hvernig mér skal líka.“
„Eigi er eg þar fyrir sönnu hafður,“ segir Þórólfur, „ef nokkurir segja það að eg hafi ótrúleika lýst við yður, konungur. Hygg eg að þeir muni vera þínir vinir minni en eg, er slíkt hafa upp borið fyrir þér, en hitt er ljóst að þeir mundu vilja vera óvinir mínir fullkomnir. En það er og líkast að þeir komist þar að keyptu ef vér skulum einir við eigast.“
Síðan gekk Þórólfur á brott en annan dag eftir greiðir Þórólfur skattinn af hendi og var konungur viðstaddur. Og er það var allt greitt þá bar Þórólfur fram bjórskinn nokkur og safala, sagði að það vill hann gefa konungi.
Margir mæltu er þar voru hjá staddir að það var vel gert og var vináttu fyrir vert. Konungur sagði að Þórólfur hafði þar sjálfur sér laun fyrir skapið. Þórólfur sagði að hann hefði með trúleik gert allt það er hann kunni til skaps konungs „og ef enn líkar honum eigi þá mun eg fá ekki að gert. Var konungi það kunnigt, þá er eg var með honum og í hans sveit, hverja meðferð eg hafði en það þykir mér undarlegt ef konungur ætlar mig nú annan mann en þá reyndi hann mig.“
Konungur segir: „Vel fórstu Þórólfur með þínum háttum er þú varst með oss. Ætla eg það enn best af að gera að þú farir til hirðar minnar, tak við merki mínu og ver fyrir öðrum hirðmönnum. Mun þá engi maður rægja þig ef eg má yfir sjá nótt og dag hverjar meðferðir þú hefir.“
Þórólfur sá til beggja handa sér. Þar stóðu húskarlar hans. Hann mælti: „Trauður mun eg af hendi láta sveit þessa. Muntu ráða konungur nafngiftum við mig og veislum þínum en sveitunga mína mun eg ekki af hendi láta meðan mér endast föng til þótt eg véli um mína kosti eina. Er hitt bæn mín og vilji að þér konungur farið að heimboði til mín og heyrið þá orð þeirra manna er þú trúir, hvert vitni þeir bera mér um þetta mál. Gerið þá eftir sem yður finnast sannindi til.“
Konungur svarar og segir að eigi mun hann oftar veislu þiggja að Þórólfi. Gekk Þórólfur þá í brott og bjóst síðan til heimferðar.
En er hann var í brott farinn þá fékk konungur í hönd Hildiríðarsonum sýslu þá á Hálogalandi er áður hafði Þórólfur haft, og svo finnferð. Konungur kastaði eigu sinni á bú í Torgum og allar þær eignir er Brynjólfur hafði átt, fékk það allt til varðveislu Hildiríðarsonum.
Konungur sendi menn með jartegnum á fund Þórólfs að segja honum þessa tilskipan sem hann hafði gert. Síðan tók Þórólfur skip þau er hann átti og bar þar á lausafé allt það er hann mátti með fara og hafði með sér alla menn sína bæði frelsingja og þræla, fór síðan norður á Sandnes til bús síns. Hafði Þórólfur þar eigi minna fjölmenni og eigi minni rausn.