Egla, 23

From WikiSaga
Jump to: navigation, search


Contents

Chapter 23

The slaying of Hildirida's sons

There was a man named Kettle Hæing,[1] son of Thorkel earl of Naumdale, and of Hrafnilda daughter of Kettle Hæing of Hrafnista. He was a man of wealth and renown; he had been a fast friend of Thorolf Kveldulf's son, and was his near kinsman. He had been out on that expedition when forces gathered in Halogaland with intent to join Thorolf, as has been written above. But when king Harold went south, and men knew of Thorolf's slaying, then they called a gathering.

Hæing took with him sixty men, and turned to Torgar. Hildirida's sons were there, and few men with them. He went up to the farm, and made an attack on them; and there fell Hildirida's sons, and most of those who were there; and Hæing and his company took all the wealth they could lay hands on. After that Hæing took two ships of burden, the largest he could get, and put on board all the wealth belonging to him that he could carry; his wife and children also he took, and all the men that had been with him in the late work. And when they were ready and the wind blew fair, they sailed out to sea. A man named Baug, Hæing's foster-brother, of good family and wealthy, steered the second ship.

A few winters before Ingjolf and Hjorleif had gone to settle in Iceland; their voyage was much talked about, and 'twas said there was good choice of land there. So Hæing sailed west over the sea[2] to seek Iceland. And when they saw land, they were approaching it from the south. But because the wind was boisterous, and the surf ran high on the shore, and there was no haven, they sailed on westwards along the sandy coast. And when the wind began to abate, and the surf to calm down, there before them was a wide river-mouth. Up this river they steered their ships, and lay close to the eastern shore thereof. That river is now called Thjors-river; its stream was then much narrower and deeper that it is now. They unloaded their ships, then searched the land eastward of the river, bringing their cattle after them. Hæing remained for the first winter on the eastern bank of the outer Rang-river.

But in the spring he searched the land eastwards, and then took land between Thjors-river and Mark-fleet, from fell to firth, and made his home at Hofi by east Rang-river. Ingunn his wife bare a son in this spring after their first winter, and the boy was named Hrafn. And though the house there was pulled down, the place continued to be called Hrafn-toft.

Hæing gave Baug land in Fleet-lithe, down from Mark-river to the river outside Breidabolstead; and he dwelt at Lithe-end. To his shipmates Hæing gave land or sold it for a small price, and these first settlers are called land-takers. Hæing had sons Storolf, Herjolf, Helgi, Vestar; they all had land. Hrafn was Hæing's fifth son. He was the first law-man in Iceland; he dwelt at Hofi after his father, and was the most renowned of Hæing's sons.

References

  1. There was a man named Kettle Hæing: "There are six characters in the saga who are called Ketill and have a cognomen … and three are colonists in Iceland, Ketill hængur, Ketill blundur and Ketill gufa. Their arrival to Iceland is described at very different moments in the saga, witch is in itself an anomaly, since such accounts are usually clustered together in Íslendingasögur … The structural similarities of these accounts and their position in the saga, as well as the fact they all involve characters whose name is Ketill and a cognomen, indicate that they are somehow to be tekin saman, that is to say considered together when they are interpreted. This is supported by the spuriousness of these accounts when compared to other presumably older sources. This is especially true of what the saga tells us of Ketill blundur and Ketill gufa, and indicates that these accounts may have been composed for artistic reasons." Torfi H. Tulinius. The purloined shield or Egils saga Skalla-Grímssonar as a contemporary saga (p. 762).
  2. Hæing sailed west over the sea : "Hið mikla rúm sem varið er til að skýra frá landnámi Ketils hængs er vandskýrt með öðru en sérstökum tengslum við Oddaverja. En þar fellur æviferill Snorra vel við. " Vésteinn Ólason. Er Snorri höfundur Egils sögu? (p. 56).

Kafli 23

Dráp Hildiríðarsona

Ketill hængur hét maður,[1] son Þorkels Naumdælajarls og Hrafnhildar dóttur Ketils hængs úr Hrafnistu. Hængur var göfugur maður og ágætur. Hann hafði verið hinn mesti vinur Þórólfs Kveld-Úlfssonar og frændi skyldur. Hann var þá í úthlaupi því er liðsafnaður var á Hálogalandi og menn ætluðu til liðs við Þórólf svo sem fyrr var ritað. En er Haraldur konungur fór norðan og menn urðu þess varir að Þórólfur var af lífi tekinn þá rufu þeir safnaðinn. Hængur hafði með sér sex tigu manna og sneri hann til Torga en þar voru fyrir Hildiríðarsynir og höfðu fátt lið. En er Hængur kom á bæinn veitti hann þeim atgöngu. Féllu þar Hildiríðarsynir og þeir menn flestir er þar voru fyrir en þeir Hængur tóku fé allt það er þeir fengu.

Eftir það tók Hængur knörru tvo þá er hann fékk mesta, lét þar bera á út fé það allt er hann átti og hann mátti með komast. Hann hafði með sér konu sína og börn, svo þá menn alla er að þeim verkum höfðu verið með honum. Baugur hét maður, fóstbróðir Hængs, ættstór maður og auðigur. Hann stýrði öðrum knerrinum. En er þeir voru búnir og byr gaf þá sigldu þeir í haf út.

Fám vetrum áður höfðu þeir Ingólfur og Hjörleifur farið að byggja Ísland og var mönnum þá alltíðrætt um þá ferð. Sögðu menn þar vera allgóða landkosti.

Hængur sigldi vestur í haf[2] og leitaði Íslands. En er þeir urðu við land varir þá voru þeir fyrir sunnan að komnir. En fyrir því að veður var hvasst en brim á landið og ekki hafnlegt þá sigldu þeir vestur um landið fyrir sandana. En er veðrið tók minnka og lægja brim þá varð fyrir þeim árós mikill og héldu þeir þar skipunum upp í ána og lögðu við hið eystra land. Sú á heitir nú Þjórsá, féll þá miklu þröngra og var djúpari en nú er. Þeir ruddu skipin, tóku þá og könnuðu landið fyrir austan ána og fluttu eftir sér búfé sitt. Var Hængur hinn fyrsta vetur fyrir utan Rangá hina ytri. En um vorið kannaði hann austur landið og nam þá land milli Þjórsár og Markarfljóts, á milli fjalls og fjöru, og byggði að Hofi við Rangá hina eystri.

Ingunn kona hans fæddi barn um vorið þá er þau höfðu þar verið hinn fyrsta vetur og hét sveinn sá Hrafn. En er hús voru þar ofan tekin þá var þar síðan kallað Hrafntóftir.

Hængur gaf Baugi land í Fljótshlíð ofan frá Merkiá til árinnar fyrir utan Breiðabólstað og bjó hann að Hlíðarenda og frá Baugi er komin mikil kynslóð í þeirri sveit. Hængur gaf land skipverjum sínum en seldi sumum við litlu verði og eru þeir landnámamenn kallaðir.

Stórólfur hét son Hængs. Hann átti Hvolinn og Stórólfsvöll. Hans son var Ormur hinn sterki. Herjólfur hét annar son Hængs. Hann átti land í Fljótshlíð til móts við Baug og út til Hvolslækjar. Hann bjó undir Brekkum. Sonur hans hét Sumarliði, faðir Veturliða skálds. Helgi var hinn þriðji son Hængs. Hann bjó á Velli og átti land til Rangár hið efra og ofan til móts við bræður sína. Vestar hét hinn fjórði son Hængs. Hann átti land fyrir austan Rangá milli og Þverár og hinn neðra hlut Stórólfsvallar. Hann átti Móeiði dóttur Hildis úr Hildisey. Þeirra dóttir var Ásný er átti Ófeigur grettir. Vestar bjó að Móeiðarhvoli. Hrafn var hinn fimmti Hængs son. Hann var fyrstur lögsögumaður á Íslandi. Hann bjó að Hofi eftir föður sinn. Þorlaug var dóttir Hrafns er átti Jörundur goði. Þeirra son var Valgarður að Hofi. Hrafn var göfgastur sona Hængs.Tilvísanir

  1. Ketill hængur hét maður: "There are six characters in the saga who are called Ketill and have a cognomen … and three are colonists in Iceland, Ketill hængur, Ketill blundur and Ketill gufa. Their arrival to Iceland is described at very different moments in the saga, witch is in itself an anomaly, since such accounts are usually clustered together in Íslendingasögur … The structural similarities of these accounts and their position in the saga, as well as the fact they all involve characters whose name is Ketill and a cognomen, indicate that they are somehow to be tekin saman, that is to say considered together when they are interpreted. This is supported by the spuriousness of these accounts when compared to other presumably older sources. This is especially true of what the saga tells us of Ketill blundur and Ketill gufa, and indicates that these accounts may have been composed for artistic reasons." Torfi H. Tulinius. The purloined shield or Egils saga Skalla-Grímssonar as a contemporary saga (s. 762).
  2. Hængur sigldi vestur í haf : "Hið mikla rúm sem varið er til að skýra frá landnámi Ketils hængs er vandskýrt með öðru en sérstökum tengslum við Oddaverja. En þar fellur æviferill Snorra vel við. " Vésteinn Ólason. Er Snorri höfundur Egils sögu? (s. 56).

Links

Personal tools